fbpx

NÝTT FRÁ LYKKE LI

MUSIC

Lykke Li hefur verið á fóninum hjá mér síðustu daga, en hún er að gefa út nýja plötu í byrjun maí sem mun bera nafnið “I Never Learn”. Söngkonan er í miklu uppáhaldi hjá mér, bæði í tónlist og tísku, eins og þið hafið kannski tekið eftir hér á blogginu.

Lögin tvö sem ég hef verið að hlusta á lofa góðu fyrir plötuna –  “Love Me Like I’m Not Made Of Stone” og “No Rest For The Wicked”. Síðara lagið kom nýlega út í skemmtilegri útgáfu með A$AP Rocky og ég læt það fylgja.

Vona að þið njótið síðasta vetrarkvöldsins – sumarið er svo velkomið á morgun.

xx, -EG-

DAGSINS DRESS

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Álfrún

  25. April 2014

  Hún tók No rest for the wicked á tónleikunum í Hörpu um daginn. Það var eftirminnilegt. Mjög góð live þessi elska.

  • Elísabet Gunnars

   25. April 2014

   Ú – ég hefði viljað vera þar.