Hattar koma í mörgum myndum. Margir nota þá aldrei á meðan að aðrir eiga ólíkar týpur til skiptanna. Ég er ein af þeim hattasjúku – á nokkra góða og langar í fleiri. Fyrir mig hentaði vel að flytja til Frakklands en hér í landi eru hattar á öðrum hvorum einstakling og þar skiptir kyn eða aldur engu máli, að bera hatt á höfði er bara pínu franskt og ég elska það. Hér fyrir neðan fáið þið hugmyndir af höttum – hvernig má klæða þá allavega. Innblástur fyrir mig og vonandi líka þig?
Það er eitthvað virðulegt við það að bera hatt – sama hvernig að þú klæðir þig þá er hann alltaf punkturinn yfir i-ið. Hjá mér er það þannig að þó að ég eigi nokkra til skiptanna þá er alltaf einn sem að er uppáhalds hverju sinni, sá sem að ég gríp fyrst í. En það sjáið þið vel hér efst þar sem að ég birti mín hattamóment síðasta franska árið.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg