Á morgun(!) koma vörur hátískuhönnuðarins Isabel Marant í verslanir H&M. Það eru margir búnir að bíða með örvæntingu eftir þessum degi 14.nóvember, þar á meðal ég. Ég tók smá forskot á sæluna þegar að ég heimsótti showroom H&M í París í síðasta mánuði. Þetta er það sem koma skal og nú er síðasti séns á að gera upp við sig hvað má leyfa sér.
FYRIR HANA:
Línan er mjög í anda hönnuðarins en hún notar sambærileg munstur og snið og hún er vön. Dömulínan er mjög stór og úrvalið mikið og meira en hefur áður tíðkast í þessum samstörfum H&M við hátískuhönnuði. Barnafatnaðurinn heldur sama anda og línan í heild sinni, en þó að hún sé fasjón þá passar Marant að fara ekki yfir línuna hvað varðar þægindi fyrir blessuð börnin.
Þetta er í fyrsta sinn sem Marant hannar herrafatnað. Línan er einnig innan þægindarammans, einfaldar flíkur í bland við smávægilegt twist: munstur, leður og prjón.
Eitthvað fyrir alla – það er eins gott að vanda valið!
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg