Þetta er Elías – duglegur drengur að norðan sem situr við í sumarfríi sínu og prjónar slaufur allan liðlangan daginn.
Ég tók eftir honum í gærdag þar sem hann sat með prjónana sína og stal athygli minni. Þegar ég sá hann svo aftur í dag kolféll ég fyrir honum – þar hélt hann sínu striki á sínum stað fyrir framan Te&Kaffi á Akureyri.
Hann sagði mér að þetta væri vinnan hans á meðan að skólarnir væru í fríi. Heimilislegt og dásamlegt (!)
Flesta daga situr hann og selur hönnun sína fyrir gesti og gangandi. Kann að bjarga sér.
“Ég verð hér á morgun og hinn en fer svo í nokkra daga en kem svo aftur”. “Ég prjóna alla daga, tek mér aldrei frí frá því – finnst þetta svo skemmtilegt.”
Ég mæli með að norðanfólk kíki á hann og að allir sem eigi leið hjá styrkið þennan fyrirmyndar ungling og viðskiptamann.
Slaufurnar eru seldar á 1000 krónur íslenskar sem er auðvitað gjöf en ekki gjald.
Ég tek ofan af fyrir svona fólki.
Gangi þér vel Elías. Þú ert að gera flotta hluti.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg