Það voru sorglegar fréttir sem ég (og við öll) vaknaði við í morgun þegar ég las um fráfall leikarans Robin Williams.
Mér fannast fréttirnar sérstaklega óþæginlegar fyrir þær sakir að í gærkvöldi “sat hann til borðs” með okkur fjölskyldunni yfir matnum á spænsku Tapas veitingahúsi í Köln. Gunnarsdóttir yngri fær gjarnan að taka með ferðaspilara þegar við fjölskyldan förum út að borða á kvöldin. í þetta skiptið valdi hún Mrs. Doubtfire með sér, en það þótti mér ótrúleg tilviljun, en við ræddum það einmitt að við værum meira en til í að fylgjast með myndinni með henni, enda æðisleg mynd.
Þetta er því miður eina myndin sem var tekin um kvöldið ….
Mrs. Doubtfire er án efa minn uppáhalds karakter sem herra Williams lék, en ég gat horft aftur og aftur á myndina þegar ég var yngri. Það var einmitt ástæðan fyrir því að ég keypti myndina fyrir döttur mína og hefur hún ekki síður gaman af henni.
Frábær skemmtun og fallegur boðsskapur. Susanna vinkona mín sagði okkur yfir matnum að við ættum von á framhaldi fljótlega? Líklega missum við af því ef upptökur voru ekki byrjaðar.
R I P.
Skrifa Innlegg