fbpx

LÍFIÐ

ANDREA RÖFNAÞENA RÖFNPERSÓNULEGT

Janúar er að klárast en hingað er ég mætt í fyrsta bloggi ársins að óska ykkur gleðilegs árs. Hingað til hef ég ekkert haft á móti þessum fyrsta mánuði ársins, bróðir minn og bestu vinkonur fagna afmæli í janúar, það er alltaf nóg að gera og tilhlökkun fyrir nýju ári ræður ríkjum hjá mér. Þessi mánuður hefur hins vegar verið eitt stórt bíó hingað til með ferðalaga-örðugleikum, týndum ferðatöskum, veikindum hjá Aþenu Röfn og smá óhappi sem endaði með heimsókn á slysó. Ég er ekki vön því að blogga um eitthvað svona „neikvætt“ en  er ekki bara best að sýna raunveruleikann eins og hann er? Annars vil ég meina að það sé ágætt að byrja árið á skelli því þá hlýtur leiðin að liggja upp á við! Haha. Við fjölskyldan erum að minnsta kosti komin heim til Malmö, en við mæðgurnar höfðum verið að heiman síðan 30. nóvember. Sex vikur fullar af samveru með fólkinu okkar að baki, við fögnuðum fyrstu jólum Aþenu Rafnar í faðmi fjölskyldunnar í Florida og milli jóla og nýárs kom tengdafjölskyldan út og slóst með í fjörið. Hugurinn og hjartað eru full af þakklæti og yndislegum minningum.

Nokkrar myndir frá síðustu vikum –

Fyrst á dagskrá á Íslandi var að sjá stjörnur Þjóðleikhússins eiga stórleik í Atómstöðinni. Ebba Katrín og Hildur Vala fengu okkur Katrínu til að tárast úr stolti í salnum. Enn bættist á vinkonustoltið í vikunni eftir þegar Indíana Nanna gaf út bókina sína Fjarþjálfun. Ég hlakka svo til að fylgja æfingum og uppskriftum úr bókinni – fyrst á dagskrá verður 4 vikna hlaupaplanið hennar, mig langar svo að verða betri í að hlaupa.

Sumarbústaður, kaffihúsadeit og jólagjafainnkaup voru aðallega á dagskrá. Ég nýtti einnig tímann í að selja í Extraloppunni og mæli heilshugar með því fyrir þá sem vilja losa sig við gamlar flíkur og gefa þeim nýtt líf. Algeng spurning sem ég fæ á Instagram eru út í yfirhafnir okkar mæðgnanna. Úlpan mín er Askja frá 66°Norður og gallann hennar Aþenu Rafnar fengum við frá Petit.is

Fjölskyldan í Florida – golf, gott veður (oftast!) en fyrst og fremst samvera með fjölskyldunni.
Jólakjóllinn minn er frá Acne Studios – þessi hér. Áramótakjóllinn er frá & Other Stories og skórnir líka.

Hversdagsleikinn tekinn við og ég er líka að elska það. Við skelltum okkur á landsleik Íslands á EM hérna í Malmö og erum strax búin að fá yndislega heimsókn frá góðum vinum. Mamma er svo hjá okkur í þessum skrifuðu orðum en fluginu hennar í dag var aflýst. Við grátum það ekki enda einum of notalegt að hafa hana hjá okkur.

Þangað til næst og gleðilegt ár

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

MÓÐURMÁL

Skrifa Innlegg