fbpx

GÓÐAN DAGINN

LÍFIÐ

Við ætlum að gera heiðarlega tilraun til að koma okkur í flug til Íslands í kvöld. Svo þessi morgunbolli í garðinum verður sá síðasti í bili og ég er svo þakklát fyrir þessa stund, hér og nú.

Ég setti inn mynd á Instagram fyrr í dag en það vakti upp einhvern misskilning um það að við værum að flytja frá Danmörku –  það er ekki raunin svo því sé haldið til haga.

Ef allt gengur upp og við komumst að knúsa fólkið okkar, þá verður þetta hin árlega sumarheimsókn í eina handboltafríinu sem Gunni fær yfir árið.  Ég veit að hann er spenntastur fyrir því að komast loksins heim í kaffi-vinnuna en ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að ná honum í smá sumarfrí út á okkar einstaka land og ég hlakka svo til!

Kaffi og Croissant er það besta í heimi ef þið spyrjið mig! Ég mun standa vaktina með Sjöstrand í Epal á laugardaginn og við bjóðum upp á þetta combo, vei.
Betri upplýsingar HÉR fyrir áhugasama.

Sjáumst vonandi næst á Íslandi.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

 

 

HÆHÓ&JIBBÝJEI

Skrifa Innlegg