fbpx

VIÐTAL: MAN MAGASÍN

MAGAZINE

11225866_10152912106127568_2047847176_n

Ég fór í létt spjall við MAN magasín á dögunum. Spjallaði svo óvart heilan helling og úr varð aðeins lengra viðtal um allskonar.

Hér að neðan fáið þið spurningar og svör –

photo
Jakki: Mango, T shirt: Moss by Elísabet Gunnars, Stuttbuxur: Monki
….

Starf?
Bloggari og eigandi vefsíðunnar Trendnet. Þar sem ég sé um utanumhald og daglegan rekstur. Síðustu árin hef ég tekið að mér ólík persónuleg verkefni sem einskonar tískuráðgjafi með íslenskum fyrirtækjum. Ég hef gaman að því að fara óhefðbundnar leiðir í markaðssetningu og hef fengið tækifæri sem mig óraði ekki fyrir vegna hugmynda sem verða að veruleika.
Auk þess er ég útskifaður Viðskiptafræðingur, handboltafrú í Þýskalandi og mamma Ölbu.

Stjörnumerki?
Naut

A eða B týpa? Ég held að ég sé þarna mitt á milli. Ég væri til í að skilgreina C týpu. C týpan vaknar alltaf snemma og er skipulögð þegar mikið er fyrir stafni en finnst voða gott að sofa út og taka því rólega þegar tækifæri gefst til.
Ég vill hafa allt í röð og reglu en vinn samt sem áður best undir pressu. Mín vinna einkennis svolítið af törnum og þá skipti ég yfir í harða A týpu.

Uppáhalds matur?
Ömmumatur

Segðu okkur frá ferlinu sem þú fórst í gegnum við að hanna fatalínuna þína í samvinnu við MOSS?
Fyrsti fundur fór fram í tískuborginni París í þáverandi heimalandi mínu fyrir rúmu ári síðan. Ég var strax í upphafi ákveðin í því hvernig ég sá línuna fyrir mér. Ég reyndi að finna þær flíkur sem ég tel vera mikilvægar í fataskápinn og lagði fram ákveðið margar flíkur fyrir samstarfsaðila mína sem teiknuðu upp sniðin eftir mínu höfði. Ég var mögulega erfið á einhverjum tímapunktum, en ég fékk stundum nokkrar prufur í hendurnar frá framleiðslunni úti áður en ég var orðin sátt við útkomuna. Að lokum skilaði það sér í fatalínu sem inniheldur 11 flíkur sem ég er 110% sátt við.

Segðu okkur frá hvaða verkefni bíða þín á næstunni? 
Á Trendnet er ég að vinna í því að koma að tveimur sumarbloggurum í loftið þessa dagana – þeim Linneu Ahlen og Evu Laufey Kjaran. Ég hlakka til að bjóða þær velkomnar með nýjar nálganir á okkar fjölbreyttu síðu.
Í mínum persónulegu verkefnum bíður margt spennandi sem ekki má segja frá enn sem komið er – það er því miður oft þannig með mín verkefni að þau eru leyndarmál fram á síðustu stundu, þannig vissu t.d. ekki mínar bestu vinkonur að ég væri að gefa út Moss línuna.

Hvað þykir þér mikilvægt að eiga í fataskápnum?
Basic t shirt, leðurbuxur og nóg af yfirhöfnum. Þessa dagana gæti ég vel gengið í t-shirt og leðurbuxum alla daga og skipt reglulega um skó og yfirhöfn. Basic er best!

.. en á heimilinu?

Á mínu heimili verð ég að segja góð kaffivél. Núna á ég Nespresso og gæti ekki verið ánægðari en dreymir smá um alvöru kaffihúsavél. Annars vil ég hafa huggulegt í kringum mig og þar spila blóm og kertaljós stórt hlutverk.

Hvert þitt ráð að bæta andlega og líkamlega heilsu?
Hjá mér eru það útihlaupin sem koma mér í gegnum vikurnar. Bæði líklamlega og andlega. Á sama tíma og þú ræktar líkamlega heilsu þá hreinsa ég hugann á hlaupum. Þar fæ ég líka bestu hugmyndirnar í kollinn. Mæli með !
Mér finnst líka frábært að hafa rólega og þæginlega tóna í eyrunum á meðan, peppmúsikin gerir ekkert fyrir mig.

Hvert er þitt trikk að koma þér í ræktarskóna og útum dyrnar á mjög lötum degi?
Á mjög lötum degi dreg ég fram yoga dýnuna og æfi í mínu zone-i heima. Minni áreynsla en gefur mikið.

Hvað er væntanlegt hjá þér?
Ég er byrjuð að bíða spennt eftir sumarfríi sem nálgast óðum. Á óskalistanum er tvennt
Að ná að skoða fallega landið mitt á fallegum sumardegi.
Fara í frí til sólarlanda.. draumurinn er Ítalía – sveit – sundlaug – strönd – bók – afslöppun.

Hvað sérðu þig fyrir þér eftir 10 ár?
Það er ómögulegt að segja en vonandi verð ég hamingjusöm frú Jónsson með 2-3 börn í fallegu húsi einhvers staðar í Evrópu.

Einhver heillarráð til lesenda að lokum?
Brostu framan í heiminn þá brosir heimurinn framan í þig !

Takk fyrir mig MAN Magazine. 



Meira: HÉR



xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

DÝRIÐ

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Andrea

    15. May 2015

    Flott viðtal við flotta konu <3