Eins og flestir hafa fengið fregnir af þá er samstarfsverkefni H&M í ár ekki af verri endanum. Um er að ræða enska tískuhúsið ERDEM sem þekkt er fyrir liti og falleg mynstur. Erdem er ekki jafn þekkt og fyrri samstörf á við Balmain, Alexander Wang eða Kenzo en engu að síðu að gera mjög góða hluti. Hingað til hefur Erdem ekki hannað fyrir herrana en núna í nóvember verður breyting á því (sjá hjá Helga Ómars í síðustu viku). Fyrstu myndir af línunni í heild sinni var að detta í loftið og ég er spennt að fá að deila þeim með ykkur hér á blogginu.
Blómamynstur er eitt af sterkustu trendum vetrarins og næsta vors og því getum við svo sannarlega gert góð kaup með kaupum á flíkum úr línunni – flower power alla leið!
Það er hinn óhefðbundni ljósmyndari Michal Pudelka sem myndar vörulínumyndirnar fyrir ERDEMxHM.
//
Erdem x H&M soon in stores. Here you have the lookbook taken by Michal Pudelka.
Íslensk áhrif ..
Margt komið á óskalista undiritaðrar en ég er ekki síður hrifin af herralínunni sem mér finnst hafa heppnast einstaklega vel.
Fatalínan fer í sölu í H&M Smáralind klukkan 11:00 þann 2 nóvember. Bíðið spennt ..
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg