fbpx

CARLINGS TIL ÍSLANDS

FRÉTTIRSHOP

… ekki misskilja mig, þeir eru ekki að fara að opna verslun á Íslandi svo ég viti til. En þeir horfa greinilega mikið til landsins góða miðað við heimsókn mína í dag (sjá betur í story – @elgunnars á Instagram) ..

Ég kom við í versluninni Carlings á leiðinni heim áðan. Ástæðan var áhugi á íslenskri auglýsingu sem ég hafði heyrt af fyrir nokkrum dögum. Sá orðrómur stóðst því þarna tók á móti mér Reykjavík í margskonar myndum og ég auðvitað voða stolt af því. Mig langaði svo að vita meira um myndirnar sem teknar voru síðasta vetur á Íslandi en starfsfólkið gat litlu svarað mér um teymið sem kom að tökunni. Ég fór þó á stúfana og fann fleiri myndir á heimasíðunni flokkaðar í þrjá ólíka flokka þar sem Ísland kom fyrir.

Carlings er norsk verslun fyrst opnuð af Svía í Oslo en er nú með 220 verslanir í Noregi, Svíþjóð, Finnalandi og Austuríki. Concept verslun sem selur street wear fatnað frá mörgum merkjum sem við könnums við. Ég og Gunni versluðum mikið við þessa búð þegar við bjuggum í Halmstad en þó heldur minna í dag. Ætli aldurinn sé ekki að segja til sín? Þetta lið hér að neðan virðist allavega vera með puttann á púlsinum og það er enn meira næs að það sé að gerast í íslensku umhverfi. Dæmi um location eru Texasborgarar (RIP?), Rauðhólar, Breiðholtið og Miðbær Reykjavíkur.

Skemmtileg og young stemning á þessum myndum.

//

I had to visit Carlings after hearing about their newest campaign – in Iceland. My country seems to be trending in campaigns these days, I wrote about Volt’s campaign some weeks ago.
The campaign is shot at different locations in Reykjavik and neighborhood but unfortunately I didn’t find the credits behind the shoot, hope you forgive me that. Enjoy!

ÚLPUR 2017 // Winter jackets 2017:

 

Karve Jeans FW17 Collection:

 

Levis X Carlings:

 

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BIG 50

Skrifa Innlegg