Ég tók saman það nýjasta frá íslenskum verslunum. Flíkur sem mættu allar verða mínar en sjáum til hvernig það fer. Sumt sambærilegt gæti ég eflaust fundið í fataskápnum nú þegar, og þið sömuleiðis. Flest eru þetta nefnilega hinar klassískustu flíkur.
Þetta er svarti blazer jakkinn sem við verðum allar að eiga – síður í sniði. Ullakápa í camel lit sem lífgar uppá annars svart lúkk – þessi virðist vel heppnuð! Ég vel herrasnið á rúllukragapeysunni en tek hana í lítilli stærð sem hentar líka fyrir okkur konurnar. Skórnir eru úr samstarfsverkefni Bianco og danska tískubloggarans Trine. Ekki endilega þeir vetrarlegustu úr línunni en mínir uppáhalds úr því úrvali sem í boði er. Buxurnar eru lausar og þægilegar en á sama tíma sexy og smart. Húfan setur svo punktinn yfir i-ið.
Húfa: Samsoe Samsoe / Eva Laugavegi
Kápa: Just Female / Gallerí 17
Blazer: Lindex
Turtleneck bolur: SUIT / GK Reykjavík
Buxur: Vila
Skór: Bianco
Uppáhalds tími ársins. Haustklæðnaður frá toppi til táar …
Happy shopping!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg