fbpx

OUTFIT

AÞENA RÖFNOUTFIT

Við litla fjölskyldan kíktum til Kaupmannahafnar í fyrradag. Þetta var þriðja skiptið okkar mæðgna þar á einni viku, það er bara svo auðvelt að fara á milli, meira að segja með barn og allt sem því fylgir. Við kíktum aðeins í búðir og á kaffihús og Aþena Röfn naut sín í botn í magapokanum framan á pabba sínum. Hún stefnir í ansi góðan heimsborgara enda alltaf á flakki með foreldrum sínum. Svo er þetta hennar uppáhaldssvipur þessa dagana:

Buxur: Won Hundred
Jakki: Libertine Libertine // Húrra Reykjavík
Skyrta: Norse Projects // Húrra Reykjavík
Skór: Nike
Taska: Chanel

Ég er svo heppin með þessi tvö að ég á erfitt með að koma því í orð <3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

SKÍRN AÞENU RAFNAR

Skrifa Innlegg