fbpx

ÁBERANDI EYRNALOKKAR

FASHIONTREND

Screen Shot 2015-09-25 at 09.22.07

Á föstudögum kemur út Lífið, fylgirit Fréttablaðsins. Og þar er vikuleg grein frá mér. Tökum þessu tipsi inn í helgina – ódýr leið til að lífga uppá helgardressið.

AR-151009740
Mynd: visir.is

Hann er stór, áberandi og fyrst og fremst fallegur fylgihluturinn sem fullkomnar lúkkið þessa dagana. Stórir eyrnalokkar voru sýnilegir síðasta vetur í Parísarborg en Céline endurtók svo leikinn í haust. Þar fóru þessir að ofan strax á óskalista (draumalista) undiritaðrar. Margir hönnuðir hafa sýnt það sama inn í veturinn. Balmain, Givenchy, Miu Miu, Tibi og Isabel Marant eru dæmi um þá sem voru sammála um að tímabilið byði uppá eyrnalokka í stórum stærðum.

CELINE_DRAUMAEG
Á draumalista –

Við þurfum ekki endilega að leita í hátískuna til að taka þátt í lúkkinu. Það má vel gera góð kaup á mun hagstæðara verði í íslenskum verslunum. Ef lokkurinn er extra stór er hægt að fjárfesta tvær saman í pari og nýta svo aðeins einn í eyra ef við viljum leika eftir því sem hátískan sýnir okkur. Fylgihluturinn er kjörinn til að hressa upp á látlausan klæðnað og getur verið ódýr lausn til að finna nýtt lúkk inní helgina. Nú er bara að heimsækja búðirnar og finna þann sem fellur í kramið? Trendið er skemmtilegt að því leitinu að hver og ein kona getur leikið það eftir eins og hentar. Allar útfærslur eru leyfilegar.
Það virðist ekki skipta máli um hvaða glingur ræðir, allt er aðeins stærra. Tökum trendinu fagnandi en minnum okkur á sama tíma á – allt er gott í hæfilegu magni og með réttum útfærslum. Meðfylgjandi myndir sýna stíliseringuna beint af tískupöllunum.

BalmainFW15

Balmain FW15

Isabel Marant

Isabel Marant FW15

MiumiuAW15

Miu Miu AW15

Tibiaw15

Tibi AW15

Gleðilegan föstudag!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

Í GÆR

Skrifa Innlegg