fbpx

Á VIT Í TÍSKUTÖKU Í RÚSSLANDI

EDITORIALFÓLK

Ohmy

 

Þyri Huld Árnadóttir, dansari, er ein af þeim listamönnum sem að hafa verið á ferð og flugi síðustu misseri í verkinu Á vit sem samið var af Reykjavik dance production og Gus Gus. Verk sem er blanda af danssýningu og tónleikum sem erfitt er að greina á milli.

,,Verkið var samið fyrir listahátíð 2012. Við erum búin að ferðast með það til Danmerkur og Rússlands. Í Rússlandi vorum við að sýna í Síberíu í borg sem heitir Norilsk og er ein mengaðasta borg í heimi! Það var svakalegt að vera þar, ekki eitt grænt gras í margra km fjarðlægð frá borginni. En í Moskvu vorum við að sýna í algjörum VIP klúbb þar sem allt var gert fyrir okkur. Þar vorum við einmitt fengin til að taka þátt í þessum tískuþætti unnum af miklu fagfólki í þeim geira. “

Ég var mjög forvitin um tískuþáttinn og vildi deila því með ykkur. Þyri sat því fyrir svörum mínu. 

HugoBoss_LouisVuitton_BrunelloCucinelli

Fatnaður: Hugo Boss – Louis Vuitton – Brunello Cucinelli

7965012c.crop1651x1651x56x13-fit433xNone.1b57de._Esq_000018830005_

Fatnaður. Hún: Oh,My

1b15e25d.crop1814x1814x59x19-fit433xNone.dd0249._Esq_000018830006_

Fatnaður. Hún: Oh,My

VaanLaack_ChristianDior_Chanel

Fatnaður: Vaan Laack, Christian Dior, Chanel

PRADA

Kápa: PRADA

RALPHLAUREN PURPLE LABEL_VAN LAACK

Fatnaður. Hann: Ralph Lauren Purple Label, VAN LAACK. Hún: Lanvin

Ralph Lauren, пальто, Tommy Hilfiger

Fatnaður: Ralph Lauren, Tommy Hilfiger

Oh,my,Lanvin_Brunello

Fatnaður: Oh , My, Lanvin, Brunello Cucinelli

Van Laack

Fatnaður: Van Laack

Diesel

Jakki: Diesel

2502fd6f.crop2994x2994x74x58-fit886xNone.d4a2f6._Esq_000018830001_

Hvernig kom til að þið voruð fengin í verkefnið?
Við vorum að sýna Á vit á stað sem heitir Troyka multispace í Rússlandi (Moskvu verkefnið). GusGus er mjög stórt nafn þarna í Rússlandi og vorum við því fengin til að sýna þessa sýningu á privat stað sem er mjög stór og flottur. Myndirnar voru teknar inn á staðnum að sýningu lokinni. Það var mikið af fólki sem kom að myndatökunni, förðunarteymi frá Clarins, stílistar og ég veit ekki hvað og hvað.

Hverjir tóku þátt?
Þau sem eru á myndunum er Gus Gus: Stephan, Daníel Ágúst,Högni,Urður,Sigríður (Sigga Boston) og Gabríel. Reykjavík dance production: Ásgeir Helgi Magnússon, Aðalheiður Halldórsdóttir, Hannes Þór Egilsson, Inga Maren Rúnarsdóttir og Þyri Huld Árnadóttir. Einnig var gæs með í myndatökunni sem kúkaði út um allt.

Fyrir hvaða tímarit voru myndirnar teknar?
Esquire Russia.

Hver tók þær?
Það var mjög frægur tísku ljósmyndari frá Rússlandi sem tók myndirnar, ég man því miður ekki nafnið á honum.

Hvernig var að vinna innan um hátískuklæðin?
Í myndatökunni voru notuð föt m.a frá Prada og Chanel. Inga Maren(dansari) var með svo dýrt Chanel úr að það fylgdi vörður með því sem elti hana hvert sem að hún fór. Einnig vorum við í bolum frá merki sem heitir Oh My sem minnir pínu á American Apparel. En ég klæðist einmitt kjól frá því merki.

Á að leggja dans skóna á hilluna og leggja fyrirsætu störf fyrir sig í framtíðinni?
Nei held að skórnir fari ekki á hilluna fyrir módelstörf þó þetta hafi verið mjög skemmtilegt.

Eitthvað að lokum?
Það er svo ótrúlegt með þessi hátískuföt hvað þau passa bara á eina týpu af konum. Það er ekki gert ráð fyrir neinum línum eða vöðvum. Allir eiga að vera algjörlega beinir í vaxtarlagi. Ég veit ekki hvað ég var sett í margar buxur sem voru 30 cm of síðar. Þetta þarf að fara að breytast!

_

Áhugavert að fræðast um þessa pro töku af íslenskum listamönnum í öðruvísi hlutverki en þau eru vön.

Takk fyrir spjallið Þyri Huld.

xx,-EG-.

TVÍFARI DAGSINS

Skrifa Innlegg