fbpx

BÖKUM KÖKUR MEÐ ÁSLAUGU

FÓLKFRÉTTIRÍSLENSK HÖNNUNLANGAR

Hin bráðefnilega Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er ekki bara laganemi og fastur álitsgjafi í “Mín skoðun” á Stöð 2 heldur liggja hæfileikar hennar víða og þar á meðal í bakstri. Hún bakar rósakökur sem enginn getur staðist og bíður núna uppá námskeið fyrir okkur hin. Áslaugarkökur láta mig fá vatn í munninn…. naaammiiii.

image 22

“Ég byrjaði að prófa mig áfram að skreyta kökur 2012 með yndislegu litlu systur minni okkur til skemmtunar, ég hafði ekki haft mikinn áhuga á því áður. Mamma okkar var alltaf mjög dugleg að skreyta kökur með smjörkremi þegar við vorum litlar fyrir afmælisveislurnar okkar, svo það var ýmislegt til á heimilinu til að prófa sig áfram.”

“Síðan prófaði ég mig bara áfram með ýmsar skreytingar og lærði mest að skoða flottar kökur á netinu og reyna gera eins, fyrst tókst það alls ekki vel, en æfingin skapar meistarann.

Mér hefur þótt ansi gott að gleyma mér í bakstrinum þegar það hefur verið mikið að gera í öllu öðru, eins og laganáminu og pólitíkinni.”

image 36image 3 image 35 image 34 image 33 image 32 image 31 image 27 image 30 image 291920411_10203233273533572_2045538707_n 1622060_10203233273213564_1179752316_nimage 26 image 25 image 23image 21 image 20 image 19 image 18 image 17 image 16 image 15image 2 image 14 image 13 image 12 image 11 image 10 imageimage 9 image 8 image 7 image 6image 4image 24
Myndir: @aslaugarna

 

Ég myndi svo sannarlega mikið vilja mæta á kökustund til þessarar fyrirmyndar konu. En af því að fjarlægðin bíður ekki uppá það fyrir mig þá hvet ég aðra til að skrá sig ef áhuginn er líka hjá ykkur. Námskeiðin verða 18. og 19.febrúar kl 16 en betri upplýsingar fáið þið í tölvupóstinum aslaug@aslaugarna.com.

Góða skemmtun!

xx,-EG-.

 

TREND: HJÓL Á VEGG

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    14. February 2014

    Jiminnn hvað þetta er girnó!! Og þessi hjartakaka er alltof falleg:)

    • Elísabet Gunnars

      14. February 2014

      Hjartakakan á vel við á degi sem þessum. En já, þvílíkt hæfileikarík stúlka. Mig langar ekkert smá að læra að gera svona.

  2. Ragga

    14. February 2014

    Vá hvað þetta er flott hjá henni, ég reyndi einhvern tímann að gera svona en það var alveg mis hjá mér :/
    Kannski maður bara skelli sér á námskeið?! :)

  3. Helgi Omars

    14. February 2014

    Ó hvað ég vildi óska þess að ég gæti gert svona. Ég er svo mikill klaufi, en vá hvað mig langar að vera bakari.

  4. Bára

    14. February 2014

    Það magnaðasta við þessar kökur er að þær eru jafn bragðgóðar hjá henni og þær eru fallegar.
    Hún er algjör listakona :D :D

  5. Karen A

    15. February 2014

    Vááá slef, veit samt ekki hvort ég myndi tíma að borða svona fallega köku ef mér tækist að gera eina :)

  6. Halla

    15. February 2014

    Vá hvað þessar kökur eru fallegar….

  7. monica

    29. April 2014

    hæ! gætir þú sent mér uppskrift af frosting? hér er netfangið mitt: nika.ameixinha@gmail.com
    þú ert æðisleg!