Hin bráðefnilega Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er ekki bara laganemi og fastur álitsgjafi í “Mín skoðun” á Stöð 2 heldur liggja hæfileikar hennar víða og þar á meðal í bakstri. Hún bakar rósakökur sem enginn getur staðist og bíður núna uppá námskeið fyrir okkur hin. Áslaugarkökur láta mig fá vatn í munninn…. naaammiiii.
“Ég byrjaði að prófa mig áfram að skreyta kökur 2012 með yndislegu litlu systur minni okkur til skemmtunar, ég hafði ekki haft mikinn áhuga á því áður. Mamma okkar var alltaf mjög dugleg að skreyta kökur með smjörkremi þegar við vorum litlar fyrir afmælisveislurnar okkar, svo það var ýmislegt til á heimilinu til að prófa sig áfram.”
“Síðan prófaði ég mig bara áfram með ýmsar skreytingar og lærði mest að skoða flottar kökur á netinu og reyna gera eins, fyrst tókst það alls ekki vel, en æfingin skapar meistarann.
Mér hefur þótt ansi gott að gleyma mér í bakstrinum þegar það hefur verið mikið að gera í öllu öðru, eins og laganáminu og pólitíkinni.”
Ég myndi svo sannarlega mikið vilja mæta á kökustund til þessarar fyrirmyndar konu. En af því að fjarlægðin bíður ekki uppá það fyrir mig þá hvet ég aðra til að skrá sig ef áhuginn er líka hjá ykkur. Námskeiðin verða 18. og 19.febrúar kl 16 en betri upplýsingar fáið þið í tölvupóstinum aslaug@aslaugarna.com.
Góða skemmtun!
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg