Ég var svo heppin að fá að hitta eina sæta vinkonu í sænsku höfuðborginni. Ég var líka svo heppin að fá einn almennilegan haustdag þar sem að ég gat klæðst yfirhöfn – ég átti nefnilega eina góða sem að mig hafði langað að klæðast lengi. Langar til dæmis að klæðast henni í dag, en franska veðráttan bíður ekki uppá slíkt(Bráðum!). Yfirhöfnin er þessi leðurjakki sem að sést mögulega illa á myndunum. En hann er nákvæmlega flíkin sem að ég er búin að leita af svo lengi – í yfirstærð og beinn í sniðinu. Sniðið er svo ótrúlega fínt svo kannski væri sniðugt að fjárfesta í ullarjakkanum líka. Þeir eru líka mega fínir.
Húfa, jakki og peysa: Lindex
Bolur: COS
Buxur: H&M
Skór: Bianco
Það er svo notalegt að dúða sig svolítið upp á köldum haust dögum og ég elskaði það þennan fína föstudag.
Njótið þess að kveikja á kertum og hafa það rómantískt með ykkar nánustu. Það besta sem að ég veit er þegar að maður kemst í þann gírinn.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg