WHY HAVE THERE BEEN NO GREAT WOMEN ARTISTS?
Með þessum orðum opnaði franska hátískuhúsið DIOR sýningu sína fyrir SS18 á tískuvikunni í París. Heildarlúkkið var frábært, eitthvað svo franskt og gæti ég vel séð mig klæðast öllu dressinu.
Listrænn stjórnandi Dior, Maria Grazia Chiuri, komst í heimspressuna í september fyrir ári síðan þegar fyrirsætur merkisins klæddust bol með áletruninni “We are all feminists”.
Grazia Chiuri nýtir sína aðstöðu til að styðja baráttu kvenna og í þetta skiptið fær hún innblástur frá feministanum og listfræðingnum Lindu Nochlin sem skrifaði grein árið 1971 undir titlinum “Af hverju hafa ekki verið til neinir miklir kvenkyns listamenn?”. Greinin var brautryðjandi á sínum tíma enda ekki venja að velta þessu fyrri sér. Linda gagnrýndi listaheiminn fyrir sexisma og lagði áherslu á þær hindranir sem konur mættu við að skapa og kynna sína list. Hún talaði um að það væri kyn listamannsins sem réði því hvort verkin voru talin áhrifarík í listasögunni.
Nochlin var hugrökk kona á sínum tíma og hvet ég áhugasama til að kynna sé hennar boðskap betur. Ef maður hugsar útí það þá virðast flestir merkustu listamenn sögunnar vera karlkyns og nöfn þeirra afbragðs kvenkyns listamanna sem komu fram hafa ekki ratað í bækurnar.
Dior vill með þessu einnig benda á ástandið í dag og þar var nefnt sem dæmi staða kvenna í kvikmyndaheiminum, stórfyrirtækjum eða jafnvel stjórnunarstöðum í tískuheiminum. Heimurinn sem er drifin áfram af kaupum kvenna á sama tíma og kvenkyns hönnuðir fá mun færri tækifæri en karlkyns. Chiuri er sú fyrsta til að stjórna Dior og ætlar greinilega að láta til sín taka og er með sín baráttumál á hreinu.
Ég er að fíla þetta attitude frá Chiuri – hún á eftir að ná langt með Dior og gefur mér og vonandi ykkur líka mikinn innblástur. Áfram svona!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg