English version below
Þetta er örugglega fjórða eða fimmta árið í röð þar sem ég verð að fá að tjá mig um sýningu danska hönnuðarins Malene Birger. Hún hefur verið í uppáhaldi hjá mér lengi og líklega hafa lesendur mínir tekið eftir því að ég klæðist gjarnan fatnaði frá henni. Flest mín föt frá merkinu eru keypt á Íslandi í Evu á Laugavegi eða Kúltur og Companys í Kringlunni, einnig eitthvað keypt hér úti og nú síðast í Malmö á mjög góðri útsölu.
Á tískuvikunni í Kaupmannahöfn valdi ég úr nokkrar sýningar sem hentuðu mér best og loksins lét ég verða að því að mæta á Malene Birger og sjá hana live eftir að hafa fylgst með úr fjarska síðustu árin. Upplifunin var dásamleg og alveg óvart fengum við Rósa (tískuvikupartner) bestu sætin í húsinu þar sem að fyrirsæturnar stilltu sér upp beint fyrir framan okkur í lok sýningar, þið sáuð það eflaust mörg á Trendnet story?
//
As usual – Malene Birger was one of my favourites on the Fashion Week in Copenhagen. I went to the show this year and what a show! I loved the styling and she has some good touch to show her items.
As you might have seen on the blog I have been buying some items from Malene regularly. Most of them are basic timeless items which I have bought in Iceland or here in Sweden.
My favourite looks from SS18 you can see below.
Það sem ég elska við sýningu Malene er hversu fallega stíliseruð hún er. Í þetta sinn sýndi hún hvað koma skal næsta sumar en samt náði hún (stílistinn) að búa til falleg lög af dásamlegum klæðum. Ég var heilluð eins og alltaf.
Mín uppáhalds lúkk fá að fylgja hér að neðan. Helst þarf ég þessa hvítu dragt til að gifta mig í á næsta ári. Væri það eitthvað?
Mér finnst þetta allt svo Elísabetarlegt …
Langar!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg