fbpx

OUTFIT – CAPE TOWN

OUTFIT

Ég er stödd í Suður-Afríku með fjölskyldunni og vinafólki þar sem við njótum lífsins og spilum nóg af golfi. Á Þorláksmessu kíktum við í Old Biscuit Mill sem er markaður með alls kyns fallegum afrískum vörum ásamt vörum annars staðar að. Mér tókst að kaupa nokkra fallega hluti fyrir heimilið ásamt jólakjól og nokkrum jólagjöfum. Ég er búin að vera dugleg að safna í búið af afrískum vörum hérna úti og langar að sýna ykkur þær þegar ég er búin að koma þeim fyrir á heimilinu.

Outfittið þennan daginn: buxur frá Libertine Libertine, bolur H&M, skór Gucci og sólgleraugu Han Kjøbenhavn.

Andrea Röfn

IT'S THE SEASON

Skrifa Innlegg