Færslan er unnin í samstarfi við Meistaramánuð Íslandsbanka
MEISTARAMÁNUÐUR Íslandsbanka hefst í dag, 1.febrúar, og ég ætla að taka þátt!
Um Meistaramánuð:
” Markmiðin þín geta verið stór og smá, stutt eða löng. Þú setur reglurnar – þetta er þinn Meistaramánuður. Meistaramánuður snýst ekki bara um að taka vel á því í ræktinni eða taka mataræðið í gegn heldur líka litlu hlutina — eins og að eyða meiri tíma með fjölskyldunni eða lesa loksins bókina sem þú ætlaðir þér alltaf að lesa. “
___
Ég er á þeirri skoðun að við eigum auðvitað að vera meistarar allt árið um kring. Þetta getur þó verið góð leið til að koma sér í verkið, setja sér markmiðin og vonandi geta staðið við þau lengur en bara þennan mánuð. Þetta fékk mig allavega til að setjast niður og hugsa – sem ég tek mér því miður ekki oft tíma í. Ég passaði mig að setja mér ekki of háleit markmið og var raunsæ – sé mig auðveldlega getað staðið við þessa hluti og verða síðan örlítið betri útgáfa af sjálfum mér í framhaldinu.
Ég hef fylgst með Meistaramánuði síðan ungir frumkvöðlar störtuðu honum fyrir nokkrum árum. Mér fannst þetta og finnst þetta frábær hugmynd og það er svo gaman hvað hún hefur haldist lengi á lífi. Það geta allir tekið þátt í Meistaramánuði og það fer eftir hverjum og einum hvernig farið er að því.
Litlir hlutir eins og “ekki snooza í febrúar” er gott dæmi um að vera með án þess að það kosti mikinn tíma eða orku. Ég heyri nefnilega oft setninguna: “Nei, ég verð ekki með – ég hef ekki tíma að þessu sinni”. Við höfum alltaf tíma og það er einmitt það sem ég ætla að einbeita mér að í ár. Ef ég tek hreyfingu sem dæmi þá hef ég verið að reyna að predika það fyrir mína fylgjendur að maður þurfi ekki nema hálftíma til að ná ágætis æfingu og vera bara á fullu allan tímann. Það þarf víst ekki að sigra heiminn á öllum æfingum. Ég borða síðan frekar hádegismatinn við tölvuskjáinn í staðinn. Þetta er kannski ekkert rosalega gott hollráð en þetta snarbreytti mínu lífi. Þegar ég fór að gefa mér tíma fyrir líkamlega hreyfingu varð hausinn skýrari og ég vann meira og betur í mínum verkefnum yfir daginn. Ég mæli með að þið prufið þetta – kannski núna í febrúar? Nú þegar hafið þið nokkur sent mér og eruð farin að stunda þetta eftir að ég hef verið virk í að deila mínum stuttu æfingum með ykkur á Instagram story – það gleður mig að heyra.
Í ár ætlar Meistaramánuður að vinna með skemmtilega nýjung, hverjum og einum sem tekur þátt í Meistaramánuði verður gefinn ákveðinn titill. Mér var gefinn Meistara titillinn: Meistari hins vel nýtta tíma! Mér finnst það passa ágætlega því ég hef lagt það í vana minn að fullnýta allar mínútur í sólahringnum og í febrúar ætla ég all in hvað það varðar. Þarna horfi ég á fjölskyldu, vinnu og hreyfingu sem aðal áherslupunktana.
Munið að skrifa ykkar hugmyndir niður á blað og best er að hengja miðann á sýnilegan stað á heimilinu. HÉR má nálgast dagatal til að prenta út. En eitt af mínum markmiðum í Meistaramánuði er að nota dagbókina mína. Ég kaupi alltaf dagbók í byrjun árs en nota þær alltof lítið og þær detta alltaf út áður en langt er liðið á árið. Ég ákvað því að skrifa markmiðin mín þar að þessu sinni.
MINN MEISTARAMÁNUÐUR – Markmið fyrir febrúar 2019… og áfram.
- Nota þessa dagbók – skipulag.
- Drekka vatn.
- Hrósa.
- Hreyfing – minnst 30 mínútur, 4-5 sinnum í viku.
– nýta hádegið
– hlaupa 10 km 1x í viku (það hentar mér af því að ég elska það en gef mér sjaldan tíma í það) - Sund með fjölskyldunni 1x í viku.
- Vinna – halda dampi.
– 3 megin markmið sem ég ætla að byrja á en má ekki gefa upp hér á blogginu alveg strax. - Stóra markmiðið!
– Slökkva á samfélagsmiðlum klukkan 22:00 á kvöldin (undantekning í vinnuferðum því þá nýti ég kvöldin í vinnu sem fer fram þar) - Fleiri deit kvöld með eiginmanninum (markmiðið á undan mun skila þessu að sjálfu sér – winwin)
Ætlar þú að taka þátt í Meistaramánuði? SMELLTU HÉR fyrir frekari upplýsingar. Áfram þú!
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg