FASHIONISTA X YASMIN SEWELL

FASHIONISTA

Ástralska ofurkonan og tískuráðgjafinn Yasmin Sewell er fashionista dagsins að þessu sinni. Hún hefur búið í London frá því um tvítugt en þá opnaði hún sína eigin verslun í Soho hverfi. Eftir það varð hún innkaupamaður fyrir helstu tískuverslanir borgarinnar, Browns og Liberty (!)
Í dag vinnur hún sem tískuráðgjafi þar sem að hún kennir viðskiptavinum um þróun vörumerkja í verslunum.

Hún er löngu þekkt fyrir að veita innblástur í klæðaburði og í dag getur hún vonandi náð til þín? Ég hef fylgst með henni í einhvern tíma en það sem að hún hefur fram yfir aðra í sama bransa er glaðlindið – Hún er ekki hrædd við að nota brosið og er það hennar besti fylgihlutur að mínu mati.

‘My signature style is quite mannish,’ she says. ‘I really love a slouchy, loose-fitting shirt that hangs off the shoulders, and trousers that hang off the hips. That’s when I feel most like me.’
– telegraph.co.uk

xx,-EG-.

LANVIN LOVE

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Agla

    29. November 2012

    Ó mig auma.. eru þetta Acne Silk skórnir á næst síðustu myndinni ?