fbpx

HILDUR YEOMAN – CHEER UP!

OUTFITSAMSTARF

Samstarf við Hildi Yeoman

Ein af þeim verslunum sem ég heimsæki alltaf þegar ég er á Íslandi er Yeoman á Skólavörðustíg. Þessi fallega verslun er í miklu uppáhaldi hjá mér og merkið hennar Hildar Yeoman sérstaklega. Ég kíkti þangað í síðustu viku til að skoða nýjustu línuna hennar, Cheer Up! Fyrir átti ég þennan topp sem ég skartaði á strönd hér í Svíþjóð fyrr í sumar og skrifaði um hér, en mamma sendi mér hann í miðju covid volæðinu sem gladdi mig svo sannarlega. Algjört Cheer Up! Línan er gríðarlega skemmtileg og litrík og kemur manni hreinlega í gott skap. Um er að ræða línu sem er ekki eingöngu hugsuð sem sumarlína, hún heldur áfram og við hana munu bætast stílar þegar það fer að hausta. Þá megum við búast við dekkri litum og meira knitwear. Ég er að elska þessa hugsjón. Hérna eru nokkrar af mínum uppáhalds flíkum:

Yeoman er á Skólavörðustíg 22b en vöruúrval Hildar Yeoman er einnig hægt að skoða hér.

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

MYNTO ÓSKALISTINN

Skrifa Innlegg