Eins og síðustu ár þá einkennist desember mikið af tölvusetu og almennri vinnu hjá mér. Ég finn hvað það er sérstaklega mikilvægt að vera skipulögð í þessum mánuði, því það er alveg hellingur af öðrum hlutum sem þarf líka að hugsa um. Það sem kannski er ólíkt í ár frá síðustu desember törn er að nú fer mesta vinnan fram heima hjá mér. Það er fullt neikvætt við svona mikla heimaveru en ég reyni að horfa á þetta með eins björtum augum og hægt er, því það kemur eitthvað jákvætt úr þessu líka. Tökum gærdaginn sem dæmi … þegar jólin ákváðu að banka snemma uppá, mér að óvörum hér í DK.
Elsku CHANEL sendu mér þessa dásamlegu litlu tösku og ég á engin orð yfir það hvað ég er þakklát og meyr yfir þessari gjöf. Anna Bergmann orðaði það svo vel þegar hún sagði: “Það eru litlu hlutirnir sem gleðja” á myndina mína á Instagram. Ójá, þessi nýja taska er kannski alveg pínulítil en æ hvað hún kom á réttum tíma til mín. Þegar ég var alveg að bugast undan því að komast ekki yfir alla hlutina á TODO listanum þann daginn.
View this post on Instagram
Skyrta: WonHundred af Gunna, Buxur: GANNI, Eyrnalokkar: H&M, Tiny taska: Chanel
Það er mikið álag á mörgum þessar vikurnar. Munum að vera góð hvort við annað.
Ást&Friður frá mér
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg