fbpx

UPPÁHALDS HLUTIR OKKAR AÞENU RAFNAR

Ég setti inn spurningaglugga á Instagram um daginn þar sem fylgjendur mínir gátu spurt út í alls kyns tengt mömmuhlutverkinu og Aþenu Röfn. Þar fékk ég margar spurningar út í þá hluti sem við notum mest, vagninn, rúmið, aukahluti o.s.frv. Ég fæ síðan reglulega spurningar út í þessi atriði og skynja áhuga margra á að vita hvað við fílum og hvers vegna. Sjálf hefði ég gjarnan viljað sjá svona lista þegar ég var að pæla í þessum hlutum á meðgöngunni og vona því að þessi listi gagnist einhverjum ykkar. Á sama tíma vil ég taka það fram að það er alls ekki nauðsynlegt að eiga hvern einasta hlut sem ég tel hérna upp, það verður hver og einn að finna það hjá sér hvað hann telur mikilvægt og hvað ekki. Ég ákvað að skrifa bara um þetta helsta – þá hluti sem við notum mest og ég er mikið spurð út í. Ef þið hafið einhverjar spurningar um þá eða eitthvað annað, ekki hika við að senda mér línu á instagram.

VAGNINN – BUGABOO FOX: Af mörgum mikilvægum hlutum finnst mér vagninn allra mikilvægastur. Ég lofaði sjálfri mér á meðgöngunni að fara út úr húsi á hverjum degi sama hvernig viðraði og þá er vagninn í 99% tilvika með í för. Fyrir valinu varð Bugaboo Fox, í samstarfi við Petit. Vagninn er rosalega meðfærilegur og vegur einungis 9,9 kíló, sem kemur sér vel þar sem ég þarf að taka hann upp og niður eina hæð til að komast að lyftunni í húsinu okkar. Þá er ekkert mál að smella honum í sundur og taka hann í tveimur pörtum milli hæða. Vagninn leggst síðan auðveldlega saman þegar við setjum hann í skottið á bílnum.

Við skiptum úr vagnstykkinu yfir í kerrustykkið þegar Aþena Röfn var sirka 5 mánaða og hætt að nenna að liggja í vagninum. Mér fannst hún tilbúin til að sitja í kerrustykkinu þar sem hún var farin að halda vel höfði og var almennt frekar styrk í líkamanum. Eftir að við skiptum gat hún fylgst með umhverfinu sínu og er alsæl með það, en sefur líka eins og engill í liggjandi stöðunni. Hún tekur núna daglúrana sína í vagninum úti á svölum, en þegar hún var nýfædd lögðum við hana mikið í vagninn innandyra.

Þegar hitinn fór að aukast hérna úti skiptum við um skerm á vagninum yfir í sólarskerm með UV vörn sem andar vel. Í honum er  líka innbyggt flugnanet sem við notuðum óspart i sumar. Ég verð svo að nefna Bugaboo töskuna sem hengist á stýrið, mér finnst hún snilld þar sem ég geymi lykla, símann minn, veskið og fleiri litla hluti. Að lokum er Bugaboo ferðataskan algjör snilld fyrir fólk sem ferðast töluvert eins og við.

RÚMIÐ – SEBRA: Bæði fallegt og praktískt þar sem rúmið er stækkanlegt og vex með barninu. Hægt er að stilla hæðina á dýnunni og fjarlægja rimla, en við tókum einmitt aðra hliðina af rúminu og settum hana að minni hlið á hjónarúminu, sem kom sér mjög vel í brjóstagjöfinni fyrstu mánuðina. Núna höfum við svo lækkað botninn og sett hliðina aftur á rúmið. Við keyptum okkar rúm hérna í Svíþjóð en það er fáanlegt  í Petit á Íslandi.

BABYNEST – ORGINALET: Aþena Röfn svaf í babynestinu hverja nótt þangað til hún óx upp úr því ca. 5 mánaða. Þetta babynest frá Petit.is er öryggisprófað og Oeko-Tex vottað. Svo er það líka sænskt eins og svo margar aðrar barnavörur! Við vorum ekki með vöggu frammi í stofu og því svaf hún mikið í nestinu frammi í sófa hjá okkur á daginn og kvöldin fyrstu vikurnar. Þegar við fórum svo sjálf að sofa gátum við fært hana inn í rúm í nestinu án þess að hún fyndi fyrir því. Babynestið hefur svo fylgt okkur á ferðalögum.

NAJELL MAGAPOKINN OG SLEEP CARRIER: Najell er sænskt merki með höfuðstöðvar í Lundi, en fyrsta módelverkefni Aþenu Rafnar var einmitt fyrir þau :-) Magapokinn hefur algjörlega bjargað mér á ferðalögum og á tímabilinu þegar Aþena Röfn var orðin þreytt á að liggja í vagninum, en mér fannst hún ennþá aðeins of lítil til að skipta yfir í kerrustykkið á Bugaboo. Þá var ekkert mál að skella henni í pokann og leyfa henni að sjá heiminn. Þar að auki notaði ég pokann hérna heima fyrir, til dæmis meðan ég gekk frá eða eldaði, þegar hún var ýmist óvær eða þreytt. Mesta snilldin við Najell pokann eru festingarnar við axlirnar, en það er segull í þeim og þar af leiðandi mjög auðvelt að smella þeim af og á með annarri hendi. Að mínu mati skipta þægindi og einfaldleiki lang mestu máli með svona vöru sem þessi uppfyllir að öllu leiti. Svo skemmir það ekki fyrir hvað hann er fallegur.

SleepCarrier er brilliant lausn til að svæfa barnið og leggja frá sér án þess að það vakni. Við notuðum SleepCarrier í vagninn í fyrstu göngutúrana í feb/mars þegar það var ennþá frekar kalt úti. Það var dásamlegt að geta farið inn á kaffihús og tekið Aþenu með mér inn í honum þannig að hún svaf áfram ótrufluð. Núna tökum við SleepCarrier með okkur í matarboð og heimsóknir og þá getur hún lagt sig í honum hvar sem er. Svo er hægt að búa til leikteppi úr honum.

BLEYJURNAR: Ég hef fengið spurningar um hvaða bleyjur við fílum best. Við höfum alltaf notað Libero bleyjur og verið mjög ánægð með þær. Bleyjurnar eru svansvottaðar og fá meðmæli norrænu astma og ofnæmissamtakanna. Ég kaupi alltaf touch bleyjurnar en þær koma einnig sem buxnableyjur sem er einmitt næst á dagskrá hjá okkur enda 7 mánaða orkuboltinn sjaldan kyrr á skiptiborðinu.

ÖMMUSTÓLLINN – BABYBJÖRN: Þessi stóll var endalaust notaður á okkar heimili og fylgdi okkur hvert sem er, bæði innan heimilisins og einnig þegar við fórum í heimsóknir. Hann er núna í smá pásu þar sem Aþena Röfn er orðin aðeins of stór til að vera bundin í honum – en verður tekinn aftur í notkun þegar hún getur labbað og fengið sér sjálf sæti í honum. Fyrir mitt leyti var ömmustóll must have fyrstu mánuðina.

MATARSTÓLLINN – STOKKE TRIPP TRAPP: Við Arnór sátum bæði í Tripp Trapp langt fram eftir aldri og vorum því alltaf ákveðin í að Aþena Röfn fengi svona stól. Við vorum síðan svo heppin að fá hann í babyshower gjöf. Snilldin við stólinn er fyrst og fremst að hann vex með barninu. Í byrjun vorum við með ungbarnasæti sem við elskuðum og Aþenu leið svo vel í, það var svo notalegt að hafa hana með okkur við matarborðið . Núna höfum við skipt því sæti út fyrir það næsta þannig að hún situr upprétt við borðið. 

BÍLSTÓLLINN – MAXI COSI PEBBLE PLUS: Þeir eiginleikar sem við vildum í bílstól voru að hann væri léttur og öruggur. Tvær vinkonur mínar voru með Pebble Plus og töluðu vel um hann og í staðinn fyrir að flækja hlutina keyptum við bara eins. Við keyptum svo millistykki til að geta smellt honum á Bugaboo grindina, sem var mjög sniðugt þegar hún var minni og maður þurfti að skreppa aðeins en nennti ekki að taka allan vagninn með. 

VAGNPOKINN – 66°NORÐUR SVANUR: Dúnpoki sem passar í vagninn, kerruna og bílstólinn. Samkvæmt mömmuhópunum sem ég er meðlimur í er þessi poki númer eitt hjá flestum íslenskum mæðrum. Ég sé það bara á Aþenu hvað henni líður vel í pokanum, hann er svo mjúkur og hlýr. Pokann fengum við í samstarfi við 66°Norður en ég hef unnið með þeim í mörg ár.

BABYZEN YOYO+: Við ferðumst mikið til Íslands og í nóvember ætlum við mæðgurnar í smá frí. Við keyptum því Yoyo+ kerruna frá Babyzen í Petit í síðustu Íslandsheimsókn og erum ótrúlega ánægð með kaupin. Þessi kerra leggst saman með einu handtaki og kemst upp í hólf í flugvélum. Þegar við erum hérna heima í Malmö er kerran svo í skottinu og er fullkomin í smá-stúss. Ég mæli heilshugar með þessari kerru, sérstaklega við þá sem eru á töluvert á ferðalagi eins og við.

Svo langar mig að nefna það að til að byrja með þarf maður svo ótrúlega lítið og svo er auðveldlega hægt að nálgast aðra hluti þegar líður á og maður finnur þörfina fyrir þá. Til dæmis föt í stærri stærðum, allt tengt mat (nema kannski pela til öryggis), alls kyns dót o.s.frv. Svo eru ekki allir sem finna þörf fyrir ömmustól, ferðakerru eða burðarpoka á meðan aðrir nota það mikið. Að lokum er margt sem maður notar í svo stuttan tíma og ég mæli hiklaust með því að fá dót að láni frá fólkinu í kringum ykkur ef það stendur ykkur til boða.

Andrea Röfn

Instagram @andrearofn

GOSH COPENHAGEN

Skrifa Innlegg