fbpx

OUTFIT

MEÐGANGANOUTFITSAMSTARF

Um helgina fögnuðum við vinahópurinn nýútskrifaðri vinkonu úr meistaranámi við Copenhagen Business School. Við vorum báðar staddar á Íslandi en annars býr hún enn í Kaupmannahöfn. Mér finnst ég svo heppin að hafa bestu vinkonu mína hinum megin við brúna. Ég klæddist kjól frá Hildi Yeoman og paraði hann við skó frá íslenska merkinu Kalda. Það er eitthvað extra skemmtilegt við að klæðast íslenskri hönnun og hvað þá merkjum sem ég hef setið fyrir hjá í gegnum tíðina – fyrir mismörgum árum :-)

 

Annars fer bumban stækkandi og í dag er ég komin rúmlega 18 vikur. Ég get ekki mælt meira með rúllukragakjólunum frá Hildi og ég mun án efa nota þennan kjól fram að síðasta degi meðgöngunnar. Hann er líka til í þessu fallega fjólubláa printi:

Annars er ég líka yfir mig hrifin af þessum tveimur sniðum. Fyrri kjólinn er hægt að binda á þrjá vegu og stilla síddina sjálfur. Sá seinni er to die for – gerir mann eitthvað svo tignarlegan. Sammála? Kjólarnir fást allir í Yeoman, Skólavörðustíg.

Andrea Röfn

OSLO X H&M

Skrifa Innlegg