fbpx

DIY – CÉLINE PARIS

FÓLK

CÉLINE PARIS – printaðir stuttermabolir hafa heldur betur verið heitir síðasta misserið.

Þ

Trendnet lesandinn, Annetta Rut, merkti #TRENDNET þegar að hún deildi instagram mynd af skemmtilegu DIY verkefni sem að hún framkvæmdi með auðveldum hætti.

Í verknaðinn notaði hún:
H&M stuttermabol: 7,99 Evrur
&
Fatalit/penna.

Það var ekki flóknara en það.
Voila (!) – fyrir okkur hinar að prófa.
Skemmtileg og ódýr lausn.

Takk fyrir að merkja #TRENDNET á viðeigandi staði á Instagram.

xx,-EG-.

TREND - BOUFFANT

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Tinna

    14. February 2013

    Þetta er æði! Hvar fær maður svona penna?

  2. Iðunn

    14. February 2013

    Mér finnst nú frekar vafasamt að hvetja til svona beins stuldar á hönnun…

    • Elísabet Gunn

      14. February 2013

      Ég beið eftir svona kommenti.
      Ég er ekki að hvetja til stuldar. Alls ekki.

      Persónulega finnst mér hún bara svakalega sniðug hvernig að hún bjargar sér. Og hún er sko ekki sú eina því sama dæmið er allstaðar í birtingu erlendis.
      Þeir nýta sér sem vilja .. en ekki hinir :)

      Ég hef reyndar rekist á ótrúlega margar “coperingar” í sölu á hinum og þessum netverslunum, það finnst mér reyndar of mikið.

      Bestu,
      EG

  3. ósk

    14. February 2013

    Hvað helduru að þessi bolur (ekki kópering) kosti?

  4. Iðunn

    14. February 2013

    Já, ég er sammála að útsjónarsemin er flott hjá henni og mér finnst DIY verkefni frábær þegar leitast er eftir að fylgja tískunni á sem ódýrastann máta. En verð að viðurkenna að mér finnst þetta full gróft, Fyrri ummælin voru raunverulega ætluð henni en ekki þér ;)

    • Elísabet Gunnars

      5. July 2013

      :)