Á netrúnti mínum með morgunbollanum rakst ég á tvær áhugaverðar tilkynningar sem ég ætla að deila með ykkur.
The Row Menswear
Sú fyrri var frá systrum sem skipa stóran sess í mínum unglingsárum. Þær Ashley og Mary-Kate voru einhvern veginn tískufyrirmynd allra stúlkna á þessum árum en farið hefur minna fyrir þeim siðustu árin. Þær standa á bakvið tískuhúsið The Row og þó ég eigi ekkert frá merkinu þá er ég mikill aðdáandi. Vörurnar eru auðvitað með háan verðmiða en þetta eru oftast vandaðar, tímalausar og klassískar vörur úr fallegum efnum og sniðum – minn kaffibolli.
Fréttirnar eru semsagt þær að The Row mun í fyrsta sinn kynna herralínu fyrir FW 2018. Á síðunni má finna sneakpeak myndir sem lofa góðu. Það virðist vera sama uppá teningnum hjá herrunum – tímalaus klassík.
Acne Studios X Fjällräven
Síðari fréttin var síðan afar áhugaverð að mínu mati. Tvö merki sem ég kann virkilega vel að meta ætla að vinna saman og það verður áhugavert að sjá útkomuna. Acne hefur ratað meira og meira í skáp okkar Gunna eftir flutninga okkar til Svíþjóðar, merkið passar vel við okkar stíl. Fjällräven töskurnar virðast síðan vera ódauðlegar, bæði hvað varðar endingu og stíl.
Línan verður sýnd þann 30. ágúst og síðan væntanleg í verslanir í byrjun september.
Þetta var helst í tískufréttum þennan daginn. Hvað finnst ykkur um svona færslur, eitthvað sem má vera meira af á Trendnet? Ef svo er, smellið þá endilega á “líkar þetta” hnappinn eða hjartað neðst í færslunni.
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg