fbpx

ELLEN LOFTS FYRIR COSTUME

FASHIONFÓLKMAGAZINE

English version below12122600_10153166504290205_5967279219015909782_n

 

Íslenska Ellen Lofts virðist aldeilis vera að slá í gegn á sínu sviði. Ellen býr í Kaupmannahöfn þar sem hún vinnur við að stílisera fyrir helstu tískumógula borgarinnar. Hún fer að verða nokkuð veraldarvön því hún ferðast mikið milli landa vegna vinnu sinnar sem verður umfangsmeiri með hverju ári. Leiðin virðist liggja uppá við með tímanum sem líður, en þannig vill maður hafa það.
Það er alltaf gaman að sjá Íslendinga sem vegnar vel erlendis, en ég fylgi henni á Instagram þar sem hún deilir gjarnan sínum nýjustu verkefnum. Í gærkvöld birti hún mynd af forsíðu vinsæla tískutímaritsins Costume. Í marsútgáfunni sitja allra ástsælustu fyrirsætur Danmerkur fyrir, þær Helena Christanssen og Caroline Brasch Nielsen. Ellen Lofts sá um stíliseringu, sem er til fyrirmyndar, og ég var forvitin að heyra meira.

12418_10153382524320205_413496538325601715_n

Instagram – @ellenlofts

Screen Shot 2016-02-29 at 4.24.53 PM

Instagram – @ellenlofts

Þetta hafði Ellen Lofts að segja um málið:

Myndatakan fór fram í 300 fm loft apartment í Brooklyn. Íbúðin var í eigu local artista og var því mjög hrá og skemmtileg sem prodúser vinkona mín Lilja Baldursdóttir fann með sinni stöku snilld, en hún er einmitt búsett þar. Ég og Anja Poulsen, ljósmyndari, sem er ein fremsti tískuljósmyndari hér í Kaupmannahöfn höfum unnið náið saman uppá síðkastið og í janúar ferðuðumst við t.d. í 3 heimsálfur á 7 dögum til að mynda fyrir nokkur dönsk tímarit, þetta var eitt þeirra verkefna.

Caroline og Helena hafa lengi verið góðar vinkonur og eru báðar danskar, Helena eins og flest allir vita eitt stærsta súper módel fyrr og síðar og er Caroline rísandi stjarna í módel heiminum og hefur setið fyrir og gengið tískupalla hjá flest öllum stærstu tískuhúsum heims að undanförnu. Hún býr t.d. í íbúð sem Helena á í New York og sannar það kannski hvað samband þeirra er náið.

Þetta var mjög skemmtilegt verkefni að taka þátt í, þar sem það er jú auðvitað mikill heiður að fá að vinna með eins heimsþekktum fyrirsætum á borð við Helenu og Caroline og ekki skemmdi fyrir að stemmningin var skemmtileg og góð á setti og ber útkoman þess merki.

_DSC7618

 

Við getum örugglega ekki allar púllað silkikjól við “íþrótta” buxur. En Caroline fer létt með það og Ellen lætur það virka! Þessar eru frá Ganni.

_DSC7957

Þessar trylltu Acne buxur kalla á mig. Langar ..

   unknown

 

Frábært hjá þessari hæfileikaríku og kraftmiklu konu. Maður kemst langt á metnaði! Nú er bara að tryggja sér eintak af þessu fína tímariti. Þið sem viljið skoða fleiri verkefni Ellenar Lofts geta skoðað heimasíðuna hennar: HÉR

Áfram Ísland!

//

Ellen Lofts is a successful Icelandic stylist based in Copenhagen. She styled this beautiful cover of the Danish fashion magazine – Costume. The cover models are the two biggest names in Denmark – the young and successful Caroline Brasch Nielsen and the supermodel Helena Christanssen.

Big BRAVO for Ellen Lofts – you can find out more about her and her projects on Instagram @ellenlofts and on her website: HERE

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

Laugardagslagið

Skrifa Innlegg