fbpx

FLUTNINGAR

LÍFIÐ

… Úff hvað flutningar geta farið í mínar fínustu.
Frakkland er ekki aðeins eintóm sæla heldur hef ég flutt úr skipulagðasta landi í heimi(Svíalandi) yfir í fyrr má nú vera seinagang  þegar að kemur að öllu skipulagi. Og þið lendið í því að hlusta á kvartið í mér – SORRY með það.
Ég er semsé ekki ennþá komin með net þrátt fyrir að maðurinn á heimilinu hafi sótt um það fyrir mánuði síðan – þetta hlýtur að vera eitthvað skvakalega hratt og flott tenging sem að við fáum svo að lokum. Þið heppin þar :)

Það sem að er jákvætt við netleysið er að í staðin höfum við reynt að vera dugleg heima. Það þarf jú aldeilis í nýju íbúðinni þar sem að við sjálf þurftum meira að segja að splæsa í heilt eldhús – engar innréttingar til staðar í leiguíbúðum hér í landi.
Thank god for IKEA !!

Aldrei að vita nema að ég gefi ykkur myndir.
Seinna, þegar að allt er nokkuð reddý.

Það er endalaust hægt að skoða falleg heimili og fá hugmyndir af sniðugum lausnum.

xxx,-EG-.

PROENZA SCHOULER

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Ragga

    23. August 2012

    Ömmm, sorry að ég spyr eins og einhver mölbúi en “ekkert eldhús í leiguíbúðum”?! Er svoleis bara alveg í laginu?!?

  2. Edda Sigfúsdóttir

    23. August 2012

    Meiri vitleysan að hafa ekki innréttingar í leiguíbúð, það góða er allavega að þið munið að minnsta kosti ekki lenda í ljótri innréttingu;) Ég er sammála því að Svíjarnir eru skipulagðir en þeir geta nú heldur betur látið bíða eftir sér líka..Það tók þá tvo mánuði að gera eitthvað hér í íbúðinni okkar sem tekur 5 daga að gera heima á Íslandi..fyrir utan það hvað þið þurftum að bíða eftir þvottavélinni lengi..Ég held að Íslendingar séu bara extra snöggir í að drífa í hlutunum..mikið erum við heppin að koma frá þannig landi og hafa það “eðli”..en þó leiðinlegt fyrir okkur þegar við förum svona í önnur lönd og þurfum að bíða og bíða!
    Það verður gaman hjá ykkur þegar netið er mætt og það mesta búið í íbúðinni, gangi ykkur vel elskurnar mínar!

  3. Elísabet Gunnars

    24. August 2012

    Það er auðvitað svakalega sérstakt Ragga.
    Haha Edda, ísland, best í heimi