fbpx

ÁRAMÓTADRESS: LAST MINUTE SHOPPING

LANGARSHOP

Í dag tók ég stöðuna á áramótadressum sem enn eru til í verslunum landsins. Ég veit nefnilega að það eru fleiri eins og ég, ekki enn reddý með outfit fyrir annað kvöld. Fer ég rétt með mitt mál þar?

Opnunartími verslunarmiðstöðvanna er 10-13 á morgun, Gamlársdag.

Það er því loka séns okkar allra að finna áramótadressið.

Dressin að neðan eru mis mikið gala, en á morgun er allt leyfilegt – við erum allar ólíkar og viljum mis mikið glingur, þó að það séu áramót.

Þessi fyrir neðan gætu gengið!

2013-12-30 19.17.56Samfestingur á áramótum er alltaf málið. Sniðið á þessum er aðeins fínna, þar sem að hann er fleginn í hálsmálið.
Frá Lindex.

2013-12-30 19.13.36Ef að þið eruð plain í klæðaburði þá er ekkert kvöld betra til að nota hárskraut.
Frá: Lindex

2013-12-30 19.09.44
Suit up stíll. Mjög save.
Frá: Selected Femme

2013-12-30 19.07.35Það var aðeins einn svona pallíettu jakki eftir. Fyrstur kemur fyrstur fær.
Frá: Selected Smáralind

2013-12-30 19.04.34
Perlubolur við loose buxur og háa hæla. Love it!
Frá: Selected Smáralind

2013-12-30 19.04.15 2013-12-30 18.33.11Útsölurnar eru byrjaðar í Topshop. Þessi er meðal útsöluvara. Það voru ekki margir til.

2013-12-30 18.32.58 2013-12-30 18.30.12Opinn yfir axlirnar. Flottur við svartar sokkabuxur.
Frá: Gallerí17

2013-12-30 18.29.58 2013-12-30 18.29.17

Kögur við hvíta skyrtu? Eða eitthvað annað.
Frá: Gallerí17

2013-12-30 18.19.38 2013-12-30 18.16.11

Hvítur toppur fleginn á bringu og bak. Ég sé hann fyrir mér við leðurbuxur og rauðar varir.
Frá: Zöru

2013-12-30 18.16.03 2013-12-30 18.09.29

Ef að þið viljið meira gala þá er þessi pörfekt.
Frá: Companys Kringlunni

2013-12-30 18.09.11Vonandi hjálpar þetta einhverjum sem er á síðasta snúning, eins og ég.

xx,-EG-.

XO FRÁ ELLU

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

 1. Íris N

  30. December 2013

  Manstu hvað perlubolurinn kostar í Selected?

  • Elísabet Gunnars

   30. December 2013

   Er ekki alveg 100% en held mögulega 12.900 ? Eitthvað um það bil.

 2. Katrín

  30. December 2013

  Finnst verslunin Warehouse sorglega sniðgengin á þessu bloggi, þar fann ég mitt áramótadress, fullt af glimmeri og eiginlega öll búðin á útsölu ;) En þú virtist hafa verið í Smáralind að rannsaka þessa færslu, ekki í Kringlunni :)

  • Elísabet Gunn

   30. December 2013

   Ég viðurkenni að ég kíki ekki oft þangað. En alltaf gott að fá tips. Takk fyrir það :)

 3. Birna

  31. December 2013

  Hvadan eru buxurnar med rennilasunum vid hvita bolinn ur Zöru?

  • Elísabet Gunnars

   31. December 2013

   Þær eru gamlar frá Ginu Tricot. :/ Það gengur ekki á morgun því miður.

 4. Agla

  31. December 2013

  Hvíti bolurinn frá Zöru er sjúúúkur!

  • Elísabet Gunnars

   31. December 2013

   Sammála. Mæli með að taka hann í einni stærð “of stórt” :)

 5. Sigríður

  31. December 2013

  Takk geðveikt mikið fyrir þennan póst. Ég er ein af þeim sem að er sein eins og þú. Ég ætla að vona að ég verði sú heppna sem að næ mér í pallíettujakkann!!!!! Manstu hvað hann kostaði?

  • Elísabet Gunnars

   31. December 2013

   HÆ!
   En gaman að heyra að ég geti hjálpað til.
   Hann var á sirka 35.000 en svo er 30% afsláttur af honum. Svo það er um að gera að mæta hið fyrsta á staðinn. Ég krossa fingur fyrir þig. xx

 6. Guðrún

  3. January 2014

  hæ – í hvaða topshop búð varstu; Kringlunni eða SL? :-) pínu veik fyrir gallanum !!

  • Elísabet Gunnars

   3. January 2014

   Myndirnar voru teknar í Topshop Kringlunni. Tékk it! :)