fbpx

WINTER WONDERLAND

PERSÓNULEGT

Síðustu helgi eyddi ég á Snæfellsnesinu, en við Heba vinkona mín drifum okkur þangað á laugardaginn í þeim tilgangi að vinna í BS ritgerðinni okkar. Okkur brá jafn mikið og öllum öðrum Íslendingum þegar við vöknuðum daginn eftir og litum út um gluggann, allur þessi snjór á einni nóttu.. lord. Til að komast í bæinn fyrir myrkur ákváðum við að vera skynsamar og byrja að koma bílnum úr hlaðinu um 4 leytið. Það fór ekki betur en svo að við vorum í klukkutíma að moka snjó frá bílnum. Eins ógeðslega pirrandi og þetta var þá, spring ég úr hlátri við að hugsa um þetta núna. Við klikkuðum báðar á því að documenta þetta bíó en ég get allavega sagt ykkur að þetta var vægast sagt fyndið. Ekki nóg með það að hafa mokað snjó í klukkutíma fattaði ég eftir 40 mínútna akstur að tölvan mín hafði orðið eftir í bústaðnum og því lengdist bílferðin heim um góða tvo tíma. Stundum er mér bara ekki viðbjargandi.

Allavega, þessar myndir voru allar teknar áður en bíóið á sunnudaginn hófst. Mjög hugguleg helgi hjá okkur vinkonunum.

Úlpa: Jökla Parka frá 66° Norður

Sólgleraugu: Dior

xx

Andrea Röfn

Fylgist með mér á instagram: @andrearofn og snapchat: andrearofn

VIÐTAL - MORGUNBLAÐIÐ

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Sinsmag

    3. March 2017

    Glæsilegt útsýni og skrautleg ferð.

    Tips: Alltaf gott að hafa góð útivistarföt í bilnum, svona til vonar og vara.
    Úlpa og góðir skór bjarga yfirleitt alltaf málunum.