… Úff hvað flutningar geta farið í mínar fínustu.
Frakkland er ekki aðeins eintóm sæla heldur hef ég flutt úr skipulagðasta landi í heimi(Svíalandi) yfir í fyrr má nú vera seinagang þegar að kemur að öllu skipulagi. Og þið lendið í því að hlusta á kvartið í mér – SORRY með það.
Ég er semsé ekki ennþá komin með net þrátt fyrir að maðurinn á heimilinu hafi sótt um það fyrir mánuði síðan – þetta hlýtur að vera eitthvað skvakalega hratt og flott tenging sem að við fáum svo að lokum. Þið heppin þar :)
Það sem að er jákvætt við netleysið er að í staðin höfum við reynt að vera dugleg heima. Það þarf jú aldeilis í nýju íbúðinni þar sem að við sjálf þurftum meira að segja að splæsa í heilt eldhús – engar innréttingar til staðar í leiguíbúðum hér í landi.
Thank god for IKEA !!
Aldrei að vita nema að ég gefi ykkur myndir.
Seinna, þegar að allt er nokkuð reddý.
Það er endalaust hægt að skoða falleg heimili og fá hugmyndir af sniðugum lausnum.
xxx,-EG-.
Skrifa Innlegg