fbpx

GRÁTT EN GEGGJAÐ GETAWAY

LÍFIÐPERSÓNULEGTSAMSTARFTRAVEL

Ég held áfram að elta ´úti á landi orkuna´ alltaf þegar ég kemst frá hraðanum í borginni. Mér finnst þetta snúast um að gefa sér tíma til að hlaða batteríin, líka þá daga þegar maður heldur að það sé ekki í boði. Ef maður lætur ekki verða af smá fríi af og til þá frekar lendir maður á vegg síðar – ég finn að ég kem ferskari til leiks þegar ég slekk aðeins á hausnum og endurhleð af og til. Það hefur verið mikil keyrsla á okkur í vinnu og framkvæmdum  síðustu vikurnar en þennan sólahring um helgina fullnýttum við vel í útiveru, góðan mat og dásamlega samveru með vinum. Mæli með að passa upp á sig með þessum hætti –

 

Check in ..

Takk fyrir að taka á móti okkur (samstarf) Seljalandsfoss Horizons, meðmælin um þennan stað fengum við frá fylgjendum mínum á Instagram sem greinilega eru með hlutina á hreinu. Þetta var fullkomið fyrir tvö pör í barnlausu fríi en ég væri líka til í að upplifa það að koma með krakkana – góð hönnun á litlu húsi sem rúmar fjóra mjög vel.

Fjögur sem dýrka að ferðast saman .. oftast eru blessuð börnin með í för en ekki í þetta sinn  ..

Seljalandsfoss og ekki var xxx síðri (staðsettur nokkrum metrum frá)

Elísabet the explorer ..

Late dinner – basic er best.
Rucola, avókató, kjöt, góð olía og góður parmesan

Sundays .. ☕️

Aftur, basic er best: Egg, beikon og hrein grísk jógúrt með ferskum jarðaberum – mmmm…

Sunnudags-sund-sprettur – fyrsta sinn hér og elska það  .. 

Niceland.

Bolli fyrir brottför ..

Tími til að kveðja. Herbergi með útsýni.

Orka. 


Mæli með að gefa sér sólarhring í svona – mitt G vítamín, engin spurning.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

MORGUNSTUND

Skrifa Innlegg