Það vakti athygli mína að heyra bakrunn fyrirsætunnar Christy Turlington Burns sem prýðir forsíðu Glamour þennan mánuðinn. Það hefur kannski ekki farið mikið fyrir þvi, en Glamour hefur fengið til sín heimsfrægar fyrirsætur til að prýða forsíður blaðanna og eiga heiður skilinn fyrir það. Ég er reyndar líka hrifin af því þegar þær nota íslenskar stelpur sem eru að gera það gott í þessum heimi en við eigum þær ekki svo margar svo ég er ánægð með þetta balance á vali á forsíðustúlku. Þennan mánuðinn skaut Silja Magg forsíðu og myndaþátt með Christy.
Það sem heillar mig við Christy Turlington er baráttan fyrir góðgerðafélagið Every Mother Counts, sem hefur átt hug hennar og hjarta síðustu ár. Málefni samtakanna varðar okkur öll en þau beita sér fyrir auknu öryggi í heiminum fyrir mæður, á meðgöngu og í fæðingu. Staðreyndin er sú að í heiminum í dag deyr ein kona á tveggja mínútna fresti vegna erfiðleika á meðgöngu eða í fæðingu, flest allt vegna vandamála sem með auðveldum leiðum er hægt að koma í veg fyrir. Hreint út sagt ótrúlegt að heyra þessar tölur!
Christy hefur þannig fundið stærri tilgang með fyrirsætustörfum sínum og kemur þessum boðskap áfram með t.d. fræðslu og fyrirlestrum. Hún er í viðtali í Glamour og sagði meðal annars þessa setningu sem greip mig:
„Ég held að ég hafi ekki leitt hugann að þessu þar til að ég varð móðir. Ég hugsaði með mér að ef að tölurnar væru svona sláandi, af hverju væru þær ekki á forsíðum dagblaða alla daga, alltaf.”
Stöð2 mun sýna heimildarmynd í leikstjórn Christy í kvöld, miðvikudagskvöldið 17. ágúst klukkan 21.10. Myndin ber heitið “No Woman, No Cry” og fjallar um starfsemi samtakanna. Ég verð að reyna að tengja Oz-ið svo ég geti horft héðan frá Sverige – ótrúlega áhugavert að mínu mati.
Það er greinilega mikill kraftur í þessari konu því hún er síðan sjálf væntanleg til landsins fyrir helgi og ætlar meðal annars að hlaupa Reykjavíkurmaraþonið ásamt því að fræða íslenskar konur um hennar flotta starf. Ég ber virðingu fyrir þessari flottu móður og fyrirsætu og hlakka til að fá ágúst blaðið mitt í póstkassann á næstu dögum. Ætli það verði ekki sunnudagslesturinn að þessu sinni hér í sænska …
Vel gert Glamour og enn betur gert Christy Turlington Burns – þú ert frábær fyrirmynd!
//
Christy Turlington Burns is on the cover of the latest Icelandic Glamour Magazine.
I was impressed to hear her story. She has been fighting for the safety of pregnant and birth giving women in the world. The horrible truth is that in the world a woman is dying every 2 minutes due to problems during pregnancy or when giving birth. Shocking numbers!
You can read more about the subject here – http://www.everymothercounts.org.
Christy will be travelling to Iceland, running the Reykjavik Marathon and educating Icelandic women about the subject.
I admire brave and powerful women like Christy!
Skrifa Innlegg