fbpx

DAGSINS

DAGSINS

Ég hefði mátt flýta mér fyrr út í morgun(!) en ég var mætt rúmlega 10 og beið í röð til 12.00 !! Ég hló oft inni í mér þegar að ég leit í kringum mig og hugsaði hvað ég væri eiginlega að gera !! Hvort að þetta væri nú þess virði. En veðrið var yndislegt og fólkið fínt til áhorfs. Það eina dónalega við alla þessa bið var þó að þegar ég loksins komst að klæðunum, þá var mjög mikið uppselt. Ég var í alvörunni ótrúlega leið. Enda í fyrsta sinn sem að ég er svona spennt fyrir samstarfi keðjunnar eins og núna.
Það var því bara ein flík sem að fylgdi mér heim sem sárabót en ég er mjög ánægð með hana – ss1989.


Þó að mikið hafi verið uppselt, þá voru tvær flíkur sem að ég “asnaðist” til að máta. Oversized blazer sem að kom þó bara í einni stærð og var alltof alltof stór vegna þess. Og svo ótrúlega fín rúllukragapeysa sem að var bara til ein eftir í stórri stærð.

Allra mest langar mig í ullarkápuna sem að hvergi var sjáanleg fyrir mig í dag. Ég ætla aftur fljótlega – það er á hreinu. Það á víst að fylla á búðina á morgun eða hinn, sagði ein flott frú mér fyrr í dag. Ég gefst ekkert upp. Það er ekkert í boði.

Góður dagur!

xx,-EG-.

 

VINNINGSHAFAR VIKUNNAR

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Jovana

    16. November 2012

    Geggjaður bolurinn, fannst hann svo 100 sinnum flottari þegar þú ert komin í hann! Hvað var verðið á honum ?

    • Elísabet Gunn

      16. November 2012

      Ég er reyndar sammála. Varð ekki skotin í honum fyrr en að ég mátaði – efnið er svo stíft og fínt. 39 evrur –

    • Elísabet Gunn

      16. November 2012

      Takk fyrir það ! Ég hefði viljað hana í einu nr minna. Það var samt svakaleg pæja sem að keypti svo nákvæmlega þessa. Um fimmtugt og með allt á hreinu. Hún átti hana skilið enda passaði hún betur á hana :)
      Ég þrái samt að eignast þessa flík, og vil hana oversized í einu nr minni en þessi sem að ég mátaði.