fbpx

TÍMAMÓT

ANDREA RÖFNPERSÓNULEGT

Gleðilegt ár!

Árið mitt byrjar vel og rólega, ég er smám saman að koma mér í rútínu eftir jólin og ferðalögin sem fylgdu þeim. Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem ég er ekki að gíra mig í skóla á þessum tíma árs, en ég kláraði viðskiptafræðina í nóvember og bíð spennt eftir útskriftinni sem er í febrúar. En að koma sér í rútínu er ekkert sjálfsagður hlutur fyrir mig þessa dagana og hefur ekki verið það í smá tíma. Við erum búin að pakka niður íbúðinni í Grikklandi og næsti áfangastaður er Malmö, Svíþjóð, þar sem Arnór er búinn að skrifa undir samning til næstu ára. Þar byrjum við á hótel lífi þangað til við finnum okkur heimili. Það mætti því með sanni segja að við búum í ferðatöskum þessa dagana. Svo er ég á fullu að losa herbergið mitt hérna á Íslandi af alls kyns gömlu dóti svo að litli bróðir minn og kærastan geti gert eitthvað sniðugt við kjallarann.

Þetta eru allt einhvers konar tímamót í mínu lífi. Enginn skóli, nýtt land og nýtt heimili. Ég hef alltaf átt smá erfitt með breytingar en núna er ég full tilhlökkunar, bjartsýn og hamingjusöm. Það verður yndislegt að vera í Svíþjóð, nálægt fólkinu mínu bæði þar í landi og í Kaupmannahöfn og ég tala nú ekki um hvað það verður einfalt að hoppa heim til Íslands, hvað þá að fá heimsóknir þaðan.

Póstur á persónulegu nótunum til að kickstarta árinu!

Andrea Röfn

Endilega fylgist með mér á instagram – @andrearofn

OUTFIT - CAPE TOWN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Halla

    11. January 2018

    Gangi þér vel Andrea.