fbpx

VILT ÞÚ VINNA 120.000 KR. GJAFABRÉF?

ÓskalistinnUppáhaldsVerslað

***UPPFÆRT*** Búið er að draga úr leiknum. 

Mér líður smá eins og jólasveininum eftir frábært símtal þar sem ég tilkynnti henni Birnu Sigurbjartsdóttur að hún hafi unnið 120.000 kr. gjafabréfið í bestu verslunum Hafnarfjarðar. Það er svo sannarlega mikið skemmtilegra að gefa en að þiggja og ég gæti hugsað mér að eiga svona símtöl alla daga:)
Ég vil þakka ykkur fyrir alveg ótrúlega þátttöku og ef ég gæti þá hefðu allir fengið vinning.
Gleðilega hátíð, og takk fyrir lesturinn!
Jólakveðja, Svana

Hvernig væri nú að taka mjög vel á móti desembermánuði, uppáhaldsmánuðinum á árinu með góðum gjafaleik. Það virðist vera orðinn órjúfanlegur partur af aðventunni að halda einhverskonar jólaleik og mikið sem ég er hrifin af þeirri jólahefð, það er jú sælla að gefa en að þiggja og það erum við líklega flest sammála um. Í þetta skiptið á einn heppinn lesandi von á því að næla sér í 120.000 kr. gjafabréf í fallegustu verslunum Hafnarfjarðar. 

Þið ykkar sem hafið fylgst með mér í nokkurn tíma hér á blogginu hafið mjög líklega heyrt mig tala oftar en einu sinni um fagra fjörðinn minn, ég er nefnilega mjög stoltur Hafnfirðingur og nýti hvert tækifæri til að dásama bæinn minn. Þegar ég ákvað að halda aftur svona stóran gjafaleik í anda þess sem ég hélt í fyrra þar sem hægt var að næla sér í 100.000 kr. gjafabréf kom ekkert annað til greina en að varpa ljósi á þær frábæru verslanir sem eru hér við Strandgötuna í hjarta Hafnarfjarðar. Mig langar í leiðinni til að minna ykkur á það hversu mikilvægt það er að versla líka í sínum heimabæ, hvar sem að þú býrð þó svo að það séu bara nokkrar af gjöfunum sem við setjum undir tréð, það er nefnilega undir okkur komið hvort að mannlíf blómstri í bænum okkar.

Þessar fallegu verslanir sem um ræðir gefa hver 20.000 kr. gjafabréf sem hægt er að nota til að versla inn allar jólagjafirnar og að sjálfsögðu sitthvað á sjálfan sig. Ég tók saman brot af vöruúrvali hverrar verslunar til að þið getið byrjað að leyfa ykkur að dreyma um 120.000 kr. gjafabréfið

Andrea

 ANDREA BOUTIQUE

Andrea Magnúsdóttir er einn færasti fatahönnuður landsins og fallega verslunin hennar á Strandgötunni trekkir að fólk frá öllum bæjarfélögum. Í verslun sinni AndreA Boutique selur hún fatahönnun sína í bland við gott úrval af fylgihlutum og skarti og núna nýlega bættist við heimilislína sem inniheldur einstaka leðurpúða og ullarteppi. Hér getur þú alveg pottþétt geta fundið jóladressið í ár! Hægt er að fylgjast með Andreu Boutique á facebook, hér.

hb

HB-BÚÐIN

HB-búðin er sérsverslun með undirfatnað og er ein rótgrónasta verslun Hafnarfjarðar, hún er einn af þessum földu demöntum en þarna inni má finna ótrúlega vönduð og falleg nærföt, aðhaldsfatnað og náttföt í mörgum stærðum. Hjá þeim keypti ég minn fyrsta alvöru brjósthaldara sem unglingur og það er varla til sú hafnfirska kona sem hefur ekki verslað þarna. Það kæmi sér nú afar vel að eignast ný nærföt og náttföt til að lenda ekki í jólakettinum í ár. Hægt er að fylgjast með HB-búðinni á facebook, hér.

H.H

HEIÐDÍS HELGADÓTTIR – ART PRINTS

Heiðdís Helgadóttir er teiknisnillingur með meiru en þið ættuð flest að kannast við nokkur verk hennar enda hafa þau slegið rækilega í gegn undanfarið og það er hreinlega erfitt að heillast ekki af fallegum fígúrum og einstökum stíl hennar. Í stúdíóinu á Strandgötunni er hægt að versla allar hennar teikningar og ég get lofað ykkur því að það geta allir fundið hjá henni teikningu við sitt hæfi. Hægt er að fylgjast með Heiðdísi teiknisnilla á facebook, hér.

L.H

LITLA HÖNNUNARBÚÐIN

Litla Hönnunarbúðin hlýtur að vera minnsta hönnunarverslun á landinu en í þessu pínulitla húsi við Strandgötuna má finna ótrúlega skemmtilegt úrval af fallegum hönnunarvörum. Sigga Magga sem rekur verslunina hannar sumar vörurnar sjálf en ásamt þeim má finna valdar vörur úr ýmsum áttum til að prýða heimilið og margar hverjar sem ég hef hvergi annarsstaðar rekist á sem gerir þessu verslun svo ótrúlega skemmtilega. Hægt er að fylgjast með Litlu Hönnunarbúðinni á facebook, hér.

siggatimo

SIGGA & TIMO

Siggu & Timo þarf vart að kynna en þau hjónin hafa rekið gullsmíðaverkstæði og verslun sína í hjarta Hafnarfjarðar í fjölda ára. Það er varla til sá hafnfirðingur sem á ekki skart frá þeim en þeim hefur tekist eftir öll þessi ár í bransanum að haldast mjög fersk og koma reglulega með nýjar og fallegar línur. Einn af mínum uppáhaldsskartgripum frá þeim er hálsmen sem ég fékk í sængurgjöf með áletruninni mamma á einni hliðinni og fótspori ásamt nafni sonar míns á hinni hliðinni en þau nota lazervél sem getur grafið í skartgripi fótspor og fingraför. Hægt er að fylgjast með Siggu & Timo á facebook, hér.

útgerdin

ÚTGERÐIN

Nýjasta viðbótin við frábæru verslunarflóruna í bænum er Útgerðin sem opnaði fyrr í haust. Þar má finna gott úrval af allskonar fíneríi þá helst fyrir heimilið þó svo að þarna fáist líka falleg íslensk fatahönnun. Ég gladdist sérstaklega yfir því að fá ástsæla vörumerkið House Doctor í fjörðinn fagra og jólalakkrísinn frá Lakrids by Johan Bülow en eins og þið sjáið á myndinni hér að ofan fæst þarna líka jólaskraut ársins, það er jólakertið Dýri eftir Þórunni Árnadóttur ásamt röndóttum jólakúlum. Hægt er að fylgjast með Útgerðinni á facebook, hér.

 

Ég hvet ykkur eindregið til að kynna ykkur þessar fallegu verslanir og kíkja við í miðbæinn en fyrir utan verslanirnar hér að ofan eru margar aðrar verslanir ásamt frábærum kaffihúsum, veitingarstöðum, bíó, verslunarmiðstöð og listasafni allt í göngufjarlægð. Jólaþorpið er einnig opið allar helgar fram að jólum og og hægt er að fara í hestvagnaverð svo það er tilvalið að gera sér glaðan dag og skella sér í bæjarferð með vinkonunum eða fjölskyldunni í Hafnarfjörðinn.

***

Þá eru það mikilvægu upplýsingarnar:

Til að komast í pottinn þá þarft þú að:

1. Deila þessari færslu.

2. Smella á like-hnappinn á facebook síðu Svart á hvítu ef þú ert ekki nú þegar búin/n að því.

3. Skilja eftir athugasemd með nafni og segja mér afhverju þú átt að hreppa vinninginn, má vera lítil athugasemd! Þó eiga allir jafnan möguleika á því að vinna, þetta gerir bara leikinn örlítið líflegri en að fara í gegnum nokkur þúsund athugasemdir sem segja “já takk”:)

Dregið verður út einn stálheppinn vinningshafi föstudaginn 18.desember sem hlýtur þetta glæsilega gjafabréf.

Með jólakveðju, Svana

***UPPFÆRT*** Búið er að draga úr leiknum. 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

VELKOMINN DESEMBER!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

1,891 Skilaboð

 1. Thorunn Helga Thordardottir

  2. December 2015

  Ji.dúdda.mía. Ég veit ekki hvar á að byrja. Gúrmei flík frá Andreu + nærfatastell undir + litrík mynd eftir Heiðdísi + sem færi við hliðina á mynd af hverfinu mínu upp á vegg + eyrnalokkar í stíl við gúrmei flíkina + litli hátalarinn til að blasta tónlist um jólin. Já takk ;)

  • Anonymous

   2. December 2015

   Ò jà þetta mundi gleðja mig mikið ,Svo gott að versla ì heimabyggð ég à það skilið ég à fimm börn og set mig oftadt ì siðasta sætið .

   • Halldóra Magnúsdóttir

    2. December 2015

    Ég yrði svo hamingjusöm, fótbrotnaði og sleit liðbönd 9 september og er enn óvinnufær það hefur sett strik í marga reikninga og erfiðað aðeins jólin og svo á maðurinn minn afmæli 13 des og ég 14 des þetta væri æðisleg gjöf :)

    • Anonymous

     2. December 2015

     Allt uppáhaldsbúðirnar mínar

     • Írena Björk

      2. December 2015

      Vá þetta væri æðislegt!

     • Auður Björnsdóttir

      2. December 2015

      Allt algjörar draumabúðir sem hægt er að gleyma sér í, væri svo mikið til í að klára síðustu jólagjafirnar í Hafnarfirðinum fagra.

     • Freyja

      2. December 2015

      Já takk!:)

     • Rúna Björt

      8. December 2015

      Var að gefa fullt af mínum fötum og hlutum í fjölskylduhjálp. Er sko safnari og geng enn í fötum úr grunnskóla (er 32ja…) Fannst kominn tími til að hreinsa út en hef enn ekki fengið mér nýtt. Þessi litli aur hverfur alltaf í litlu prinsessuna á heimilinu

    • Sólrún Eiríksdóttir

     3. December 2015

     Já takk

     • Dagný Erla Hjaltadóttir

      3. December 2015

      Já takk væri svo gaman☺

   • Guðbjörg Heimisdóttir

    2. December 2015

    Mikið væri þetta gleðilegt

   • Sólveig Gylfadóttir

    4. December 2015

    Yrði hamingjusöm til æviloka ! Á þetta svo mikið skilið eftir brjálæðisvetur í klásusnum í hjúkrunarfræði ❤️

   • Brynhildur Ara

    8. December 2015

    Já takk

  • Marta Júlía Valsdóttir

   2. December 2015

   Ég er á bótum sem duga mjög skammt þessi jólin. Þess vegna væri svona gjafabréf tilvalið til að gera þessi jól fullkomin fyrir mig og mína ^^

   • Unna

    2. December 2015

    Vá ég myndi Vera svo þakklát. Væri yndislegt að geta notað þetta í sjálfa sig!

    • Arndís Eva

     2. December 2015

     Það væri alveg yndislegt! :)

     • Saga Lind Lovísudóttir

      4. December 2015

      Væri æðislegt að geta gefið fjölskyldunni eitthvað fallegt í jólagjöf þetta árið því maður kemst svo sjaldann í bæinn, Væri óendanlega þakklát <3

  • Þóra Lilja

   2. December 2015

   Váá hvað ég væri til í að vinna allavega einn jólaleik þetta árið og væri ég alls ekkert á móti því að vinna þennan leik! Ég elska að kynnast eitthverju nýju her a Íslandi. Þar sem ég er algjör Reykjavíkurrotta hef ég aldrei versla neitt í hfj og eftir að hafa skoðað þessar fallegu búðir hef ég greinilega verið að missa af miklu. Næsta stopp er hfj að kaupa jólagjafir og því ekki slæmt að fá þennan vinning ❤️

  • kristjana Harðardóttir

   2. December 2015

   Þetta er svaka flott

  • Þóra Sif Guðmundsdóttir

   2. December 2015

   Þessi vinningur myndi koma sér einstaklega vel! Væri gaman að geta gefið fjölskyldunni almennilegar jólagjafir í ár :) Er sjálf rótgróinn Hafnfirðingur og reyni að versla sem mest í heimabænum mínum.

  • Amalía Rut Nielsen

   2. December 2015

   Já takk, kæmi sér rosalega vel <3

  • Fanný Huld Friðriksdóttir

   2. December 2015

   Oh vá hef aldrei unnið neitt, það væri svo æðislegt að fá svona æðislega gjöf! Eignaðist líka barn fyrir mánuði og það væri svo frábært að hressa aðeins uppá fataskápinn og heimilið. Væri svo rosalega glöð að vinna svona flott!

  • Rakel Eyja Þorvaldsdottir

   2. December 2015

   Mikið væri gaman að vinna einusinni :) Èg held ì vonina…

  • Alexandra Arnarsdóttir

   2. December 2015

   Væri frábært fyrir fátækann námsmann sem er nýflutt frá foreldrum :)!

  • Sólrún Erlingsdóttir

   2. December 2015

   Ekkert smá veglegur vinningur og flottar búðir! væri svo til í þetta <3

  • Ragnhildur Ýr Björnsdóttir

   2. December 2015

   Það væri bara dásamlegt að vinna þetta þar sem að við hjónin höfum ekki mikið á milli handanna þessi jól, en viljum samt svo innilega geta gefið fjölskyldunni okkar og hvoru öðru fallegar gjafir :)

  • Anonymous

   2. December 2015

   Þetta myndi koma sér vel eins og fyrir flest alla sem hafa minna milli handanna. Væri gaman að geta glatt fjölskylduna með extra fallegum gjöfum þetta árið. Er að jafna mig eftir aðgerð á fæti og hef því ekki komist í jólagjafaleiðangur, en það væri fínt að vita nákvæmlega hvert maður væri að fara til að velja gjafir :D

  • Sigurlaug Garðarsdóttir

   2. December 2015

   Vá yrði svo hamingjuamur Hafnfirðingur með þessa glæsulega vinninga og svona rétt fyrir jól.
   Geggjaðar búðir í mínum heimabæ ;)

  • Maren

   2. December 2015

   Ég bjó fyrstu 4 árin mín í Hafnarfirði….fyrsta minningin sem ég man af mér er ég út í hrauni í Hafnarfirði..kallaði mig lengi vel Hafnfirðing..þegar ég bjó í rvk tók ég strætó alltaf í Hafnarfjörð í Hb búðina til þess að kaupa mér nærföt…..báðir hringirnir á fingrum mér eru frá Siggu og Tímó… ;) er að fíla allar þessar búðir já takk! ;)

  • Bjartey Elín

   2. December 2015

   Ég hef aldrei verslað mikið í Hafnarfyrði, nema kannski í IKEA. Það væri nú gaman að kynna sér fallegustu búðirnar í Hafnarfyrðinum, þá sérstaklega ef maður á 20.000kr gjafabréf í þær allar

  • Ingibjörg

   2. December 2015

   Lífið er lotterí og ég tek þátt í því

  • Dagbjört Ingvarsdóttir

   2. December 2015

   Æðislegar vörur! Frábær jólagjöf :)

  • Ásta Magg

   2. December 2015

   Hæ hæ, fellow gaflari hér! Væri sko meira en til í þennan pakka :D

  • Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir

   2. December 2015

   Elska að kíkja í Strandgötuna, kemst bara allt of sjaldan. Mikið af skemmtilegum og spennandi búðum. Væri mikið til í gjafabréf þar :)

  • Eva María

   3. December 2015

   Þetta væri alveg frábært! :) Ég á þetta skilið því ég er að fara að eignast mitt fyrsta barn og hef alltaf sett sjálfa mig í allra seinasta sætið! Og ég veit það skánar ekki þegar maður er kominn með barn.. þannig það væri frábært að dekra aðeins við sig áður en krílið kemur :)

  • Þuríður Marín Jónsdóttir

   3. December 2015

   Já ég væri sko til í allt þarna ! Lítur allt geðveikt vel út :D

  • þóra

   3. December 2015

   hversu otrulega geggjað væri að fa svona.. alltaf gaman að bæta fallegu við heimilið :)

   • Sandra Vilborg Jonsdottir

    4. December 2015

    Þetta eru allt svo fallegar búðir. Það myndi gleðja mig svo mikið að fá tækifæri að heimsækja þær allar 6 með gjafabréf í hönd!!

  • Elva Björk

   3. December 2015

   Oh væri svo mikið til!! Elska allar þessar búðir og svo yndsilega flott allt!!

  • Anna Margrét Smáradóttir

   3. December 2015

   Vá hvað það væri æði að kíkja í Hafnarfjörðinn á allar þessar fallegu verslanir og tala nú ekki um að skoða jólaþorpið.

  • Veiga Dögg Magnúsdóttir

   3. December 2015

   Vá hvað ég yrði ánægð þá gæti ég stælað mig og heimilið upp fyrir jólin og keypt restina af gjöfunum

  • Viktoria Gilsdottir

   3. December 2015

   Það væri gaman að koma ástvini eða ættingja á óvart með gjöf frá ykkur ;)

  • Harpa Hrund albertsdóttir

   3. December 2015

   Þreytt mamma með mikla þörf á að stæla sig upp :) mamma má ekki vera púkó ;)

  • Arna Marín Sigurlaugsdóttir

   3. December 2015

   Væri svo til í að vinna, það myndi gleðja mig mjöög mikið :)

  • Marín Dögg Blandon

   4. December 2015

   Væri gaman að geta glatt mömmu og vinkonur með gjöfum frá svona flottum búðum :)

  • sigurbjörg

   4. December 2015

   vaává!!! þetta getur ekki verið satt ! sjúkur vinningur og maður þarf alltaf að gera fallegt heima hja sér og vantar falleg undir fot !!

  • Gudny

   4. December 2015

   Va hvad eg væri til i ad dekra mig sma plus ..nokkrar jolagjafir i leidinni. Væri til i ad setja mig i fyrsta sæti eda allavega annad sæti. þegar madur er vanur ad lata alla adra vera þar.

  • Signý Lìndal

   4. December 2015

   Mikið væri ég til ì að styrkja þessar fallegu búðir í mínum elskulega heimabæ og versla mér allskonar fìnt :)

  • María Ösp Árnadóttir

   4. December 2015

   Væri rosalega til í að vinna :) Væri ekki leiðinlegt að geta fengið svona fyrir fram afmælisgjöf ;)

  • Anonymous

   5. December 2015

   Mig langar svo i verslunarferð í Hafnarfjörðinn!

  • Vigdís Pala Halldorsdottir

   5. December 2015

   Já takk, þetta væri yndislegt

  • inga maría Eyjólfs

   7. December 2015

   nú því mig langar svo að gleðja hana mömmu mína sem á allt það besta skilið :)

  • Sigríður D. Haraldsdóttir

   8. December 2015

   Finnst ég eiga skilið að tríta mig og fjölskylduna mína eftir prófatörn. Væri fullkomin jólagjöf fyrir alla. Takk fyrir :)

  • Erna Sólveigardóttir

   8. December 2015

   já þetta væri ég sko allveg til í :) fara í verslunarferð í mínum “gamla” heimabæ :)

  • Helga úlfarsdóttir

   10. December 2015

   Elska allar þessar búðir og Hafnarfjörð. Myndi gera mig svo óendanlega glaða

  • Anonymous

   18. December 2015

   Það væri yndislegt:)

 2. Ellen Víglundsdóttir

  2. December 2015

  Já takk! Þetta myndi heldur betur opna augun mín fyrir þessum hafnfirsku gersemum, hef aldrei verslað í þessum verslunum en er alltaf á leiðinni;)

  • Þórdís Ómarsdóttir

   2. December 2015

   Allt uppáhaldsbúðirnar mínar. Elska að fá gjafir frá þeim

  • kristjana Harðardóttir

   2. December 2015

   Þetta er frábært Gleðilega aðventu

 3. Guðbjörg Pétursdóttir

  2. December 2015

  Vá vá margt flott þarna sem ég hef ekki séð, en væri til í að eignast allt nýtt fyrir mér, glæsilegar vörur svo að já takk :)

 4. Anna Karen Sigurðardóttir

  2. December 2015

  Þetta kæmi sér vel fyrir nýja heimilið mitt og jafnvel sjálfa mig eftir að ég verð búin að koma börnunum mínum tveimur í heiminn :)

 5. Unnur Guðjónsdóttir

  2. December 2015

  Af hverju ætti ég að vinna? Ég er rosalegt jólabarn sem að fæ ekki margar gjafir. Með þessari jóla/aðventugjöf yrði ég brosandi öll jólin :) Gleðileg jól

 6. Ragga

  2. December 2015

  Mikið sem þetta myndi gleðja mig ! Eftir prófageðveiki síðustu vikna og endalausan lærdóm finnst mér ég eiga það svo skilið að fá svona flottan glaðning!

 7. Rut R.

  2. December 2015

  VÁ!!!! já takk!!!!
  Ég hef ekki alveg svar við því afhverju ég ætti að hreppa vinninginn frekar en einhver annar… :)
  En ég sé margt fallegt af því sem þú taldir upp, bæði fyrir mig og minn og fyrir fjölskylduna. Ég er allavega komin með nokkrar jólagjafahugmyndir núna… takk fyrir það :)

  kv. Rut Rúnars.

 8. Silfá Sól Sólrúnardóttir

  2. December 2015

  Váá jáá takk! En ég myndi vilja nota það til að gleðja æðislegu mommu mína ! :)

  • Arna Gunnarsdóttir

   2. December 2015

   Ég hef aldrei unnið neitt svona áður og þetta myndi hjálpa mér virkilega við jólagjafakaupin

 9. Linda Björk

  2. December 2015

  Þetta væri frábært og myndi gleðja mikið :) tala ekki um að geta hresst uppá sjálfan sig og heimilið fyrir jólin eftir prófatörn! :D

 10. Guðbjörg Lára

  2. December 2015

  Nei sko það væri draumur að vinna gjafabréf í öllum þessum fallegu verslunum.
  Bý í Dubai og væri hæst ánægð að geta verslað restina af jólagjöfunum í íslenskum verslunum og kannski jóladressið á mig. :)

 11. Gabriela Líf Sigurðardóttir

  2. December 2015

  Því ég þarf svo innilega að taka heimilið og fataskápinn í gegn! :D Elska desembermánuð, á 25 ára afmæli núna 11.des og er því mikið jólabarn!

 12. Erla Guðmundsdóttir

  2. December 2015

  Vá, væri þvílíkt til í þetta ! Sjúklega flottar vörur frá öllum þessum búðum :)

 13. Harpa Björg Guðfinnsdóttir

  2. December 2015

  Þetta er allt saman dásamlega fallegt og væri alveg til í að vinna! :) Af hverju, líklega af því ég á það svo innilega skilið – eins og allir hinir líka reyndar ;).
  Gleðileg jól!

 14. Brynja Marín Sverrisdóttir

  2. December 2015

  Það væri alveg dásamlegt að fá gjafabréf í þessum fallegu verslunum í Hafnarfirði, algjör jóladásemd :)

 15. Særún Magnea Samúelsdóttir

  2. December 2015

  Af því ég er æði og á skilið svona flotta gjöf:-)

 16. Bríet Kristý Gunnarsdóttir

  2. December 2015

  Vá hvað ég væri ofboðslega til í að vinna þessi gjafabréf.
  Ég er á fimmta ári í háskólanámi og fjárhagurinn í samræmi við það. Ég gef yfir 30 jólagjafir, sem er geðveiki útaf fyrir sig, en þetta myndi verulega hjálpa til. Það yrði ekkert smá gaman að geta gefið svona fallegar gjafir frá framangreindum aðilum! Ég vona að heppnin sé með mér í þetta sinn.

  Jólaknúz úr prófalestrinum!

 17. Kristín Inga karlsdóttir

  2. December 2015

  Það er svo gaman að skoða bloggið þitt í leit að allskonar innblæstri, sérstaklega þegar mig dreymir um myndir á veggina mína(sem eru þegar fullir).
  Mig dreymir um marga hluti í þessum búðum og þessi vinningur myndi alveg gera daginn minn :)

 18. Þórey Sif Þórisdóttir

  2. December 2015

  Skemmtilegt blogg sem gefur góðar hugmyndir :)
  Mig langar að vinna gjafabréfið til þess að kaupa gjafir handa fjölskyldu og vinum og líka smá fínt í litlu íbúðina mína :)

 19. Silfá Sól Sólrúnardóttir

  2. December 2015

  Váá jáá takk! En ég myndi nota þetta til að gleða æðislegu mömmu mína!:)

 20. Hildur Halldórsdóttir

  2. December 2015

  Vá hvað þetta er rosalega flott gjöf :) Mér þykir alveg ótrúlega gaman að fara í Hafnarfjörðin og rölta um bæinn – það er svo mikil stemmning. Mér þætti sko ekki leiðinlegt að vinna þessa gjöf og kaupa handa mér og mínum eitthvað fallegt úr öllum þessu flottu verslunum :)

 21. Inga Rósa Böðvarsdóttir

  2. December 2015

  Það væri snilld að fá svona jólagjöf og versla eitthvað fallegt til að gefa mínum nánustu um jólin :)

 22. Margrét Fanney Bjarnadóttir

  2. December 2015

  Kæmi sér mjög vel fyrir mig, mig langar að skreyta nýja heimilið mitt með eitthvað af þessum fallegu vörum og dekra við sjálfa mig en það er eitthvað sem ég get ekki leyft mér :)

  Kv
  Margrét Fanney

 23. Dagbjört Ýr Kiesel

  2. December 2015

  Það væri yndislegt að fá vinninginn og hann myndi svo sannarlega gleðja mig og mína! Ég myndi nú sennilega nýta hann í einhverjar jólagjafir afþví eins og þú segir, það er virkilega sælla að gefa en þiggja! :)

 24. Saga

  2. December 2015

  Já takk!! Myndi koma sér vel fyrir í íbúðinni minni og fataskápnum

 25. Heiða María Sigurðardóttir

  2. December 2015

  Ég vinn ALDREI neitt í svona leikjum! Svo er ekki kominn tími til núna? ;)

 26. Maríjon Ósk Nóadóttir

  2. December 2015

  Oh ég elska Hafnarfjörð og svo gaman að sjá hvað bærinn er að blómstra! Ef ég myndi vinna þá myndi ég velja mér mynd frá Heiðdísi snilla og svo deila hinum gjöfunum með fólkinu í kringum mig.

 27. Snæfríður Dröfn Pétursdóttir

  2. December 2015

  Það væri ekkert smá skemmtilegt að lífga upp á heimilið með þessum fallegu vörum! Þetta eru akkurat svona hlutir sem manni langar ótrúlega mikið í en hefur ekki alltaf efni á að kaupa sér. Þetta myndi sko gleðja mikið í prófatíðinni :-)

 28. Sandra Smáradóttir

  2. December 2015

  vá hvað þetta væri góð desember uppbót að fá svona flotta gjöf!!!!!!!! :):)

 29. Unnur Kristjánsdóttir

  2. December 2015

  Þetta er eiginlega of gott til að vera satt !
  Ég fer alltaf í Fjarðarkaup einu sinni fyrir jól (hið minnsta) og væri nú ekki amalegt að bæta þessum dásemdarbúðum við í þá hefð – enda stoltur Hafnfirðingur!
  HB-búðin hefur gefið mér góðar minningar, þá sérstaklega þegar hún bjargaði manni oft á unglingsárunum þegar aðalmálið voru Diesel mjaðmabuxur og t-strengur sem náði vel upp fyrir mjaðmabein! Klassík ;)
  Held það sé kominn tími á nýjar minningar úr yndislegu Strandgötunni.

 30. Svanhvít Elva Einarsdóttir

  2. December 2015

  Að vera í fæðingarorlofi býður ekki upp á að leyfa sér að dekra við sjálfan sig því langar mig að freista gæfunnar hér, jólakveðjur :)

 31. Íris Norðfjörð

  2. December 2015

  Þessi gjöf myndi gleðja mig og aðra sem myndu fá eitthvað dásamlegt úr þessum æðislegu búðum í pakkann sinn :)

 32. Aðalbjörg Guðmundsdóttir

  2. December 2015

  Það væri algjör draumur í dós að vinna þennan stórglæsilega vinning þar sem það væri mjög stutt fyrir mig að fara og nýta hann í jólagjafir og auðvitað í eitthvað fínt fyrir sjálfa mig og nýja heimilið okkar í bestasta bænum! Áfram HFJ! :)

 33. Júlía Ólafsdóttir

  2. December 2015

  Væri ótrúlega gaman að fá gjafabréf í jólagjöf frá þessum fallegu búðum :)

 34. Hólmfríður Magnúsdóttir

  2. December 2015

  Í prófabugun og sjálfsvorkun finnst mér ég eiga sjúklega mikið skilið að vinna. Mögulega finnst mér ég ekki eiga eins mikið skilið að vinna eftir prófin, en það væri samt klikkað! Ég myndi nýta gjafabréfið í heimilið mitt, mögulega fengju dóttir og maður eitthvað að njóta með og svo mamma því hún er auðvitað best :)

 35. Ólöf Halla Óladóttir

  2. December 2015

  Ótrúlega mikið af fallegum búðum í Hafnarfirði. Væri svo mikið til í að vinna þetta allt saman, eða jafnvel bara brot af því

 36. Vilborg Sólrún Jóhannsdóttir

  2. December 2015

  Ég verð að vinna þetta gjafabréf af því að jólagjafalistinn inniheldur eitthvað úr öllum þessum búðum! Svo væri æði að geta keypt nokkrar jólagjafir handa nánustu :D

 37. Gyða Rós

  2. December 2015

  Ó já takk! Þetta væri yndisleg gjöf í miðjum prófum, ég yrði svo ánægð ♡

 38. Bergþóra Hulda Halldórsdóttir

  2. December 2015

  Vá þetta er ekkert smá flott. Ég væri mikið til í þennan fallega glaðning eftir kröfuharða önn í skólanum og ég myndi glöð vilja deila honum með mínum :)

 39. Lilja Haraldsdóttir

  2. December 2015

  Jii þetta væri æðisleg 30. afmælisgjöf handa mér. Myndi toppa öll afmælin mín hingað til ;) myndi dekra við mig núna þar sem ég passa alltaf að kaupa handa hinum fyrst en ekki núna ;) en ætli ég myndi nú ekki kaupa eitthvað fallegt handa litlu systir í afmælisgjöf ;)

  Kv. Lilja

 40. Karen Mejna

  2. December 2015

  Vá þetta eru náttúrulega sjúklega flottar vörur væri til dæmis til í að bæta aðeins í iittala safnið mitt

 41. Silja M Stefáns

  2. December 2015

  Það myndi gleðja Hafnarfjarðarhjartað að geta skreytt norðlenska heimilið og auðvitað sjálfa mig með fallegum vörum úr firðinum fagra :) elska hvað Strandgatan er orðin lífleg!

 42. Heiða María Sigurðardóttir

  2. December 2015

  Humm, kommentin mín koma bara ekki inn! Allavega, ég vinn ALDREI neitt í svona leikjum og finnst því tilvalið að vinna í þessum ;)

 43. Sólveig Friðriksdóttir

  2. December 2015

  Æðislegar búðir og eftir þessa svakalegu próftörn væri æðislegt að komast í smá shopping í firðinum fagra :) Og auðvitað fengi familían að njóta með mér

 44. Ásbjörg B Morthens

  2. December 2015

  Það væri bara alveg yndislegt að vinna þetta :D var að flytja í nýja íbúð og allt hálf tómlegt og ekki væri leiðnlegt að gera heimilið og sjálfa mig kósý með þessum fallegu vörum :D
  Ekkert smá flott allt saman :D

 45. Perla Sif Geirsdóttir

  2. December 2015

  Vá þetta er allt svo fallegt, gæti heldur betur notað eitthvað af þessu fyrir jólin :)

 46. Ragnheidur Asta Brynjolfsdottir

  2. December 2015

  Oh það væri svo yndislegt! myndi gleðja mig svo mikið að fá eitthvað fallegt úr öllum þessum dásamlegu búðum. Hef alltaf langað í flík frá Andreu Magnúsdóttur og það myndi gera íbúðina sem ég er að fara flytja í svo fallega ef hún myndi skarta verk frá Heiðdísi :D.
  En allar búðirnar eru frábærar og þetta væri besti glaðningurinn svona rétt fyrir próflok líka <3

 47. Nanna Viðarsdóttir

  2. December 2015

  Þetta er allt saman dásamlega fallegt, væri sko alveg meira en lítið til í að vinna! :) Ég á það innilega skilið, reynar allir hinir líka :D
  Gleðileg jól!

 48. Arna Gréta Sveinsdóttir

  2. December 2015

  Væri til í að gefa systur minni, sem aldrei kaupir neitt fyrir sjálfa sig heldur bara aðra, þetta gjafabréf :)

 49. Védís Sigurðardóttir

  2. December 2015

  …ég myndi bara verða svo ofboðslega glöð!

 50. Frida Gauksdottir

  2. December 2015

  Jaá það væri sko vel þegið! Þetta yrði þá jóla og afmælisgjöf til mín. LÍN námslánin eru ekki að “hjálpa” núna yfir jólamánuðinn :)

 51. Guðrún Svava Stefánsdóttir

  2. December 2015

  Flottar búðir sem gaman væri að versla í :)

 52. Lilja Haraldsdóttir

  2. December 2015

  Humm.. mitt komment kom ekki heldur hér inn. Allavegana væri þetta æðisleg afmælisgjöf þar sem ég verð 30. 8.des ;) og myndi gefa systur minni líka afmælisgjöf þar sem hún á afmæli 24.des ;)

  Kv. Lilja

 53. Jóhanna Ey

  2. December 2015

  ég yrði afskaplega glöð ef ég myndi vinna:)

 54. Halla Katrín Kristjánsdóttir

  2. December 2015

  Þetta yrði hin fullkomna útskriftargjöf!

 55. Vilborg Andrésdóttir

  2. December 2015

  Það væri dásamlegt að fá gjafabréf í þessum flottu búðum, hérna í firðinum :)

 56. Ragnheidur Asta Brynjolfsdottir

  2. December 2015

  Oh það væri svo yndislegt! myndi gleðja mig svo mikið að fá eitthvað fallegt úr öllum þessum dásamlegu búðum. Hef alltaf langað í flík frá Andreu Magnúsdóttur og það myndi gera íbúðina sem ég er að fara flytja í svo fallega ef hún myndi skarta verk frá Heiðdísi og sæta hluti frá Útgerðinni!

  En allar búðirnar eru svo flottar og fínar, þetta væri besti glaðningurinn svona rétt fyrir próflok líka <3

 57. Kristín Lórey Guðlaugsdóttir

  2. December 2015

  Þetta myndi gleðja hjarta mitt í langan tíma :) elska Hafnarfjörð og litlu búðirnar sem þar er að finna.

 58. Berglind Kjartansdóttir

  2. December 2015

  Vá hvað ég væri til í þetta! Geri sjaldan eitthvað fyrir mig, finnst skemmtilegra að gleðja aðra! Ég myndi vera ótrúlega ánægð að vinna þetta :)

 59. Sunna Björk

  2. December 2015

  Já takk!
  Er nýflutt og vantar svo mikið nýtt fínt í íbúðina mína :)

 60. Þórunn Þórarinsdóttir

  2. December 2015

  Ó ó, ef ég myndi vinna myndi ég hjálpa mömmu&pabba að gera sumarbústaðinn okkar sem er búinn að vera í byggingu í örugglega 10 ár og gera hann kósý með hlutunum úr öllum þessum dásamlegu búðum í HFJ.

  Svo myndi ég örugglega gleðja sjálfa mig líka! <3

  Áfram Strandgatan og litlar fallegar búðir.

 61. Sædís Ösp Valdemarsdóttir

  2. December 2015

  Vá þetta er ekta gjafaleikur! :D
  Það er svo óóótal margt fallegt sem mig dreymir um að eignast úr þessum flottu verslunum. Væri líka einstaklega skemmtilegt að nýta hluta af þessu til að gleðja fólkið mitt :)

 62. Hrefna Björg Tryggvadóttir

  2. December 2015

  Ok hjartað í mér tók auka slag!!! Þvílíkur draumavinningur. Þetta eru svo fallegar búðir og jiddúddamía hvað ég væri til í að getað labbað áhyggjulaus inn í þessar búðir og valið mér eitthvað fallegt <3 Gleðileg jól

 63. Guðrún Hulda Pétursdóttir

  2. December 2015

  Stórglæsilegur leikur, vávává.
  Ég á þetta ekki frekar skilið en hver annar en ég get alveg sagt ykkur hvað ég myndi gera við hann ef ég yrði svona rosalega heppin. Ég myndi deila gjafabréfunum á vinkonurnar. Ég myndi velja eitt sem er frá HB búðinni þar sem það er uppáhaldsbúðin mín og hefur verið í mörg ár. Þó ég búi í 112 Reykjavík þá geri ég mér sérferð í 220 Hafnarfjörð til að versla mér undirföt. Alltaf jafngaman að koma á Strandgötuna, hún er alltaf hrein og fín.

 64. Karen Sveinsdóttir

  2. December 2015

  Já þetta mundi hennta svo vel, svo mikið af fallegu :)

 65. Rósa María Sigbjörnsdóttir

  2. December 2015

  Flottar búðir :)

 66. Elín ósk

  2. December 2015

  Vá, allveg nokkrar af flottustu búðum landsins, maður slær ekki hendinni á móti svona glaðning

 67. Kolbrún Hrafnkels

  2. December 2015

  wowsaaaa Svaaaana……þetta er flottasti og veglegasti leikur sem ég hef séð, ég nenni mjög sjaldan að taka þátt í svona en það er ekki hægt að sleppa þessu ;)
  og vá hvað er gaman að sjá hvað það eru flottar búðir í hfj, ég vissi tildæmis ekki af Útgerðinni og Litlu Hönnunarbúðinni það er alveg greinilegt að það sé hægt að taka jólagjafakaupin í firðinum ;)
  Ég er alveg búin að finna mér draumaflík í Andreu og ætti mjög auðvelt með að finna eh í í öllum þessum búðum holimoli :)

 68. Rakel Ýr Jakobsdóttir

  2. December 2015

  Já takk :)

 69. Vigdis Hauksdóttir

  2. December 2015

  Þetta er ekkert smá falleg gjöf.
  Það sem ég elska að labba í hafnafirðinum í jóladýrðinni, það yrði samt bókað ennþá skemmtilegra ef ég fengi að eyða aðeins meira í búðunum fyrir mig og mína :)
  Gleðileg hafnarfjarðar jól :)

 70. Herdis Eiriksdòttir

  2. December 2015

  ó svo margt fallegt ❤️

 71. Oddný

  2. December 2015

  Ómæ væri svo til…myndi gefa dætrum mínum með mér eitthvað úr þessum fallegu búðum :o)

 72. Unnur Sigfúsdóttir

  2. December 2015

  Já takk, þetta myndi nú aldeilis gleðja litla jólabarnið í mér !

 73. Sara M Tryggvadóttir

  2. December 2015

  Já takk, ég irði alveg hoppandi kát með þennan! Aðallega bara af því Haffirskt er bezt ;) ;)

 74. Ylfa Rán Kjartansdóttir

  2. December 2015

  Það sem mig vantar allt af þessu! Geggjaðar búðir sem er tilvalið að versla inn allar þær jólagjafir sem ég á eftir að kaupa!

 75. Eydís Ögn

  2. December 2015

  Ég var einmitt að labba út úr prófi hérna í Hafnarfirði og vá hvað það er fallegt hérna, sérstaklega þegar allt er á kafi í fallegum jólasnjó! Þetta væri dásamleg gjöf, sérstaklega eftir erfiða önn í 100% námi og 100% vinnu, ásamt fjölskyldu og flutningum.

 76. Lína Petra

  2. December 2015

  Spennandi verslanir. Þarf klárlega að gera mér bæjarferð til Hafnarfjarðar fyrir jólin <3

 77. Rakel Ösp Hafsteinsdóttir

  2. December 2015

  Væri virkilega gaman að fara í bæjarferð fyrir jólin í Hafnarfirði og fá að njóta fallegra vinninga með fjölskyldunni.

 78. Heiðdís Fjóla Tryggvadóttir

  2. December 2015

  Það er voða erfitt að segja afhverju ég ætti að vinna frekar en annar því það eiga það allir skilið :) En það myndi gleðja að vinna svona fínan vinning, og ekki verra að geta deilt honum með fjölskyldunni.

 79. Sunna Júlía Þórðardóttir

  2. December 2015

  Ég elska Hafnarfjörðinn og þá sérstaklega litla miðbæinn :) jólabarnið ég iða af spennu!

 80. María Guidetti

  2. December 2015

  Væri mikið til í þennan flotta vinning hjá ykkur !<3

 81. Þórdís Þöll Þráinsdóttir

  2. December 2015

  Þetta væri perfect fyrir jólin :D Elska að jólasjoppa í hfj !

 82. Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

  2. December 2015

  Þetta væri bara mesta snilldin! Væri bara algjörlega til í að geta gefið fallegar gjafir úr þessum búðum en líka bara njóta sjálf – maður gleymir því oft :)

 83. Paula Maria Pálsdóttir

  2. December 2015

  Æjji wow hvað þetta myndi gleðja fátæka námsmanna hjartað mitt mikið! :)
  Þetta er enginn smá veglegur vinningur sem kæmi sér ótrúlega vel !

  Frábærar verslanir sem styrkja þennan leik, sem væri ekki leiðinlegt að geta verslað inn fyrir jólin, hvort sem það væri handa mér svo ég fari ekki í jólaköttinn eða til að versla nokkrar gjafir til að gefa vinum og ættingjum :)

  Takk fyrir skemmtilegt blogg og ég er viss um að sá sem verður dreginn í þessum leik verður afskaplega glaður og þakkláttur ! <3 <3

  Jólaknús,
  Paula

 84. Berglind Kristófersdóttir

  2. December 2015

  Sjjjúklega til í þetta – ótrúlega fallegar búðir og algjört “must read” blogg hjá þér:)

 85. Þórdís Þöll Þráinsdóttir

  2. December 2015

  Væri perfect fyrir jólin! Elska að gera jólainnkaup í hfj !

 86. Eyrún Reynisdóttir

  2. December 2015

  Þetta gjafabréf kæmi sér svo rosalega vel og hvað þá svona rétt fyrir jól, ég gæti klárað allar jólagjafir á núll einni og mögulega gæti ég keypt eitthvað frá mér til mín í leiðinni!
  Krossa alla putta og vona þangað til 13 des að þetta verði mitt, því það væri svo sannarlega algjörlega dásamlegt <3

 87. María

  2. December 2015

  Sérlega skemmtileg og rausnarleg jólagjöf frá þér til mín :)

 88. Ólöf Ólafsdóttir

  2. December 2015

  Mikið er þetta allt fallegt, er alveg til í svona

 89. Lilja Rún Gunnarsdóttir

  2. December 2015

  Já takk fátæki námsmaðurinn væri mikið til í að vinna þennan flotta vinning og ekki skemmir fyrir að þetta sé í firðinum fagra! það er ekki til fallegri bær en Hafnafjörður :)

 90. Ragnheiður Jónsdóttir

  2. December 2015

  Vá þetta er geggjað, mikið væri ég til í að eignast þessi gjafabréf … .eitthvað handa mér og svo eitthvað handa nánustu í jólapakkann :-)
  Já já já og gleðilega hátíð

  kv. Ragnheiður

 91. Anna Guðný Andersen

  2. December 2015

  Ekki að maður þurfi að hafa ástæðu til að koma heim í Fjörðinn fagra og versla í einhverri af þessum flottu verslunum en það myndi ekki saka að hafa möguleika að velja sér eitthvað fallegt úr þeim öllum!
  Þú ert sko með

 92. Ragnheidur Yr Guðjónsdóttir

  2. December 2015

  Vávává!! svo fallegar vörur og gæti svo sannarlega nýtt mér þessi gjafabréf <3
  á þetta ekki meira skilið heldur en einhver annar en myndi gleðja mömmuhjartað mitt svona rétt fyrir jólin. <3
  trendnet er með þetta ;) ég þarf greinilega að fara kíkja oftar í hafnafjörðinn fagra :)

 93. Tanja Rut Jónsdóttir

  2. December 2015

  Vá hvað ég væri til í að vinna þetta, Geggjaðar vörur!! :)

 94. Maríanna Valdís Friðfinnsdóttir

  2. December 2015

  Vávává! Væri draumur ađ vinna þessa fallegu gjöf til ađ geta dekrađ veglega viđ mig og mína í fæđingarorlofinu – gleđileg jól :)

 95. Ester R

  2. December 2015

  Ég á eftir að gera mér ferð í Hafnarfjörðinn til þess að kíkja á þessar fallegu búðir og vonandi finna eitthvað sniðugt í síðustu jólapakkana :)

 96. Sólveig Sveinbjörnsdóttir

  2. December 2015

  Và það væri yndislegt að fá svona jólaglaðning, væri gaman að hressa uppá fataskápinn fyrir jólin og heimilið.

 97. Ragnheidur Asta Brynjolfsdottir

  2. December 2015

  Oh það væri svo yndislegt! myndi gleðja mig svo mikið að fá eitthvað fallegt úr öllum þessum dásamlegu búðum. Hef alltaf langað í flík frá Andreu Magnúsdóttur og það myndi gera íbúðina sem ég er að fara flytja í svo fallega ef hún myndi skarta verk frá Heiðdísi :D.

  En allar búðirnar eru frábærar og þetta væri besti glaðningurinn svona rétt fyrir próflok líka <3

 98. Karl Kristinn Stefánsson

  2. December 2015

  Ég væri rosalega til í að vinna þetta fyrir hana Silju Margréti Stefánsdóttur, Hafnarfjarðarmær sem ég stal norður á Akureyri. Þessa dagana erum við í nýju hlutverki, erum að ala upp frumburðinn okkar Margréti Erlu, Hafneyring eða Akurfirðing :) Hún stendur sig eins og hetja í þessu nýja hlutverki og fyrir mér á enginn þetta meira skilið en hún!

 99. Guðrún Edda Hauksdóttir

  2. December 2015

  Væri ekki fullkomið að fara eftir síðasta prófið 14. desember með prófljótuna á háu stigi og fá sér eitthvað fullt fallegt … ég er sko með :)

 100. Guðrún Nielsen

  2. December 2015

  Það væri æðislegt að dekra við sig og heimilið eftir að ófæddur sonur minn kemur í heiminn í desember :)

 101. Halla Björg Randversdóttir

  2. December 2015

  Það væri dásamlegt að gera sér ferð í fallega fjörðinn og fá sér eitthvað fallegt í þessum flottu búðum fyrir jólin :)

 102. Iðunn Arnardòttir

  2. December 2015

  Fátæki eilífðarstúdentinn þarf svo mikið á þessu að halda fyrir jólin!

 103. Dagný

  2. December 2015

  Þetta hljómar of vel! Ég myndi nýta vinninginn í að gleðja uppáhalds fólkið mitt með fallegum gjöfum úr Hafnarfirðinum :)

 104. Ingibjörg A. Gestsdóttir

  2. December 2015

  Það væri ekki slæmt að nota þetta til að gera heimilið mitt örlítið fallegra og gera vel við sjálfan sig í leiðinni… og þessi færsla opnaði augun mín fyrir hafnafirðinum :)

 105. Rósa

  2. December 2015

  Ó ég veit varla hvar Hafnfirðingurinn ég á að byrja. Hér eru náttúrulega komið samansafn snillinga sem eru hver öðrum hæfileikaríkari. Veit fátt skemmtilegra en að labba í gegnum fallega miðbæinn minn og skoða í þessar fallegu verslanir og það væri sko alls ekki verra að eiga gjafabréf til að geta eytt í eitthvað fallegt á öllum þessum stöðum. Þetta væri sko jólagjöf ársins :)

 106. Erna Ósk Björgvinsdóttir

  2. December 2015

  Oh vá! Mig langar svooo að vinna! Í fyrsta lagi þá vinn ég aldrei í svona leikjum en tek samt þátt í þeim öllum!
  & ég elska fallega hönnun og sé margt strax sem myndi sóma sér vel á mínu heimili:) t.d. leðurpúðinn frá andreu, geggjaður! ég þrái líka ný náttföt + náttslopp fyrir jólin sem væri eflaust að finna í HB búðinni, svo safna ég iittala og hef einmitt verið með augastað á nýju krúsunum frá þeim;) uglumynd frá heiðdísi hefur lengi verið á óskalista og svo bráðvantar mig svona fínan Bluetooth hátalara:)) & mig dreymir um að smakka þennan fræga lakkrís! en eitt af þessu væri nóg fyrir mig ég myndi eflaust nýta mikið í jólagjafir handa afar mikilvægu fólki:)
  PS ég elska bloggið þitt og stílinn þinn!:) <3

 107. Þórunn Lilja

  2. December 2015

  Oh já takk! Væri svo sannarlega til og myndi klárlega nýta tækifærið og kynna minar austfirsku vinkonur (þar sem eg by uta landi nuna) fyrir þeirri snilld sem hafnarfjörður er og bjoða þeim með i verslunarferð :)

 108. Saga Ívarsdóttir

  2. December 2015

  ohh það væri svo mikið æði að vinna og geta keyft sér flott jólaföt frá andreu þegar maður verður annars að vera spara og geta gefið æðislegar ólagjafir til fjölskyldunar ^^!

 109. Kolbrún Sjöfn

  2. December 2015

  Það er svo sjaldan sem maður gleður sjálfan sig með einhverju fallegu og því yrði svona verslunarferð í Hafnarfjörðinn alveg yndisleg ;)

 110. Katrín Erla Gunnarsdóttir

  2. December 2015

  Vá! þetta yrði kærkomin gjöf til mín og minna, þar sem að ég er kona í fæðingarorlofi ;)

 111. Sandra Sigurðardóttir

  2. December 2015

  Ómæ hvað mig langar í allar þessar fallegu vörur!
  Væri ótrúlega gaman að geta keypt eitthvað fallegt í nýju fínu íbúðina mína sem við fjölskyldan erum að flytja í eftir áramót :)
  Eða færa konunni minni eitthvað fallegt, hún á það skilið!

 112. Ingibjörg Karlsdóttir

  2. December 2015

  Geggjað!! Myndi versla helstu jólagjafirnar og kaupa eitthvað fallegt fyrir mig í leiðinni :)

 113. Kristín Hálfdánardóttir

  2. December 2015

  Okkur mömmu finnst mjög gaman að kíkja í Hafnarfjörðinn og versla í þessum frábæru búðum :) það væri ótrúlega mikil snilld að geta deilt þessu með mömmu :)

 114. Alda ýr guðmundsdóttir

  2. December 2015

  Stórglæsilegur leikur!!!
  Ég myndi sko nýta þetta í að fegra heimilið og gefa mömmu með mér

 115. Steiney Snorradóttir

  2. December 2015

  Ég elska bloggið þitt og hef fylgst með þér síðan áður en þú færðir þig yfir á Trendnet.
  Ég get ekki sagt að ég eigi frekar skilið en einhver annar að vinna gjafabréf í þessar fallegu búðir en ég myndi verða virkilega glöð <3
  Gleðileg Jól :)

 116. Unnur Linda

  2. December 2015

  Vá, þetta væri tjúlluð afmælis- og jólagjöf fyrir litla Þorláksmessubarnið mig (messan hefur þó löngu verið endurnefnd Unnarmessa hjá mér og mínum :). Ég væri svo endalaust þakklát og hamingjusöm að fá svona dásamlegan pakka og ætti sko ekki í erfiðleikum með að finna e-ð fallegt í þessum fínu verslunum.

 117. Sigríður Hauksdóttir

  2. December 2015

  Vá! Ég veit ekki hvar ég á að byrja, ekkert smá veglegur leikur hjá þér. En afhverju ég? Ég á það líklegast ekkert meira skilið en einhver annar en það yrði hins vegar algjör draumur fyrir námsmanninn að geta keypt jólagjafirnar í þessum glæsilegu búðum þarna í Hafnarfirðinum :)

 118. Elva Sveins

  2. December 2015

  Æ vá já ég vil

 119. Hildur Sif Rafnsdóttir

  2. December 2015

  Verandi hafnfirðingur líka, væri alveg æðislegt að geta bæði verslað jólagjafir og eitthvað fallegt fyrir sjálfa mig í aðalbænum eftir prófin! Vonandi verður heppnin með mér :D

  Alltaf gaman að skoða færslurnar þínar :)

 120. Hanna Karlsd.

  2. December 2015

  Ó mæ! Svo margt fallegt! Væri sko alveg til í að vinna svona veglegt gjafabréf og geta keypt jólagjafir (og jafnvel eitthvað smá handa mér)! Finns ekkert skemmtilegra en að finna og gefa fallegar jólagjafir.

 121. Fjóla

  2. December 2015

  Ég verð þrítug þann 13 desember nk, og ég gæti ekki hugsað mér betri afmælisgjöf!
  Ég elska fallega hluti!

 122. Þórunn Arnardóttir

  2. December 2015

  Elska að versla í uppáhalds Hafnarfirðinum og það væri ekki slæmt að geta glatt alla fjölskylduna með gjöfum úr bestu búðum bæjarins

 123. Unnur Stefánsdóttir

  2. December 2015

  oh Þetta myndi bjarga jólunum, yrði svo gaman að geta gefið fjölskylduni með sér. <3
  Er nú þegar komin með hugmyndir af vörum úr öllum búðunum þú ert ÆÐI!
  Gleðileg jól!

 124. Telma Björk Helgadóttir

  2. December 2015

  Væri alls ekki leiðinlegt eftir óléttu-prófatörn og ekki verra að geta notað eitthvað af þessu í að kaupa sér ný föt eftir að krílið mætir á svæðið :)

 125. Erna Sigurðardóttir

  2. December 2015

  Var að kaupa mína fysrtu íbúð svo þetta kæmi sér mjög vel til að lífga upp á heimilið :)

 126. Margrét Þórisdóttir

  2. December 2015

  Það væri snilld að fá svona jólagjöf og versla eitthvað fallegt til að gefa mínum nánustu um jólin! ☺️☺️

 127. Unnur Helga Briem

  2. December 2015

  Vá hvað ég væri til í að taka kósý rölt í Hafnarfirðinum með kakó eftir að hafa lesið þetta. Læt verða af því eftir próf :) En það væri sérstaklega gaman fyrir mig að vinna þetta þar sem ég flutti að heima í mína fyrstu íbúð í október og óskalistinn orðinn ansi langur! Gleðileg jól!

 128. Anna Sif Gunnarsdóttir

  2. December 2015

  Ó mæ.. Það væri ómótstæðileg gleðisprengja að fá svona flott í desember! halelúja !!

 129. Hildigunnur Marín

  2. December 2015

  Já takk – kæmi sér vel fyrir í tómlegu íbúðinni minni í Mílanó :) Einnig sem jólagjafir!

 130. Freyja Kristjánsdóttir

  2. December 2015

  Vá hvað þetta er flottur jólaleikur, bloggin þín eru svo skemmtileg :)
  Ef ég myndi vinna, þá myndi ég kaupa jólagjafirnar í Hafnarfirðinum ásamt því að kíkja til Andreu til að fara ekki í jólaköttinn!

 131. Eva Lind

  2. December 2015

  Ég elska færslurnar þínar og stílinn æði. Keyrði í gegnum verslunargötuna i hafnarfirðinum í vikunni og var einmitt að dást að því hvað það væri mikið af fallegum búðum sem væri heldur betur gaman að heimsækja. ☺️☺️ Er að vinna eins ig brjálæðingur í desember og það væri sko draumur að geta verðlaunað sig með svona gersemum eftir langa törn.

 132. Viktoría

  2. December 2015

  Já takk! svo gaman að versla í hfj fagra :)

 133. Tinna Stefánsdóttir

  2. December 2015

  Vá Hafnarfjörður að meika það !
  Mig langar í svo margt fallegt, húfu frá Andreu, fallega mynd frá Heiðdísi, Pyropet kerti frá útgerðinni….gæti haldið endalaust áfram. Ég krossa fingur. Gleðileg jól

 134. Helga Björg Hafþórsdóttir

  2. December 2015

  Vá, þetta eru allt svo hrikalega flottar búðir!
  Mig er búið að langa lengi í eitthvað úr öllum þessu búðum en ég er týpan sem ætla að kaupa eitthvað handa mér en enda á því að kaupa eitthvað handa dóttur minni í staðin! :)

  Væri æðislegt að geta kíkti fjörðinn fagra og verslað sér jólaföt og skreytt heimilið með fallegu dóti… með góðri samvisku :)

  Gleðileg jól :)

 135. Heiðdís Lára Viktorsdóttir

  2. December 2015

  Þar sem að ég ólst upp í Hafnarfirðinum væri gott að fara þangað til að versla jólagjafinar :)

 136. Íris Ríkharðsdóttir

  2. December 2015

  Oh guð hvað mig langar í þetta ALLT! Please please

 137. Kolfinna Hildur Kjartansdóttir

  2. December 2015

  Váá hvað þetta er mikið fallegt! Veit ekki afhverju ég ætti frekar skilið að vinna þetta en einhver annar, eeen það væri samt fjári frábært !!

 138. Hera Margrét Guðmundsdóttir

  2. December 2015

  Vá, væri svo til í þetta til að gefa bróðir mínum flotta innfluttningsgjöf

 139. Sunna Hlíf Friðriksdóttir

  2. December 2015

  Ég ólst upp í Hfj og hef alltaf elskað þennan bæ. Það er ekkert betra en að fá sér góðan kaffibolla á súfistanum og labba svo um og kíkja í búðir á þessarri litlu og krúttlegu verslunargötu :) Svo allt öðruvísi upplifun en að fara í kringluna eða smáralind. Þetta litla samfélag er svo hlýtt og “welcoming” <3
  Það myndi gera mig súper hamingjusama að vinna þennan flotta vinning eftir erfiða próftörn !
  Ég krossa fingur og tær <3
  Kær kveðja Sunna Hlíf

 140. Unnur Haraldsdóttir

  2. December 2015

  Er ný flutt að heiman og það væri æðislegt fyrir fátæka námsmanninn að geta verslað sér eitthvað fallegt fyrir jólin :) Svo myndi þetta líka nýtast í jólagjafainnkaup!

 141. Sólveig Sara

  2. December 2015

  Já takk! Fátæki námsmaðurinn væri sko vel til í þetta

 142. Hrund Jóhannsdóttir

  2. December 2015

  Fyrir mér hefur Hafnarfjörður alltaf verið eins og hvert eitt bæjarfélag á Íslandi þangað til að ein hafnfirsk samstarfskona mín fór að dásema Hafnarfjörð í gríð og erg. Væri því ekki slæmt að fá aðeins smjörþefin af dásemdum Hafnarfjarðar :).

 143. Þórunn Arnardóttir

  2. December 2015

  Finnst alltaf skemmtilegast að versla í Hafnarfirði. Væri ekki slæmt að geta glatt alla fjölskylduna með gjöfum út öllum uppáhalds búðunum

 144. Hera Margrét Guðmundsdóttir

  2. December 2015

  Vá, væri svo til í þetta til að gefa bróðir mínum flotta innfluttningsgjöf

 145. Magnea Dröfn

  2. December 2015

  Það væri draumur að verðlauna sjálfan sig eftir próftörn og bæta svo fallegum hlutum í jólapakkana til fjölskyldunnar :)

 146. Rakel Jana Arnfjörð

  2. December 2015

  Væri frábær jólagjöf svona eftir öll lokaprófin!

 147. Sóley Ósk Benediktsdóttir

  2. December 2015

  Markmiðið þessi jól er að gera fyrstu íbúðina fína þar sem allir veggir eru hvítir! Margar hugmyndir eru á lofti og myndi þessi gjafabréf hjálpa rosa mikið til að framkvæma þessar hugmyndir í jólafríinu áður en skólinn fer á fullt aftur! JÁ takk!! <3

 148. Rakel Tara

  2. December 2015

  þetta væri æði :)) ekki leiðinlegt að vinna svona í erfiðum prófum :))

  • Elsa Birgisdóttir

   17. December 2015

   Kæri Jóli…..
   Mig vantar þetta ekki neitt en djö yrði þetta falleg stund að vinna þetta :)

 149. Anna Gerður

  2. December 2015

  Vá það væri sko æðislegt að eignast þó ekki nema brotabrot af þessum vinningum – sérstaklega þegar maður er að innrétta fyrstu íbúðina sína í huganum :)

 150. Hjördís Lára Hreinsdóttir

  2. December 2015

  Ó en dásamlegur leikur! Ég get ekki ímyndað mér fallegri búðir til að fá inneign hjá – og ekki skemmir fyrir þetta fallega umhverfi í Strandgötunni!

 151. Guðrún Halldórsdóttir

  2. December 2015

  Væri svo dásamlegt að eignast eitthvað fallegt úr þessari fallegu búð. :) maður fær nú ekki oft tækifæri til að kaupa eitthvað handa sjálfri sér eða heimilinu þegar maður á tvo prakkara til að eyða í ;)

 152. Heiðdís

  2. December 2015

  Draumavinningur, allar bestu búðir uppeldisbæjar míns (Fjarðarkaup undanskilin) þetta væri ekki amaleg jólagjöf, að geta dekrað við sjálfa mig :)

 153. Karen Ýr Sæmundsdóttir

  2. December 2015

  Væri meira en til í þennan vinning. Er sjálf ekki Hafnfirðingur en finnst mjög sjarmerandi og skemmtilegt að fara á Strandgötuna og skoða í búðirnar og versla eitthvað fallegt.

 154. Edda Hauksdóttir

  2. December 2015

  Vá þetta er ekkert smá flott og vegleg gjöf, ég bý í Hafnarfirði og vissi ekki einu sinni af öllum þessum verslunum ég fór t.d inn í epal eftir einum hlut sem er svo bara til í Hafnarfirði fyrr í vikunni. Þetta myndi gleðja mig mikið í fæðingarorlofinu og veikindagleðinni sem er að ganga á heimilinu ;)

 155. Birta Sæmundsdóttir

  2. December 2015

  Ég elska Andreu og versla hvergi annars staðar brjóstarhaldara en í HB búðinni. Svo á ég skilið að vinna því ég átti að fara í helgarferð til Spánar í október og ætlaði nú aldeilis að versla þar en fótbrotnaði í staðinn og eyði jólaundirbúningi, jólum og áramótum á hækjum. Ég hef ekkert komist í almennilegar búðir í margar vikur og þess vegna vona ég að ég vinni! ;) :)

 156. Klara

  2. December 2015

  Já takk! Væri svo til í að fá að versla í þessum flottu búðum án samviskubits! :P

 157. Sigríður Guðmundsdóttir

  2. December 2015

  Jiminn hvað þetta væri yndislegt. Flottustu búðirnar í flottasta bænum!

 158. guðbjörg hall

  2. December 2015

  ég væri svo mikið meira en til í þennan vinning. svo margt fallegt til í þessum verslunum og ég á eftir að kaupa nánast allar jólagjafirnar … alvega sama hvað ég segi oft.. “nú skal ég vera snemma í þessu þetta árið” þannig að þetta myndi koma sér vel í það en auðvitað myndi ég gera mig og mitt heimili fínt í leiðinni líka :D

 159. Donna Kristjana

  2. December 2015

  Jidúddamía hvað þetta væri yndisleg gjöf að vinna. Hef verslað i HB búðinni en ekki haft tækifæri til þess að versla í hinum, þó mig hafi oft langað. Mikið myndi þetta gleðja mig, vinkonurnar og heimilið mikið.. krosslegg fingur ;)

 160. Guðrún Valdimarsdóttir

  2. December 2015

  Vá hvað þetta væri æðislegt fyrir hönnunarfíkilinn mig sem langar í allt og vantar allt! ;)

 161. Þórey

  2. December 2015

  Væri svo til í að vinna gjafabréf frá þessum frábæru verslunum og geta keypt flottar jólagjafir fyrir þá nánustu í heimabyggð :)

 162. Klara Sól

  2. December 2015

  Væri æðislegt að fá svona flottann glaðning og gefa með sér ! :)

 163. Sólveig Bergmann

  2. December 2015

  Ooo væri yndislegt að vinna þennan vinning svona þegar maður er að mygla í prófum :)

 164. Anna Margrét Eðvaldsdóttir

  2. December 2015

  Mikið væri ég til í þennan fallega glaðning. Mér finnst að ég eigi að fá þennan vinning svo ég geti keypt eitthvað fallegt handa mér sjálfri fyrir jólin, það er alveg kominn tími á það ;)

 165. Laufey Einarsdóttir

  2. December 2015

  I´m in it to win it!! Ekkert smá flottir vinningar! :D Væri nú hreint ekki amalegt að fara í jólaverslunartúr í Hafnarfirðinum með nokkur svona gjafabréf í töskunni :D

 166. Laufey Kristjánsdóttir

  2. December 2015

  Vá æðislegt! Það er erfitt að vera fátækur námsmaður þegar manni langar að gleðja fólkið í kringum sig og sig sjálfa ! Ég er ættuð úr Hafnarfirði og það væri mjög gaman að kaupa jólagjafirnar þar :)

 167. Sunna Björg

  2. December 2015

  Þetta væri algjör draumur!

 168. Elísabet

  2. December 2015

  Já þetta kæmis sér afar vel, margar af þessum búðum eru mínar uppáhalds og þá sérlega HB búðin :)

 169. Ragnheiður Sylvía Kjartansdóttir

  2. December 2015

  Ég er búin að láta mig dreyma um fallegan jólakjól og svo kannski eitthvað fallegt í heimilið fyrir þessi jólin :)

 170. Inga Sif Daníelsdóttir

  2. December 2015

  Ó hvað ég væri til í að fegra heimilið mitt og mig sjálfa. Það er alltaf hægt að finna fullt af flottum hlutum í þessum búðum :-)

 171. Ástrós Kristjánsdóttir

  2. December 2015

  Ég yrði svo þakklát að vinna þetta af því maður er nú einu sinni fátækur námsmaður, þannig þetta myndi létta verulega á jólagjafakaupunum

 172. Sigrún Anna

  2. December 2015

  Svo fallegar vörur! Væri æðislegt að vinna þennan jólaleik :)

 173. Dýrleif Hanna Sigmundsdóttir

  2. December 2015

  Vá hvað þetta er mikill gúrme leikur, vinningarnir fáránlega flottir!
  Af hverju ég ætti að vinna:
  Mig hefur í mjöög langan tíma dreymt um að eignast flík frá Andreu! Mér finnst hún klikkað flott og ég hef séð margar dásamlegar flíkur frá henni og lengi langað að splæsa í eins og eina flotta peysu frá henni en aldrei leyft mér það. Einnig eru uglurnar frá Heiðdísi truflaðar, en ég féll fyrir þeim um leið og ég sá þær fyrst :)
  Hinar búðirnar þekki ég ekki eins vel en þær lofa góðu:)
  Því myndi ég vera mjög þakklát ef ég myndi vinna, ég er einfaldlega þannig gerð
  Gleðilega jólahátíð

 174. Ásta Eyjólfsdóttir

  2. December 2015

  Ég er fer helst ekki úr úr Hafnarfirði og reyni að versla allt sem ég get í firðinu fagra :)
  Krossa fingur og tær og óska mér :)

 175. Sigríður Hulda Árnadóttir

  2. December 2015

  Það munar ekki um það-þetta eru aldeilis veglegir vinningar! Ótrúlega flottar búðir allt saman-væri draumur í dós að fá að versla í þeim öllum☺️

 176. Tinna Kristinsdóttir

  2. December 2015

  Tek nu oftast ekki þátt í neinum leikjum, en geeet ekki látið þennan fram hjá mér fara! Við keyptum okkar fyrstu íbúð í Hafnarfirði í fyrra, svo kósý bær og ekki síst miðbærinn :) það væri algjör draumur að fá þennan vinning og geta fegrað heimilið, og mig í leiðinni, líður ekkert allt of glamourous komin 7 mánuði á leið ;)

 177. Sæunn Þórisdóttir

  2. December 2015

  Strandgatan er svo sjarmerandi ! Væri sko ekki amalegt að vinna þetta svona korteri fyrir jólin :-)

 178. Stella Björg Kristinsdóttir

  2. December 2015

  Þetta væru æðisleg búbót fyrir heimilið í desember <3
  Manni langar aðsjálfsögðu að gera vel við fjölskyldu sína og gefa til styktar og þetta myndi klárlega hjálpa!
  Síðan er auðvitað best að versla um jólin í Firðinum fagra og allri jólastemmingunni sem er þar!
  Stjúpan fær að kíkja í búðirnar á meðan stjúpbörnin fá kakó og kósy í jólaþorpinu <3

 179. Alexandra Ýr Þórisdóttir

  2. December 2015

  Já takk! Þetta væri sko algjört æði!

 180. Guðný Björk Einarsdóttir

  2. December 2015

  Væri sko ekki leiðinlegt að fegra nýja heimilið mitt af þessum fallegu vörum ykkar :)
  Finnst þær svo rosaqlega fallegar :* <3

 181. Urður Jónsdóttir

  2. December 2015

  Þessi vinningur kæmi sér afar vel fyrir námsmennina tvo sem voru að kaupa sína fyrstu íbúð og eiga von á sínu fyrsta barni eftir áramót!

 182. Hildur Jósteinsdóttir

  2. December 2015

  Vá! Þetta eru allt æðislegar verslanir í fallegum bæ. Þessi gjöf myndi svo sannarlega gleðja fátækan námsmann eins og mig, ég hefði ekkert á móti fallegum jólakjól frá Andreu og góðum undirfötum. Svo myndi ég nota hina staðina til að velja fallegar jólagjafir fyrir fjölskyldu og vini :)

  Gleðilega hátíð <3

 183. Agnes

  2. December 2015

  Það yrði ofsalega vel þegið að vinna gjafabréf í þessum fallega jólamánuði, í landsins besta bæ og flottustu verslunum :)
  Hafnarfjörður – bærinn minn :)

 184. Dalrós Líndal

  2. December 2015

  Það væri nú vel hægt að gleðja einhvern með þessu!! Allt rosa smekklegar búðir

 185. Telma Halldórsdóttir

  2. December 2015

  Það væri auðvitað bara skemmtilegt að fá svona glaðning til að njóta <3

 186. Silja Guðbjörg Tryggvadóttir

  2. December 2015

  Væri frábær jólagjöf eftir mikla törn í skólanum og að getað klárað jólagjafainnkaup í leiðinni :)

 187. Dalrós Líndal

  2. December 2015

  Það væri nú vel hægt að gleðja einhvern með þessu!! Allt rosa smekklegar búðir

 188. Auður Birgisdóttir

  2. December 2015

  Vá, þvílíkt rausnarlegt! Ég væri mikið til í þetta, sérstaklegar þar sem ég er að skrfa MA ritgerðina mína sem ég skila 5. janúar þannig ég hef engan tíma til að halda jólin – hvað þá versla jólagjafir :)

  • Guðrún G Baldvinsdóttir

   2. December 2015

   Vá Vá Vá! Mikið svakalega væri ég til í þessa jólagjöf! Svo flottar verslanir. Mig hefur svo lengi langað í eitthvað fallegt frá Andreu. Væri ekki leiðinlegt að geta fengið fallega flík þaðan fyrir jólin þar sem ég er nýlega búin að eignast barn. Einnig er ekki langt síðan ég keypti mér íbúð og vantar ýmislegt fínt í hana ❤

 189. Vera Dögg

  2. December 2015

  Hafnarfjörður er bestur, svo einfalt er það :) þetta eru allt flottar verslanir og mikið sem ég væri glöð að fá gjafabréf!

 190. Agnes Barkardóttir

  2. December 2015

  Ó hvað það yrði ljúft!
  Hafnarfjörður – bærinn minn :)

 191. Steinunn Reynisdóttir

  2. December 2015

  Vá þvílíkur glaðningur! Mikið væri gaman að vera sú sem hreppir hann :) Ég gæti svo sannarlega fundið margt fallegt handa mér og mínum í þessum fallegu búðum. En af hverju ætti ég skilið að vinna?…. af því að ég er frábær og mér finnst ég eiga það jafn skilið og aðrir ;)

 192. Guðný Björk Einarsdóttir

  2. December 2015

  Væri ekki leiðinlegt að fegra nýja heimilið með þessu fallegum vörum :* <3

 193. Þóra Björg Stefánsdóttir

  2. December 2015

  Svo fallegir hlutir sem væri sko bæði gaman að eiga og gefa öðrum!

 194. Thelma Rúnarsdóttir

  2. December 2015

  Ooow já já já væri svo mikið til í svona fína hluti:) Eftir þessa meðgöngu og flutninga á síðasta mánuðinum væri æði að fá nýja fína hluti í búið <3

 195. Signý Valdimarsdóttir

  2. December 2015

  Halló Hafnafjörður hvað mig langar í þetta :D

 196. Vigdís Hallgrímsdóttir

  2. December 2015

  Það væri bara draumur í dós fyrir fjögra barna móðurina að vinna svona vinning,sérstaklega vegna þess að ég hef aldrei unnið í gjafaleik áður. Enn annars væri bara gaman að gleðjast og gleðja aðra

 197. Sigrún Edda Árnadóttir

  2. December 2015

  Slæ ekki hendinni á móti svona flottum vinningi. Fallegar vörur og skemmtilegar verslanir, alltaf hægt að kaupa sér eitthvað eða gefa :)

  Gleðilega hátíð!

 198. Tinna Gunnlaugsdottir

  2. December 2015

  Jà takk þvílík gleđi sem þađ yrđi því allar þessar búđir eru dàsamlega fallegar :) <3 èg myndi sko deila vinningnum međ fólkinu í kringum mig :) ást og hamingja til ykkar <3

 199. Marijana

  2. December 2015

  Já takk , en eg myndi vilja nota það til að gleðja dóttir mínar :)

 200. Úlla Árdal

  2. December 2015

  Hólí mólí! En flott gjöf og það væri algjörlega geggjað að detta í þennan lukkupott!! :)

 201. Eydís Antonsdóttir

  2. December 2015

  Ég ískraði úr spenningi! Nú vona ég að minn tími sé komin að vinna eitthvað

 202. Súsanna

  2. December 2015

  Er svo sannarlega til í þessi flottheit, búið að vera svaðalega erfitt árog er alveg til í að dekstra smávegis við sjálfa mig með þessu fallega góssi úr Haf-city :)

 203. Sigrún Ósk Snorradóttir

  2. December 2015

  HB búin er Æðisleg ! Það yrði drauma jólagjöf allra minna nánustu undir jólatréinnu í ár, ef ég yrði svo heppin að vinna þessa fallegu gjöf frá ykkur. Ég mundi gleðja svo mörg falleg hjörtu :)
  Ég krosslegg ekki bara fingur heldur líka ætla ég að kveikja á kerti og senda falleg hugboð :)

 204. Hjördís Sif Viðarasdóttir

  2. December 2015

  Vá þetta væri algjör draumur í dós! Ég var að gifta mig í sumar svo þetta væri auðvitað tilvalin síðbúin brúðargjöf fyrir okkur hjónin :) Svo bý ég í Hafnarfirðinum og er dugleg að kíkja í allar þessar búðir og skoða úrvalið og láta mig dreyma um alla fallegu hlutina sem þarna fást :)

 205. Anna Birna

  2. December 2015

  Já takk þetta er bara of fullkominn pakki

 206. Lilja Björg Guðmunds

  2. December 2015

  Jeminn, þetta er bara allt svo dásamlega fallegt……
  AndreA er uppáhalds fatabúðin mín – og mig langar alltaf í svo ofboðslega margt fallegt þar, því það er ALLT svo fallegt hjá henni. Ég elska að gera fallegt í kringum mig og finnst allt svo fallegt hjá Útgerðinni. Sigga & Tímó… ég versla BARA skart hjá þeim! Dásamleg búð (ég bý samt ekki í Hafnarfirði).
  Á ég að halda áfram? Þetta eru bara allt svo einstaklega vel valdar verslanir hjá þér í þennan leik að mig langar einfaldlega í allt saman!
  Dásemd & dýrð! <3
  Gleðileg jól.

 207. Gyða Björk Bergþórsdóttir

  2. December 2015

  Váá! Þetta er ekkert smá flott gjöf sem myndi henta vel til þess að versla síðustu gjafirnar og jóladressið :)

 208. Heiðrún Rut Unnarsdóttir

  2. December 2015

  Væri gaman að fara að versla i Hafnarfirði!! Já takk!!

 209. Ásdís Ragna Valdimarsdóttir

  2. December 2015

  Ég er svo hjartanlega sammála öllu hér að ofan, ég er einnig stoltur Hafnfirðingur og er mjög stolt af okkar litla krúttlega samfélagi :)
  Ég væri lítið á móti þessum stóra jólaglaðning!
  – Ásdís

 210. Ríkey Huld

  2. December 2015

  Þetta væri frábær jólagjöf :)

 211. Hafdís Gunnarsdóttir

  2. December 2015

  Hó hó hó! Gleðileg hönnunarjól :)

 212. Sigrún Alda Ragnarsdóttir

  2. December 2015

  Vá það væri draumur að vinna svona flottan vinning! Ég bý sjálf í Hafnarfirði og vinn á strandgötunni, elska litla miðbæinn okkar. Þetta eru allt æðislegar verslanir og yndislegt af þér að hafa svona skemmtilegan og veglegan gjafaleik. :)

 213. Sigrún Sigursteinsdottir

  2. December 2015

  Váá hvað þetta væri æði að fara í Hafnafjörðr og haga sér eins og VIP með fullt af gjafabréfum og versla í þessum frábæru búðum í Hafnafirði. Og eru hverri annari skemmtilegari. Elska þesssar verslanir <3 Ég læt mig dreyma um aðverða sú hepppna. Gleðilega hátið (Y)

 214. Elísabet

  2. December 2015

  Þetta kæmi sér vel eftir erfitt ár og engin smá búbót fyrir einstæða 5 barna móðir. Dásamlega fallegar gjafir og flottar búðir :)

 215. Vikeo

  2. December 2015

  Eg a afmali 8 desember❤️❤️

 216. María Ben

  2. December 2015

  Vá, þetta væri æði í fæðingarorlofinu. Það væri gaman að geta farið í Hafnarfjörðinn og keypt fínar jólagjafir fyrir fjölskyldu mína og vini :)

 217. Rebekka

  2. December 2015

  Væri frábær gjöf frá mér til mín eftir erfið námsár sem eru að ljúka núna og ég hef aldrei lagt svona mikið á mig og staðið mig svona vel! Frábær útskriftargjöf fyrir frábæran árangur!!

 218. Anna Elísa Gunnarsdóttir

  2. December 2015

  Er nýflutt úr miðbæ Hafnarfjarðar inn í Reykjavík, og sakna þess svo að rölta um Strandgötuna og kíkja í þessar fínu búðir. Mikið yrði gaman að fá virkilega góða ástæðu til að gera sér ferð í Fjörðinn :)

 219. Heiðdís Brandsdóttir

  2. December 2015

  Af hverju á ég skilið að fá vinninginn? Af því að ég er æðisleg í alla staði…… er það ekki augljóst ;)

 220. Edda Arinbjarnardóttir

  2. December 2015

  Það væri náttúrulega svo yndislegt að geta glatt sína nánustu með fallegum gjöfum frá þessum æðislegu verslunum í Firðinum mína fagra :D

 221. Telma Dís Ólafsdóttir

  2. December 2015

  Vá já takk :) Allt svo fínt og fallegt!

 222. Viktoria

  2. December 2015

  Èg á afmali 8 desember!❤️❤️❤️Ja takk!!’

 223. Heiða Rós Árnadóttir

  2. December 2015

  Ég er líka mjög stoltur Hafnfirðingur ! :)

 224. Elín Bjarnadóttir

  2. December 2015

  Ég myndi svo vilja gleðja mína nánustu, mamma fengi eitthvað úr HB búðinni, systur mínar úr Andreu og Art prints, pabbi úr Litlu hönnunarbúðinni og frændurnir úr Útgerðinni. Ji hvað það yrðu fallegar jólagjafir

 225. Lena Rut Guðmundsdóttir

  2. December 2015

  Hugsa að ég ætti það ekkert frekar skilið en einhver annar en mikið sem það myndi gleðja:) Veit hvað útgerðin er með fallegar vörur og það væri ekki leiðilegt að fá að velja sér eitthvað í hinum búðunum til þess að gleðja sig og aðra:)

 226. Álfhildur ösp Reynisd

  2. December 2015

  Væri meira en yndislegt að geta glatt mömmu mina með þessum vinningum þar sem hun er bæði aðdáandi Svart á hvítu og alveg heilluð af Andreu flíkunum!

 227. Dísa B. Jónsdóttir

  2. December 2015

  Þetta væri draumur.. vá! :) Vel gert að standa fyrir svona veglegum leik! :)

 228. Bjarney Sigurðardóttir

  2. December 2015

  Væri draumur að vinna þessi gjafabréf í þessum flottu verslunum. Finna jóladressið og gleðja fjölskylduna líka

 229. Helga Guðmundsdóttir

  2. December 2015

  En frábær gjöf! ég myndi leyfa fleirum en mér að njóta og gefa fallegar jólagjafir kv.námskonan í prófum ;)

 230. Kristín Ósk Wium

  2. December 2015

  Ó hvað þetta væri besta jólagjöf í heimi!!
  Hjartað slær alltaf í Hfj þó svo að maður sé fluttur til Kef.

 231. Kittý Guðmundsdóttir

  2. December 2015

  Því þarna eru nokkrar af mínum uppáhaldsbúðum og þetta verður eini jólaleikurinn sem ég ætla að taka þátt í þetta árið. Gleðileg jól.

 232. Birna Sigurbjartsd

  2. December 2015

  Ómæ hvað þetta er vegleg og flott gjöf!
  Ekki væri leiðinlegt að fá þennann flotta vinning í afmælis-og jólagjöf …væri ekki lengi að finna eitthvað fallegt í þessum flottu búðum ♥ ♥ ♥ ♥

  Nú er bara að *krossa putta*

  Kveðja
  Birna ♥

 233. Bryndís Gunnarsdóttir

  2. December 2015

  Vá þetta er ekkert smá vegleg gjöf!
  Og það vill einmitt svo skemmtilega til að eg a einmitt afmæli 13 des! :)

 234. Jakobína Þráinsdóttir

  2. December 2015

  Já takk mig vantar svo mart

 235. Mangó

  2. December 2015

  væri frábært að gera sér ferð í Fjörðinn fagra og fá sér fallegt fínerí! Hvað eru mörg F í því???

 236. Sirra Guðnadóttir

  2. December 2015

  Vá hvað ég vona að heppnin verði með mér, væri æði að geta keypt allskonar fallegt fyrir jólin! :)

 237. Unnur Sverrisdóttir

  2. December 2015

  ooo ég er yrði óskaplega hamingjusöm að eignast svona fallega hluti! :)

 238. Lilja Dögg Gísladóttir

  2. December 2015

  Ég og kærasti minn erum að fá afhenta íbúð 8. desember svo það væri æði að geta rölt og keypt eitthvað fallegt fyrir íbúðina, okkur og í jólapakkana :)

 239. Kristín S

  2. December 2015

  Yrði falleg jólagjöf :)

 240. Aldís Guðmundsd

  2. December 2015

  Væri svo til i þetta!ekki nog með að jolin seu að koma a eg storafmæli nuna rett fyrir jolin, big 30 svo það væri ekki leiðinlegt að fa svona afmælisglaðning:)

 241. Gyða

  2. December 2015

  Virkilega fallegar vörur í þessum búðum :)

 242. Ingibjörg Erna Jónsdóttir

  2. December 2015

  Vá svo klikkaður vinningur!! Veit ekkert af hverju ég ætti að vinna frekar en einhver annar en ég myndi amk gefa flottustu jólagjafirnar þetta árið ;) og jafnvel kaupa eitthvað smá fyrir mig – án samviskubits :)

 243. Berglind Barðardottir

  2. December 2015

  Það yrði bara hreint út sagt dásamlegt að vinna þennan flotta pakka

 244. Helga Hansdóttir

  2. December 2015

  Vá það yrði æði! Ég er fátækur námsmaður en læt mig dreyma um svona fínerí :)

 245. Sunneva Hrönn

  2. December 2015

  Já takk! Væri draumur að vinna þennan pakka!

 246. Unnur Lilja Bjarnadóttir

  2. December 2015

  Já takk! Takk fyrir frábærar síðu, Svartáhvítu ert fastur liður á rúntinum :)

 247. Melkorka Hrund Albertsdóttir

  2. December 2015

  Váhá æðislegur vinningur. Úr öllum bestu búðunum í hafnarfirði. Er alin upp og bý ennþá í hfj! Besi staðurinn í öllum heiminum, <3 Elska að vera að ala upp börnin mín í Hafnarfirði og finnst mjög gaman þegar stelpan mín segir ramba en ekki vegasalt. Næ þá að nudda því í kallinn að hún er orðin sannur hafnfirðingur eins og mamma sín ;) GO HFJ!!
  Væri æðislegt að fá þetta og geta keypt eitthvað fyrir mig! Vantar svo brh eftir að vera með litla guttan minn á brjósti!

 248. Jónína Guðrún

  2. December 2015

  Vá þetta yrði æðislegt !! Myndi svo sannarlega minka jólastressið hjá manni og ekki skemmir að allar þessar verslanir eru í fallega firðinum , maður fer sko alltof sjaldan þangað að versla :) En þessi gjafabréf myndu koma að góðum notum ❤️

 249. Edda Rún Fossberg

  2. December 2015

  Oooo! Þetta yrði miklu meira en frábært, er að byrja búa eftir áramót og myndi svona vinningur gleðja mig og kærastann þvílíkt mikið :)
  Haldið áfram að vera frábær síða! <3

 250. Ingibjörg Ólafsdóttir

  2. December 2015

  Væri algjörlega yndislegt að vinna svona veglegt gjafabréf fyrir jólin :)

 251. Sandra Dis

  2. December 2015

  Vá þetta væri svo mikið æði! Í fyrsta lagi þá langar mig alveg rosalega í þetta því þetta er svo rosalega flottar vörur.
  Í öðrulagi þá myndi þetta bjarga mér alveg í prófunum því é yrði svo rosalega glöð að fá svona glaðning!
  Þriðja lagi þá er ég að fara að útskrifast núna um jólin og það er margt sem þarf að græja fyrir sjálfan sig til þess að líta vel út, sem kostar alveg sitt og þá myndi þetta bjarga mér MJÖG mikið<3

 252. Guðlaug Hanna Vilhjálmsdóttir

  2. December 2015

  Já takk :) Væri til í að kaupa fallegar IItala vörur undir jólakonfektið og smákökurnar :)

 253. Rakel Tara

  2. December 2015

  þetta væri æði :)) flott til þess að kaupa jólagjafir fyrir fjölskylduna :)

 254. Sigríður Þóra Kristinsdóttir

  2. December 2015

  Ég væri mikið til í þennan vinning frá þessum fallegu búðum :D

  • Dagný Ýr Friðriksdóttir

   2. December 2015

   Já takk, þetta eru allt svo fallegar búðir hérna í Hafnarfirði ❤️ Það væri algjör draumur að vinna!!!

 255. elva sveinsd

  2. December 2015

  Vá æði, ég vil! Er búin að vera að reyna að setja inn komment hingað inn í símanum mínum en fékk alltaf villu. Fór því í tölvuna núna til öryggis og set þetta inn….ættla ekki a klikka á að vera með í þessum leik sko :) Verða þá kannski bara fleiri en eitt komment frá mér…haha. Gleðileg jól !

 256. Arndís

  2. December 2015

  Það sem ég væri til í þetta :-)

 257. Marta Sigurðardóttir

  2. December 2015

  Á þetta eflaust ekkert meira skilið en hver önnur en ef ég yrði svo heppin að vinna þá yrði ég himinlifandi og myndi án efa skipulegga dagsferð í kaupstaðinn og dekra við mig með vinningunum og upplifa í leiðinni hvað fallegi fjörðurinn hefur uppá að bjóða :)

 258. Karen Sif

  2. December 2015

  já takk væri svooo geggjað

 259. Sveinbjörg Jónsdóttir

  2. December 2015

  Já takk..langar mikið að eignast fallega hluti úr þessum æðislegu verslunum til að gera heimili mitt fallegra :)

 260. Margrét Arna Vilhjálmsdóttir

  2. December 2015

  Það væri ekki leiðinlegt að vinna þetta. Það eru ekki til neinir rosalegir peningar hjá námsmönnunum fyrir jólagjöfum og svo væri auðvitað mikill plús að geta fengið sér smá fínt í leiðinni :)

 261. Vala Dögg

  2. December 2015

  Mig hefur langað í fatnað frá Andreu lengi…LENGI..mjög lengi. Ég var meira að segja að spá í að fá hana til að sauma á mig brúðarkjólinn svo þetta kæmi sér svo vel fyrir mig en síðan færi ég beint yfir til Siggu og Timo og við hjúin myndum velja okkur hring hjá þeim því þau eru með svo guðdómlega hringi! Að því loknu færum við í Litlu hönnunarbúðina, til Heiðdísar og í Útgerðina og myndum velja okkur eitthvað falleg fyrir heimilið…því það er svo gott í hjartað. Dásamlegt alveg ;)

 262. Helga Sigvaldadóttir

  2. December 2015

  Er alltaf á leiðinni í HB búðina til dæmis, Flottar verslanir ! Væri meira en til í að skreppa í verslunarleiðangur í Hafnarfjörðinn :)

 263. Fífa

  2. December 2015

  Gleði. …gleði

 264. Brynhildur Dóra Borgarsdóttir

  2. December 2015

  Já takk, er fátækur námsmaður og þetta myndi ekki bara bjarga jólunum heldur bjarga mér fram að næsta sumri!

 265. Evíta Dögg Liljudóttir

  2. December 2015

  Þvílík hamingja á þessum bæ ef við yðrum svo heppin að vinna <3

 266. Ásdís Oddsdóttir

  2. December 2015

  Vá, þetta væri frábær jólagjöf, ég á einmitt rætur í Hafnafjörðinn og finnst yndislegt að koma þangað og rifja upp góða tíma :)

 267. Sigríður Guðrún

  2. December 2015

  Myndi gleðja mig mikið, svo myndi ég örugglega finna eitthvað fallegt fyrir mína nánustu þarna líka :)

 268. Lilja Kro

  2. December 2015

  Þetta eru æðislegar verslanir! Ég yrði afar þakklát ef ég myndi vinna. Jólakveðja, Lilja :)

 269. Kristín

  2. December 2015

  Vá væri æði að fá þetta og geta deilt gleðinni með fjölskyldunni :)

 270. Ásta Dröfn

  2. December 2015

  Þetta kæmi sér virkilega vel fyrie jólin, bý reyndar á Akureyri en við lifum víst á tækniöld og flest allar verslanir eru nú með netverslanir

 271. Guðrún Anna Hákonardóttir

  2. December 2015

  Að vinna þetta yrði yndisleg lok á árinu, og myndi hjálpa svakalega með jólagjafir handa nánustu vinum og fjölskyldu. <3

  • Halla Þórdís Magnúsardóttir

   11. December 2015

   Vá þetta er leikur sem allir vilja vinna! Ástæðan mín er sú að ég var að flytja að heiman og vantar skraut í nýja heimilið og myndir á veggina oþh

 272. Viktoría Kr Guðbjartsdóttir

  2. December 2015

  Það væri dásamlegt að ljúka fæðingarorlofinu með jólaverslunarferð í fjörðinn, kaupa jólagjafir og aðeins að fríkka upp á heimilið :) <3

 273. Dögg Guðmundsdóttir

  2. December 2015

  Já takk ;)

 274. Herdís Stefánsdóttir

  2. December 2015

  Væri dásemd – allt svo fallegar verslanir í uppáhalds bæjarfélaginu mínu ;)

 275. Hildur Sigrùn

  2. December 2015

  Virkilega flottur glaðningur. Væri gaman að gleðja nànustu fjölskyldumeðlimi.

 276. Hekla Fjölnisdottir

  2. December 2015

  Eeelska líka búðirnar í firðinum fagra og fer oft í búðarölt á Strandgötu sem endar með kaffi á Súfistanum og góðri bók á bókasafninu. Það væri algjör draumur að vinna þessi gjafabréf handa fjölskyldunni, þau yrðu í skýjunum með þetta :)

 277. Hugrún Guðmundsdóttir

  2. December 2015

  Veglegasti gjafaleikur sem ég hef séð. Mikið væri gaman að vinna svona margt fallegt.

 278. Tanía Björk Gísladóttir

  2. December 2015

  Þetta gjafabréf væri svo vel þegið fyrir námsmannavinnandimömmuna og geta bæði fengið smá sætt á sjálfa mig og fallegt fyrir heimilið. Svo mikið í þessum verslunum sem mig er búið að dreyma um að kaupa og ekki verra að styrkja menningarlífið í hafnarfirði þar sem við komum nú líklega til að koma okkur fyrir þar eftir nám :)

 279. Dóra Björg Ingadóttir

  2. December 2015

  Já takk, þetta kæmi sér æðislega vel :)

 280. Hildur Helga Kristinsdóttir

  2. December 2015

  Mikið myndi þetta koma sér vel! Allt verslanir í uppáhaldi og vörurnar hver annarri fallegri :)

 281. María Björk Stefánsdóttir

  2. December 2015

  Váá þađ væri gaman ađ vinna, æđislegar búđir

 282. Ásrún

  2. December 2015

  Jiii hvað það væri gaman að fá svona pakka eftir próf og verkefnaskil í skólanum :D

 283. Birta Kristín Helgadóttir

  2. December 2015

  Já takk! Hvílíkt sem það myndi gleðja að fá svona fallega gjöf og létta aðeins á gjafakaupum í jólamánuðinum :)

 284. Helga

  2. December 2015

  Frábærir og veglegir vinningar :) Vona að heppnin sé með mér, það væri æðislegt med smá dekur fyrir sjálfan mig, og smá útskriftargjöf frá mér til mín i boði svart á hvítu eftir langa skólagöngu.

 285. Hafdís Tinna

  2. December 2015

  Vá vá vá! Allt svo fallegar búðir með fallegum vörum.
  Hefði ekkert á móti því að detta í smá shopping spree í fagra firðinum þínum :)

 286. Margret Unnur Ploder

  2. December 2015

  Þetta myndi bjarga jólunum! <3

 287. Telma Hjaltalín

  2. December 2015

  Já takk, þetta myndi gleðja mig mikið :-)

 288. Sonja Nikulásdóttir

  2. December 2015

  Það væri snilld að vinna þetta þar sem ég vinn aldrei í svona leikjum!

 289. Jóhanna

  2. December 2015

  Mig er búið að dreyma um flík frá Andreu í mörg ár, finnst kominn tími á að það verða að veruleika :)

 290. Ingifríður R. Skúladóttir

  2. December 2015

  Þegar maður á 7 börn og 2 barnabörn setur maður sig oftast í síðasta sætið og hefur því ekki átt möguleika á að eignast svona fallega hluti. Þessi vinningur myndi kannski breyta því :)

 291. Hildur Kristins

  2. December 2015

  Ó þetta myndi gleðja mig svo mikið. Kominn tími á makeover á mínu heimili. Svo er alltaf gaman að gefa fallegar gjafir :)

 292. Friðrika Hanna

  2. December 2015

  Það væri dásamlegt að vinna þetta og fá að gefa mikilvægustu konunum í lífi mínu jólagjafirnar sem þær eiga svo sannarlega skilið að fá!

 293. Halla Kristín Kristinsdóttir

  2. December 2015

  Vá já takk, væri algjör draumur :)

 294. Helga Björg Sigurðardóttir

  2. December 2015

  Vá, hvað það yrði geggjað að dressa sig upp fyrir jólin og kaupa eitthvað fallegt fyrir heimilið eða jólagjafir .. frábært að versla bara í firðinum mínum fagra :)

 295. Daisy Heimisdótir

  2. December 2015

  Væri svo gaman að fá svona gjafabréf! Myndi henta okkur mjög vel til að kaupa inná heimilið, klára jólagjafirnar og gera vel við sig í tilefni jólanna :)

 296. Ingibjörg Petra

  2. December 2015

  það væri æðislegt að geta notað þetta til að gera fallegt heima – er ennþá í “mission-i” að gera heimilið eins og það á að vera eftir að við fluttum inn :)

 297. Helga Sigvaldadóttir

  2. December 2015

  Er alltaf á leiðinni í HB búðina til dæmis, Flottar verslanir ! Væri meira en til í að skreppa í verslunarleiðangur í Hafnarfjörðinn :) frábært :)

 298. Eva Dögg Sigtryggsdóttir

  2. December 2015

  Væri draumur :)

 299. Sara Ósk Rodriguez Svönudóttir

  2. December 2015

  Mikið langar mig að eignast þetta. Held mikið upp á íslenska hönnun og það væri því draumur í dós að eignast nokkra fallega hluti inn á heimilið og á sjálfan mig, langar rosalega mikið að dressa mig upp í íslenska hönnun um jólin.

 300. Ingunn Þorvarðardóttir

  2. December 2015

  Þetta væri frábær kjarbót í jólagjafainnkaupin – myndi örugglega samt lauma einni jólagjöf handa sjálfri mér með :)

 301. Jórunn Gröndal

  2. December 2015

  Þetta myndi gleðja mig mikið og ég gæti glatt aðra líka með því að deila með mér :)

  • Helga Sigvaldadóttir

   2. December 2015

   Er alltaf á leiðinni í HB búðina til dæmis, Flottar verslanir ! Væri meira en til í að skreppa í verslunarleiðangur í Hafnarfjörðinn :) Snilld :)

 302. Berglind Bergsdóttir

  2. December 2015

  Rosalega væri dásamlegt að vinna þessi gjafabréf, dauðlangar að versla í öllum þessum búðum! Þetta kæmi sér vel, ég á von á barni nr. 2 í desember og væri gaman að versla sér ný föt og hvað þá undirföt. Óskalistinn minn fyrir heimilið er heillangur, ég gæti stytt hann örlítið með þessum vinningi:) ;)

 303. Sólveig Hauksdóttir

  2. December 2015

  Vá, ég hafði ekki hugmynd um að það væru svona margar skemmtilegar búðir í Hafnarfirði. Það væri æðislegt að skreppa í verslunarferð þangað og kaupa skemmtilegar gjafir handa mínum nánustu.

 304. Sigríður Klemensdóttir

  2. December 2015

  Það væri svo gaman að gleðja góðar vinkonur, systur og dóttur með svona fallegum gjöfum og eitthvað svolítið fyrir mig líka.

 305. Bára Sif

  2. December 2015

  Það væri æðislegt að fá gjafabréf!

 306. Helena Guðlaugsdóttir

  2. December 2015

  Væri draumur að vinna svona veglega gjöf.

 307. Daisy Heimisdóttir

  2. December 2015

  Væri svo gaman að fá gjafabréf! Myndi henta okkur svo vel til að kaupa inná heimilið, klára jólagjafirnar og gera vel við sig fyrir jólinn :)

 308. Rósa Margrét Húnadóttir

  2. December 2015

  En dásamlegt! Ég flutti á nýjan stað á þessu ári, og er að búa til huggulegt heimili fyrir mig og dæturnar tvær og erum við allar fagurkerar :)

 309. Berglind Ósk Guðmundsdóttir

  2. December 2015

  Ég held ég eigi þetta jafnmikið skilið og allir sem taka þátt :) En mikið yrði ég glöð að vera dregin út :)

 310. Sólveig Hauksdóttir

  2. December 2015

  Vá þetta væri æðislegt! Ég myndi njóta þess að rölta um miðbæinn í Hafnarfirði og kaupa fallegar gjafir handa mínum nánustu.

 311. Àsta Guđrùn

  2. December 2015

  Và, rosalega flottur vinningur og ekki annađ hægt en ađ freista gæfunnar og vera međ. Takk fyrir skemmtilegt blogg

 312. Helga Soffía Guðjónsdóttir

  2. December 2015

  Það væri sko æði að vinna þetta <3 Er ný flutt að heiman og það væri nú ekki leiðinlegt að geta bætt nokkrum gersemum í íbúðina, fyrir utan að geta kannski keypt fína jólagjöf fyrir mig sjálfa og mína nánustu :)

 313. Guðrùn Sigrìður Geirsdòttir

  2. December 2015

  Kæmi sér vel að fá þennan vinning mikið af fallegum vörum sem kæmu sér vel á nýja heimilinu mìnu og einnig nokkrar jòlagjafir handa fjölskyldunni :-)

 314. Áróra

  2. December 2015

  Það væri ótrúlega gaman að rölta niður í miðbæ vel vopnuð gjafabréfum og sækja LOKSINS draumakjólinn hjá Andreu, ég veit að ég yrði svo ekki í neinum vandræðum með að finna mér eða öðrum eitthvað fallegt á hinum stöðunum ;)

 315. Álfhildur

  2. December 2015

  Var einmitt að uppgötva HB búðina á facebook í gær. Er á leið þangað næstu daga. Væri ekki leiðinlegt að versla í Firðinum fagra :). Hljómar mjög spennandi

 316. Karen Lilja Sigurbergsdóttir

  2. December 2015

  Væri sko hriiikalega til í þetta í afmælis- og jólagjöf :)

 317. Berglind Guðmundsdóttir

  2. December 2015

  Dásamlega fallegar vörur frá flottum fyrirtækju. Ég fengi ekki kökk heldur kekki ef ég myndi detta í lukkupottinn, svei mér þá ef það kæmi ekki tár. Secret ….secret :)

  Kær kveðja,
  Berglind

 318. Hrafnhildur Halldórsdóttir

  2. December 2015

  Vá! það væri draumur að fá gjafabréf í þessar top búðir!! :D

 319. Katrín Björk Þórhallsdóttir

  2. December 2015

  Vá hvað þetta væri mikill draumur! ;)

 320. Ágústa Harrysdóttir

  2. December 2015

  Vá! Þetta væri geggjað, mig nefninlega bráðvantar fallega hluti úr fallegasta bænum! Kv stoltur hafnfirðingur :)!

 321. Íris Eva Sigurgeirsdóttir

  2. December 2015

  Já takk, það væri dásamlegt þar sem við vorum að flytja og þætti yndislegt að geta keypt fallega hluti í búið og jafnvel á okkur sjálf:)

 322. Berglind Guðmundsdóttir

  2. December 2015

  Mikið er þetta dásamlega rausnarlegt og fagrar vörur. Ég hefði svo gaman af því að gera vel við mig og fólkið mitt og sé þarna mikla möguleika :)

 323. Guðrún Kr Ivarsdóttir

  2. December 2015

  Meiriháttar flottur vinningur og margt fallegt hægt að fá sér og ekki veitir að fyrir jólin svo er afmælið þann 16.des :) kærar jólakveðjur

 324. Fjóla Dís Markúsdóttir

  2. December 2015

  Ég er fæddur og uppalinn Grafarvogsbúi sem var að enda við að kaupa sína fyrstu íbúð fjarri heimaslóðum – í Hafnarfirðinum. Þessi bær er dásamlegur og ég hlakka mikið til að kynnast honum betur. Ég myndi þiggja þennan vinning með milljón þökkum því ég á eftir að kaupa allt fallegt í nýju íbúðina til að gera hana að minni, þetta myndi því gleðja gríðarlega!! :)

 325. Anonymous

  2. December 2015

  Það væri yndis að getað fundið fallegar gjafir fyrir ástvini sem hafa staðið við bakið a mer eftir að hafa flutt aftur til Íslands með alla aleiguna í einni ferðatösku eftir margra ara sjálfboðastarf í Asíu. Kannski líka lauma einhverju fallegu inn á nýja heimilið mitt sem er mjög tómlegt og litlaust.

 326. Guðrún Ásta Þrastardóttir

  2. December 2015

  Myndi koma sér vel í fæðingarorlofinu að geta frískað eitthvað upp á sig fyrir jólin og auk þess gefa konunum í kringum mig fallegar gjafir.

 327. Barbara

  2. December 2015

  Vá hvað ég væri til í þessi gjafabréf! Heimilið er enn ansi bert eftir að við keyptum í ágúst & vantar allan karakter. Svo hef ég ekkert keypt fyrir sjálfa mig í rúmt ár en myndi líklega gefa helling með mér

 328. Karítas Pétursdóttir

  2. December 2015

  Vááá hvað þetta er flottur jólaleikur :) Væri mikð til í að vinna og versla í heimabænum mínum sem ég elska svo mikið að búa í :) Áfram Hafnarfjörður! híhí ást & friður

 329. Alda

  2. December 2015

  Myndi gleðja mig mjög mikið.

 330. Helga Ingimundardóttir

  2. December 2015

  Thorsplanið stendur alltaf fyrir sínu og eiginlega miklu meira kósý að versla þar en í 101. Áfram hýri Hafnarfjörður!

 331. Áróra

  2. December 2015

  Það væri ótrúlega gaman að rölta niður í miðbæ vel vopnuð gjafabréfum og sækja LOKSINS draumakjólinn hjá Andreu, ég veit að ég yrði svo ekki í neinum vandræðum með að finna mér eða öðrum eitthvað fallegt á hinum stöðunum

 332. Erla Heimisdóttir

  2. December 2015

  Hvar á ég að byrja, elska allar þessar verslanir og þar sem ég er gaflari í húð og hár þá er einstaklega gaman að sjá hvað Strandgatan hefur lifnað mikið við síðustu ár. Ekki skemmir heldur fyrir hversu flottar og fallegar verslanirnar eru. Ég mun klárlega fara í fallega fjörðinn minn og finna nokkrar jólagjafir þar og ekki skemmir fyrir að maður getur bara gengið í þessu fallega vetraverði.

 333. Alda

  2. December 2015

  myndi gleðja mig mikið

 334. ”Já takk”;)Vá Glæsilegt,ég á þetta eflaust ekkert meira skilið en hver önnur,en hvað þetta myndi gleðja mitt hjarta og kæmi sér heldur betur vel :)Gleðileg jól :)

 335. María E Kjartansdóttir

  2. December 2015

  Það myndi gleðja mikið og létta undir hjá óléttri konu, sem fleiri myndu síðan njóta góðs af :-)

 336. Anna María Axelsdóttir

  2. December 2015

  Það er alltaf frábært að versla í sínum heimabæ. Hafnarfjörður er yndislegur bær og það er svo frábært að sjá miðbæinn dafna og blómstra með öllum þessum flottu og sérstöku verslunum. Mikið væri skemmtilegt að gefa bara gjafir úr Hafnarfirði í jólagjöf :)

 337. Hugrún Hannesdóttir

  2. December 2015

  Er einmitt að fara að flytja eftir áramót og væri æðislegt að geta keypt eitthvað fínt fyrir nýja heimilið :)

 338. Hrafnhildur Tyrfings

  2. December 2015

  Vá en vegleg gjöf!
  Þar sem 6ára sonur minn og 6mánaða tvíburadætur mínar ganga fyrir alla daga, þá væri yndislegt að gera vel við sig fyrir jólin <3

 339. Heiðrún Harðardóttir

  2. December 2015

  Já takk :) Vantar svo mikið fallegt í íbúðina mína og er eftir að kaupa nokkrar jólagjafir svo þetta væri frábært fyrir það :)

 340. Assa Hansen

  2. December 2015

  Föðurfjölskyldan er úr þessum fallega firði og hef ég eytt ófáum stundum þarna í gamla bænum :)
  Æðislegt að sjá hversu lífleg Strandgatan er orðin og bætist í hana með hverju árinu.
  Ég krosslegg bara putta og vona það besta, væri voða gaman að skreyta sænsku kytruna okkar með fallegri íslenskri hönnun :)
  Erum einmitt að koma heim í desember svo maður gæti bara valið sér strax ef maður verður svona heppin xx

 341. Herdís Harpa Jónsdóttir

  2. December 2015

  Vegna þess að ég hef aldei unnið í facebook leik og ég er fátækur námsmaður og þetta væri svo kærkomið og myndi fullkomna jólin mín ef ég myndi vinna :)

 342. Helga Dís Halldórsdóttir

  2. December 2015

  Jáaa væri ekkert smá til í að frá svona flotta vinninga :D:D

 343. Sandra

  2. December 2015

  Vá, já væri þvílíkt til í þetta til þess að gleðja mig og aðra !

 344. Kristrún Bernhöft

  2. December 2015

  Æ hvað það myndi gleðja mig mikið :)

 345. Anna Heiður Eydísardóttir

  2. December 2015

  Mér finnst þetta svo ROSALEGA flott og væri ótrúlega ánægð ef ég mundi vinna :D

 346. Aníta Ósk

  2. December 2015

  Vá já takk, það væri ekki leiðinlegt að fara inní jólin með þessi gjafabréf! :)

 347. Tinna Ósk

  2. December 2015

  Vá hvað þetta væri yndislegt og myndi koma sér vel á nýja heimilið sem er einmitt í firðinum fagra :) á ennþá eftir að gera allt fínt og setja upp eitt krílaherbergi fyrir krílið sem kemur í febrúar.

 348. Klara Rún

  2. December 2015

  Það væri æðislegt að vinna þennan vinning .. Svo margt fallegt hægt að fá í firðinum .. Strandgatan er alltaf að verða skemmtilegri og skemmtilegri

 349. Signý Sveinsdóttir

  2. December 2015

  Það myndi gleðja mig svo mikið :)

 350. Signý Sveinsdóttir

  2. December 2015

  Það myndi gleðja mig óendanlega mikið :)!!

 351. Lísa María Ragnarsdóttir

  2. December 2015

  Vá þetta eru æðislegir vinningar, ég myndi nota þessa vinninga í að kaupa jólagjafir handa fjölskyldunni og kannski eitthvað i jolagjöf frá mér til mín

 352. Elín Áslaug Helgadóttir

  2. December 2015

  Já það væri algjör draumur að vinna eitthvað fallegt eftir desemberprófageðveikina! Myndi gleðja mig mjög :)

 353. Herdís Jónsdóttir

  2. December 2015

  Flottar vörur hjá ykkur. Væri frábært að eignast eitthvað án þess að þurfa að hugsa um það hvort það rúmist innan fjárhagsáætlunar :)
  Jólakveðja

 354. Dagný Vala Einarsdóttir

  2. December 2015

  Svo fallegar vörur í öllum þessum verslunum, væri frábært að fá svona jólaglaðning! :)

 355. Solveig María Kristinsdóttir

  2. December 2015

  Það væri yndislegt að eyða þessum gjafabréfum í þessum fallegu búðum í besta firðinum :)

 356. Bergþóra

  2. December 2015

  Ég tek sjaldan þátt í svona leikjum – enda vinn ég aldrei neitt – en eitthvað við þennan leik togaði í mig og því vona ég svo sannarlega að heppnin verði með mér í þetta skiptið!

 357. Heiðrún Þórarinsdóttir

  2. December 2015

  Þetta er ekkert smá flott gjöf! Væri ótrúlega gaman að geta laumað einhverju af þessu í jólapakkan hjá systrum og vinkonum auk þess að geta trítað sjálfan sig örlítið fyrir jólin! :)

 358. Katrín Ása Heimisdóttir

  2. December 2015

  Það er svo mikið af fallegum búðum í Hafnafirði og væri gaman að kaupa sér eitthvað fallegt :D

 359. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir

  2. December 2015

  Held ég eigi skilið að dekra aðeins við sjálfa mig eftir að hafa eignast 3 börn á 3 &1/2 ári

 360. Sigrún Sif Þorbergsdóttir

  2. December 2015

  Ég à að vinna leikinn AFÞVI MIG LANGAR SVO Í EITHVAÐ FALLEGT!!!

 361. Dagný Steinarsdóttir

  2. December 2015

  Já takk það yrði draumur að vinna þetta ! um að gera að byrja strax að sína 6 vikna gamalli dóttur minni svona fallega hluti :)

 362. Hvar á maður að byrja? Þetta eru allt geggjaðar verslanir! Hver væri ekki til í svona æðislegan vinning til að treata sig? Maður gerir lítið af því þegar maður er grasekkja með eina 18 mánaða ;)

 363. Anna Pálsdóttir

  2. December 2015

  Væri hreinlega draumur að rætast fyrir fátæka námsmanninn mig að hreppa þennan æðislega vinning! Algjörlega lífga jólin bæði að gera vel við sjálfa mig og fólkið mitt :) Ég byrja bara að nota the Secret á fullu og sé sjálfa mig með vinninginn í höndunum!

 364. Ágústa Ýr Sigurðardóttir

  2. December 2015

  Það væri bara æði að rölta um og klára jólagjafirnar í þessum fallegu verslunum :)

 365. Emma

  2. December 2015

  Þetta væri nokkrum númerum of geggjað!! Væri gaman að geta deilt svona spennandi gjafabréfum með fjölskyldunni og kaupa fallega hluti í nýtt herbergi fyrir einn lítinn kút!

 366. Oddný Ása

  2. December 2015

  Ó já takk :) yrði æði að renna í Hafnarfjörðinn fyrir jól og versla í öllum þessu flottu búðum. Það er orðin hefð hjá okkur að kíkja á jólaþorpið, svo það myndi ekki skemma fyrir að vinna þessa glæsilegu gjöf :)

 367. Ásta Björk Halldórsdóttir

  2. December 2015

  Það myndi gleðja mig svo ótrúlega mikið að eignast gjafabréfið og ekki myndi nú skemma fyrir að geta verslað jólagjafirnar eða eitthvað fínt fyrir sjálfa mig í mínum heimabæ :) Hafnarfjörður er bara langfallegasti fjörðurinn :)

 368. Dóra Sif Sigtryggsdóttir

  2. December 2015

  Af því að ég elska hönnun og að sjálfsögðu Hafnarfjörð enda Akureyri okkar Akureyringa fyrir sunnan ;)

  Hönnun og Hafnarfjörður – getur ekki klikkað

 369. Yrsa Stelludóttir

  2. December 2015

  Æðislegar búðir og eftir þessa próftörn væri æðislegt að komast í smá shopping í firðinum fagra :) :)

 370. Erla María

  2. December 2015

  Vá það væri draumur að fá svona flott jólagjöf. Mig hefur alltaf langað til þess að kaupa mér eitthvað fallegt í þessum búðum enda er ég Hafnfirðingur í húð og hár og væri svo til í að geta loksins keypt eitthvað fallegt hjá þeim

 371. Sigrún Pálsdóttir

  2. December 2015

  Þessi vinningur væri snilld fyrir svona jólastressaða manneskju eins og mig, væri komin með fullkomnar gjafir handa öllum :))

 372. Jùlìana Kristbjörg

  2. December 2015

  Ég tek reglulega röltið ì Hafnarfirðinum á strandgötuna og læt mig dreyma… Væri ekki amalegt að nálgæst þær gersemar og gera fìnt heima … Jù og mögulega lauma smá ì jòlapakkana:)

 373. Auður Guðmunds

  2. December 2015

  Vá, það yrði þvílíkur jóladraumur eftir langa prófatörn að fá svona vinning

 374. Guðbjörg Ester Einarsdóttir

  2. December 2015

  Jiii þetta væri bara svo fullkomin gjöf fyrir mig og kærastann sem stefnum á að flytja í okkar fyrsta hús á nýju ári :) Þessar búðir eru æði og bjóða uppá svo flottar vörur :) Gaman líka að sjá hvernig búðargatan í Hafnarfirði hefur lifnað aftur við og sérstaklega núna um jólin, það verður ekki meira jólalegra en að rölta um Strandgötuna og kíkja í búðarglugga :) Gleðileg jól ❄️

 375. Kristín Lilja Thorlacius Björnsdóttir

  2. December 2015

  Þetta er ekkert smá glæsilegur vinningur og ég er svo hjartanlega sammála þér með það að versla í heimabyggð þó ég myndi láta mig hafa það að eyða þessum peningum í Hafnarfirði þó ég búi samt ekki þar :)

 376. Erla Sóley Eyþórsdóttir

  2. December 2015

  Það væri frábært að vinna gjafabréfið og geta keypt fallegar jólagjafir fyrir fólkið mitt <3

 377. Sólveig Geirsdóttir

  2. December 2015

  Það væri algjör draumur að vinna þetta gjafabréf, svo margt fallegt í þessum búðum sem mig langar í en buddan leyfir ekki ;)

 378. Hafdís Björk Jensdóttir

  2. December 2015

  Yrði svo kærkomið, elska að versla í heimabyggð og eru þessar verslanir í miklu uppáhaldi :) Krosslegg fingur og tær!

 379. Halldóra

  2. December 2015

  Ó mæ, en æðisleg jólagjöf! Mér finnst ég nú ekkert endilega eiga þetta meira skilið en einhver annar, en ég yrði óendanlega glöð og þakklát ef þessi gjöf yrði mín <3

 380. Álfrún Baldursdóttir

  2. December 2015

  Það væri draumur að fá þessa gjöf til að gleðja vini og vandamenn!

 381. Harpa

  2. December 2015

  Veit að mamma myndi elska að fá gjafir þaðan, væri gaman að geta glatt hana :)

 382. Petrún Sigurðardóttir

  2. December 2015

  Sem mikið jólabarn sem á lítið af pening á milli handanna þá myndi þetta hjálpa mjög mikið. Mjög fallegar og skemmtilegar vörur í þessum búðum sem eru þarna, en ég hef aldrei haft tækifæri til að kíkja. :)

 383. Sigrún Einarsdóttir

  2. December 2015

  Það væri bara frábært að vinna,mundi hjálpa upp á fjármálin hjá mér,svo væri mjög gaman að heimsækja Hafnafjörð í leiðinni ;)

 384. Rakel Heinesen

  2. December 2015

  Þar sem ég er búin að versla allar jólagjafirnar 26stk. Þá finnst mér ég eiga skilið að fá smá jólagjöf sjálf ☺️ Myndi samt öruglega enda á því að kaupa eithvað fallegt handa mömmu þar sem hún á það mest skilið ❤️

 385. Hrönn Vignisdóttir

  2. December 2015

  Já takk kæmi sér svo vel fyrir mig, myndi redda Jólunum :)

 386. Rakel Magnúsdóttir

  2. December 2015

  Æði! Fallegar búðir með fallegar vörur. Var einmitt að vinna niðri í miðbæ Hafnarfjarðar í sumar og það var alls ekki leiðinlegt að labba um bæinn og kíkja í búðargluggana (vann frá 6-10 svo það var ekki búið að opna, annars hefði ég að sjálfsögðu ekki saðist það að kíkja inn), ábyggilega fáir jafn spenntir þegar það var búið að breyta gluggaútstillingunum haha ! t

 387. Sólveig Auður Bergmann

  2. December 2015

  Ooo væri sko yndislegt að vinna þennan vinning svona þegar maður er að mygla í prófum :)

 388. Harpa

  2. December 2015

  Veit að mamma myndi elska gjafir þaðan, væri gaman að geta glatt hana.

 389. Berglind Hrönn

  2. December 2015

  Ég gæti vel hugsað mér að kaupa eitthvað fallegt í þessum fallegu búðum, og sérstaklega þar sem ég er nýbúin í prófum 13. des :)

 390. Petrún Sigurðardóttir

  2. December 2015

  Þetta væri frábært. Ég er mikið jólabarn og hef lítið á milli handanna eins og er (fátækur námsmaður :P). En það væri frábært að geta keypt einhverjar jólagjafir og svo eitthvað fyrir sjálfa mig. :)

 391. Álfrún

  2. December 2015

  það væri nú gaman að fá þessa fallegu gjöf og geta glatt vini og vandamenn

 392. Linda Bergmann

  2. December 2015

  Svo yndislega fallegt :)

 393. Salome Tómasdóttir

  2. December 2015

  Já vá þetta myndi gera helling fyrir mig og nýja heimilið mitt sem er ansi tómlegt ooog fataskápinn minn seem samanstendur af 2 svörtum buxur 2 hvítum bolum og nokkrum gollum ! Tala nú ekki um fallega skartgripi frá Sigga og Timó! hefur dreymt lengi um skratrgrip frá þeim! Svooo já þetta gjafabréf myndi gleðja mig mikið ! :)

 394. Sigurbjörg Jónsdóttir

  2. December 2015

  Þetta er ekki smá flott og vantar mig einmitt einhverjar svona flottar vörur til að fegra heimili mitt :) Er ekki með neitt hönnunargen í mér og vantar mig hjálp í þeim dúr.

 395. Dröfn Ágústsdóttir

  2. December 2015

  væri skemmtilegur vinningur, myndi bara leyfa öllum að velja sér jólagjafir, hveru gaman væri það

 396. Elsa Rakel Ólafsdóttir

  2. December 2015

  Já takk, væri yndislegt að fá svona fína afmælis/jólagjöf þar sem afmælið mitt er 24.des :-)

 397. Anna Dóra

  2. December 2015

  Vá hvað þetta myndi gleðja jólahjartað mitt mikið. Sem fráfluttur Hafnfirðingur þá er alltaf jafn kósí að kíkja í fallega fjörðinn minn:)

 398. Unnur

  2. December 2015

  Væri algjör draumur að vinna þessi gjafabréf, myndi gleðja eftir leiðinlega prófatíð :)

 399. Sunna Gylfadóttir

  2. December 2015

  Vá, já takk ! Ég á skilið heljarinnar therapy shopping því krakkinn minn vill ekki sofa á nóttunni og kallinn flýr bara út á sjó.

 400. Anna M Jónsdóttir

  2. December 2015

  Mikið væri ég til í þetta. Myndi gefa sjálfri mér eitthvað fallegt og leyfa henni yndislegu mömmu minni að njóta gleðinar með mér. ☺

 401. Theodóra Fanndal Torfadóttir

  2. December 2015

  Ég á þetta svo innilega skilið eftir erfiða önn í skólanum og væri til í að fá að dekra aðeins við sjálfa mig <3

 402. Ásta Haraldsdóttir

  2. December 2015

  Vá það væri æðislegt að vinna þetta! Þetta eru allt mjög girnilegar búðir! Elska bloggið þitt! Er að flytja inn í mína fyrstu íbúð og væri alveg til í eitthvað fallegt í hana <3

 403. Íris Kristinsdóttir

  2. December 2015

  Ég yrði svo afskaplega glöð að geta búið mér til fallegra heimili fyrir fjölskyldu mina :)

 404. Rebekka Guðjónsdóttir

  2. December 2015

  Væri frábært að vinna! Myndi svo sannarlega gleðja mitt hjarta:)

 405. Ingibjörg Lilja Pálmadóttir

  2. December 2015

  Þetta væri eiginlega of gott til að vera satt, myndi kaupa fallegar jólagjafir handa vinum og fjölskyldu :)

 406. Petrún Sigurðardóttir

  2. December 2015

  Þetta færi frábært að fá! Það væri gaman að geta keypt einhverjar jólagjafir og svo eitthvað fyrir sjálfa mig. Ég hef ekki mikið á milli handanna sem námsmaður á námslánum, en þetta myndi alveg redda jólunum. :)

 407. Aðalbjörg Birna Jónsdóttir

  2. December 2015

  Glæsilegur vinningur í frábærum verslunum!:) Það myndi gleðja mig svo mikið að vinna! Krossa fingur;) Takk fyrir<3

 408. Rebekka Ásmundsdóttir

  2. December 2015

  Það yrði algjör DRAUMUR!
  Búin að vera berjast við alvarlegan sjúkdóm, en er samt í skóla og vinnu og hef lítið sem ekkert geta unnið.
  Það yrði jóla-kraftaverk;) <3

 409. Unnur Árnadóttir

  2. December 2015

  Já takk væri algjör draumur að vinna þetta!!!

 410. Silja Baldvinsdóttir

  2. December 2015

  Eftir langt og viðburðaríkt ár með ♥ nýju barni ♥ & ♥ nýju húsi ♥ myndi ég þiggja svona skemmtilegt gjafabréf. Kaupa eitthvað fallegt handa mér, mínum og börnunum. Svo myndi ég nota hluta til jólagjafakaupa handa ástvinum ♥

 411. Anita Aðalbjargardóttir

  2. December 2015

  Yrði alls ekki leiðinlegt að vinna svona gjafabréf þar sem næst á dagskrá eru vonandi íbúðarkaup. Ég yrði voða ánægð að geta fyllt hana með fallegum hlutum :)

 412. Þórdís Erla Magnúsdóttir

  2. December 2015

  Ja takk! Þetta kæmi ser ekkert smá vel :)

 413. Hildur Torfadóttir

  2. December 2015

  Þetta er bara draumur í dós fyrir fátækan námsmann að geta gefið fjölskyldunni fallegar jólagjafir <3

 414. Hafey Viktoría Hallgrímsdóttir

  2. December 2015

  Væri æðislegt að fá þetta í jólagjöf mundi birta upp daginn :)

 415. Thelma Dögg Haraldsdóttir

  2. December 2015

  Ó guð hvað það væri yndislegt að fara í heimsókn í þennan fallega fjörð og kíkja í allar þessar flottur búðir :)

 416. Kristína Aðalsteinsdóttir

  2. December 2015

  Ef ég á að segja eins og er, þá finnst mér ég ekki verðskulda þennan vinning frekar en einhver annar. Hins vegar myndi hann gleðja mig ólýsanlega og er það mín ástæða fyrir því að ég tek þátt.

  Ég elska líka að rölta í Hfj og myndi vilja gleðja mömmu mína með einhverju fallegu ef ég ynni.

 417. Áslaug Ingvarsdóttir

  2. December 2015

  Það væri æðislegt að fá gjafabréf í þessum flottu verslunum og auðvitað yndislegt að versla í sínum heimabæ

 418. Hildur Sigurðardóttir

  2. December 2015

  Það væri bara svo dásamlegt að getað gefið mínum nánustu fallegar gjafir í jólagjöf

 419. Auður Birna Snorradóttir

  2. December 2015

  Ég væri meira en til í svona flottan vinning. Mig hefur dreymt um að gefa foreldrum mínum fallega og veglega gjöf síðustu árin en aldrei tekist það

 420. Halla

  2. December 2015

  Vá hvað ég væri til í þetta, elska Andreu og siggu og tímó. Hinar búðirnar eru líka rosa girnó ! mest notuðu flíkurnar þessa stundina eru meðgöngu og brjóstagjafaföt, væri því alveg til í að dressa mig aðeins upp og auðvitað að gera heimilið fínt líka

 421. Karen Björg jónsdóttir

  2. December 2015

  Vá hvað það yrði æðislegt að vinna þetta svona rétt fyrir jól vinn Aldrei! Í svona leikum , hehe

 422. Freydís Dögg Magnúsdóttir

  2. December 2015

  Þetta er jólaleikurinn sem ég vil vinna

 423. Ester

  2. December 2015

  Vá, þetta yrði yndislegur glaðningur

 424. Ingunn

  2. December 2015

  Það væri svo gaman að vinna svona geggjað gjafabréf rétt fyrir jólin. Ekki verra að þetta sé í uppáhalds bæjarfélaginu mínu ;)

 425. Sigríður Dröfn Tómasdóttir

  2. December 2015

  Mega flott! Væri til í að vinna þetta!

 426. Ragnheiður B.

  2. December 2015

  Þarna þekki ég þig – þetta er stórkostlegt! Reyndar þekki ég þig ekki neitt en þú kannt svo sannarlega að meta fallega hluti. Ég hef ótrúlega gaman af því að fylgjast með blogginu þínu og svei mér þá ef ég hafi ekki bara lært helling líka! Aldrei of mikið af fallegum hlutum, list, húsmunum, skarti og fötum! Þvílík dásemd :)

 427. Guðbjörg Hulda Einarsdóttir

  2. December 2015

  Hafnarfjörðurinn er dásamlegur. Ef ég ætla að komast í sanna gleði þá veljum við fjölskyldan að rölta um götur í miðbæ Hafnarfjarðar. Hvort sem er vetur eða sumar. Alltaf er jafn gaman að kíkja í búðir og fá sér svo kaffi á Súffustanum :) YNDI !!! :)

 428. Sigrún

  2. December 2015

  Þar sem við erum búin að búa i sumarbústað í 5 mánuði og því líkur í lok jan væri sko fátt betra en að fara í fjörðinn fallega og verlsa fallegt í pakka og í nýja húsið

 429. Ólöf Kolbrún Hrafnsdóttir

  2. December 2015

  Væri meira en til í gefa mínum nánustu fallegar gjafir og jafnvel eina flík fyrir mig líka :D Þar sem eg er ný flutt í Hafnarfjorðinn er þetta fullkomið :)

 430. María Rún

  2. December 2015

  Það væri æðislegt að vinna eitthvað fallegt, og jafnvel gleðja mömmu með eitthvað af þessum vinningum :)!

 431. Ester Rún Antonsdóttir

  2. December 2015

  Það væri yndislegt að fá svona fallega gjöf!

 432. Karítas Gissurardóttir

  2. December 2015

  ó mæ god – er þetta grín!? Ég á þetta skilið afþví ég á svo órómantískan mann sem gaf mér enga afmælisgjöf og kæmi mér ekkert á óvart að ég fengi enga jólagjöf frá honum heldur :o)

  Svo elska ég þessar búðir og vörurnar þeirra, bráðvantar nýjan brjóstahaldara og langar sjúkt mikið að vinna í facebook leik ;)

 433. Sara Kristín Sigurkarlsdóttir

  2. December 2015

  Margt svo yndislega fallegt :)
  Af því ég á það svo innilega skilið, eins og allir ;)

 434. Rósa Sólveig Steinarrsdóttir

  2. December 2015

  Þetta væri æði! langar svo í þessar flottu vörur :)

 435. Steinunn Hjartard

  2. December 2015

  Ég svo að ég fari ekki í jólaköttinn. Lífið þetta árið er búið að vera endless drama. Væri frábært að vinna þennan fallega pakka

  • Telma Dögg

   2. December 2015

   af því ég set mig allt of oft í síðasta sæti og fer iðulega í jólaköttin … væri til í að sleppa því í ár og eignast eitthvað fallegt á mig fyrir jólin :D

 436. Guðný Stefanía Stefánsdóttir

  2. December 2015

  Já takk

 437. Björk Stefánsdóttir

  2. December 2015

  Hversu yndislegt sem þetta væri, gaman væri að gera sér ferð suður og versla jólagjafir handa fólkinu mínu, og ekki verra að gera það í Hafnarfirði, myndi kíkja við á Austurgötunni þar sem langaamma og langafi áttu heima, yndislegur staður :-)

 438. Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg

  2. December 2015

  Jiii… þetta eru allra flottustu búðirnar:) Þvílíkur draumur sem það nú yrði að geta labbað inní þær allar og keypt hitt og þetta fallegt:) Ég held að ég geti ekki sagt neina ástæðu fyrir því að ég eigi þetta meira skilið en einhver annar, en ég á þetta alla vega alveg jafn mikið skilið:)

 439. Esther Ósk Arnórsdóttir

  2. December 2015

  ég hef marg oft látið mig dreyma um að eignast fallega flík frá Andrea í langan tíma en enn hefur ekki orðið af því og þess vegna væri yndilegt að vinna þennan frábæra veglega vinning, hönnunin í hinum verslunum er einnig mjög falleg og ég hefði sko ekki á móti því að skreyta heimilið mitt með einhverju fallegu.

 440. Guðný Björg Kjærbo

  2. December 2015

  Ég á ekki skilið að fá þennan fallega vinning frekar en einhver önnur en ég yrði afskaplega glöð ef ég myndi detta í lukkupottinn :)

 441. Jónína Sigrún Birgisdóttir

  2. December 2015

  Ég hefði ekkert á móti þvi að eignast hluti úr þessum frábæru verslunum sem eru í Hafnarfirði.
  Er búin að vera búsett í Hafnarfirði í nokkur ár núna og veit fátt skemtilegra en að rölta Strandgötuna með heitt kaffi í hönd, eða góðan ís á sumardegi með gríslingunum mínum :)

 442. Hildur Rut Sigurbjartsdóttir

  2. December 2015

  Af því ég á það skilið :)

 443. Sigdís Ágústsdóttir

  2. December 2015

  Ég þrái svo mikið að eignast þessa flottu JÓLAGJÖF og ekki verra að hún sé úr þessum flottu búðum hér í firðinum okkar :)

 444. Guðrún Hjaltalín

  2. December 2015

  Mig langar að vinna fallegar vörur :) annars myndi ég ekki taka þátt íi leikjunum og ég myndi láta dætur mínar njóta þess með mér þar sem önnur var að kaupa íbúð og hin nýbúin að eignast barn :)

 445. Berglind Klara

  2. December 2015

  Vá, held þetta sé flottasti vinningur sem ég hef séð á Facebook! Vinn aldrei neitt, en myndi gráta af gleði ef svo ólíklega vildi til að ég yrði dregin út, sérstaklega þar sem ég er búin að eyða 120 þús í bílaviðgerðir síðan í október en hefði klárlega frekar viljað eyða þeim pening í þessum búðum! elska þær!

 446. Hildur Mist

  2. December 2015

  Vá þetta mundi koma að góðum notum!! Væri draumur í dós að vinna þetta, við litla fjölskyldum mundum klárlega nýta þetta mjög vel :)!

 447. Klara Benjamínsdóttir

  2. December 2015

  Þetta væri draumur í dós ! Einstæð móðir í fæðingarorlofi og alls ekki mikill peningur á milli handanna :)

 448. Hildur Rut Sigurbjartsdóttir

  2. December 2015

  Af því ég á það skilið ;)

 449. Eydís Herborg Kristjánsdóttir

  2. December 2015

  Ég elska íslenska hönnun og er meðfallin því að maður eigi að versla í eigin heimabyggð. Ef ég myndi vinna þá myndi ég reyna að dreifa boðskapi jólanna og gjafmildis sem víðast og myndi skipta gjafakortunum niður á milli ættingja og vina heima :)

 450. Berglind

  2. December 2015

  væri geggjað að geta hjálpað mömmu og pabba um jólin, þar sem ég bý ekki heim lengur :D

 451. Harpa Hinriksdóttir

  2. December 2015

  Þú myndir gleðja mig alveg svakalega mikið

 452. Alexandra Björk Guðmundsdóttir

  2. December 2015

  Vá það yrði þvílíkur draumur að vinna í svona leik! og tilvalið rétt fyrir Jólin svo maður getur gefið eitthvað af vinningnum í jólagjafir :)

 453. Unnur Árnadóttir

  2. December 2015

  Þetta væri náttúrulega algjör draumur fyrir afmælið mitt og svo jólin líka!! Samfestingur frá Andreu er efst á óskalistanum <3

 454. Anna Árnadóttir

  2. December 2015

  Ég er mikill fagurkeri og á skilið að dekstra við mig einu sinni <3

 455. Sólveig Heiða Úlfsdóttir

  2. December 2015

  Þetta kæmi sér alveg voða vel, ég var að kaupa mína fyrstu íbúð og vantar því fallega muni til þess að fegra heimilið :)

 456. Rakel Sara

  2. December 2015

  Þetta eru svo æðislegar búðir! það væri draumur að fá svona vinning í lok próftarnarinnar ;)

 457. Lena Sif Rögnvaldsdóttir

  2. December 2015

  Væri yndislegt að geta keypt eitthvað fallegt handa fólkinu í kringum mig

 458. Álfhildur Eiríksdóttir

  2. December 2015

  Var einmitt að uppgötva hb búðina í gær á facebook. Væri magnað að fá tækifæri til að versla í Firðinum fagra

 459. Berglind Klara

  2. December 2015

  Vá!! held þetta sé flottasti vinningur sem ég hef séð á Facebook! Vinn aldrei neitt, en myndi gráta af gleði ef svo ólíklega vildi til að ég yrði dregin út, sérstaklega þar sem ég er búin að eyða 120 þús í bílaviðgerðir síðan í október en hefði klárlega frekar viljað eyða þeim pening í þessum búðum! elska þær!

 460. Kolbrún Lilja Arnarsdóttir

  2. December 2015

  Þetta væri yndisleg gjöf sem hægt væri að nýta jólagjafir, þessar búðir eru hver af annarri flottari, ég myndi þó nýta eitt gjafabréf í að versla mér útskriftarkjól og mögulega skart með því. Það toppar ekkert fjörðinn fagra…
  Gleðilega hátið <3

 461. Sandra Dögg Vignisdóttir

  2. December 2015

  Vá hvað þetta er flottur leikur!
  Skemmtilegt líka að þetta er uppáhalds verslunargatan mín hér á klakanum. Finnst hún svo óendanlega kózý og búðirnar svo bjútifúl! Þarft ekki heilan Laugaveg þegar þú hefur svona perlur + eitt notalegasta kaffihús höfuðborgarsvæðisins :)

 462. Hildur

  2. December 2015

  Segi ekki nei við svona. Er búin að vera í “tvöföldu” fæðingarorlofi með yndis tvíburastelpurnar mínar allt þetta ár.
  Mikil áhugamanneksja hönnun og fallegar verslanir almennt.
  Væri mikið til í að vera sú heppna svo ég gæti átt möguleika á að tríta sjálfa mig svolítið og dressað mig upp fyrir jólin hóhóhó :-)

 463. Eva Björk

  2. December 2015

  Væri dàsamlegt! Klàra seinustu jólaprófin í BA nàminu mínu 16.des og hef þà færi à að kaupa fallegar jólagjafir til að bæta við kossa/knús/kolaports gjafirnar sem fólkið mitt fær líka

 464. Hildur Sigurbjartsdottir

  2. December 2015

  Af því ég á það skilið ;)

 465. Eva Karlsdottir

  2. December 2015

  Ég bý í Belgíu og var að flytja inní yndislega íbúð í byggingu frá 18. öld. Þætti ekki leiðinlegt að geta sett fallegan svip á hana með flottri hönnun, hvað þá íslenskri! :)

 466. Arena Huld Steinarsdóttir

  2. December 2015

  Vá já! Myndi gersamlega bjarga jólunum :) !

 467. Kristín Auðbjörns

  2. December 2015

  Æ mikið væri það nú gaman!! Hef heldur aldrei unnið neitt

 468. Guðrún Halldórsdóttir

  2. December 2015

  Væri svo sannarlega til í gjafabréf í fallegustu verslunum Hafnarfjarðar.
  Jólakveðja.

 469. Hjördís Hrund Reynisdóttir

  2. December 2015

  Það væri æði að fá svona vinning úr heimabænum sínum :)

 470. Líney

  2. December 2015

  Gleðja góða fólkið mitt með þessum gersemum :-)

 471. Íris Ásgeirsdóttir

  2. December 2015

  ó já takk! það myndi gleðja mikið að fá þennan vinning :)

 472. Erla Sigurðardóttir

  2. December 2015

  Vá hvað það væri frábært

 473. Birgitta Rún Baldursdóttir

  2. December 2015

  Þetta myndi koma sér mjög vel!

 474. Telma Dögg

  2. December 2015

  afþví að ég set mig of oft í síðasta sætið.. og fer nánst árlega í jólaköttin…. væri til í að eignast eitthvað fallegt á mig fyrir jólin og sleppa jólakettinum í ár :)

 475. Eyrún Baldursdóttir

  2. December 2015

  Já takk, það væri gaman vinnanþennan vinning. Færi mikið í jólapakkana :)

 476. Særún Ómarsdóttir

  2. December 2015

  Það væri yndislegt að taka göngu um miðbæ fallegasta fjarðarins og klára að kaupa jólagjafirnar :)

 477. Dagrún Ósk Jónsdóttir

  2. December 2015

  Vá hvað þetta er flottur leikur og það væri alger snilld! Ég held að ég hafi aldrei verslað í neinni af þessum búðum en yrði sko ekki í vandræðum með það :D

 478. Stella Stefansdóttir

  2. December 2015

  Þetta er yndislegur vinningur og myndi gleðja mig mjög mikið <3
  Þessi miðbær er líka algjör perla sem gerir Hafnarfjörðinn meira og meira spennandi

 479. Harpa H Gísladóttir

  2. December 2015

  Vá það væri algjör draumur að vinna þennan pakka:) kæmi sér vel í jólagjafakaupum og til að fagna próflokum:)

 480. Anna Kara Eiríksdóttir

  2. December 2015

  Væri til í að vinna þetta því þetta er allt svo fallegt og mamma væri alveg pottþétt til í að fá smá af þessu :)

 481. Arna Iris Vilhjalmsdottir

  2. December 2015

  Mikið óskaplega væri gaman að geta keypt sér ný jólaföt og klárað jólagjafirnar í þessum fallegu búðum í Hafnarfirði :)

 482. Arndís

  2. December 2015

  Váá já takk væri geggjað !

 483. Ingibjörg S Ágústsd.

  2. December 2015

  Ég, kærastinn minn og litla stelpan mín erum að fá afhent okkar fyrsta heimili og það væri svo gaman að geta keypt fallega skrautmuni inná það í öllum fallegu búðunum í Hafnarfirði :)

 484. Erna Hörn Davíðsdóttir

  2. December 2015

  Vá allt svo fallegar búðir, myndi kaupa eitthvað fallegt fyrir sjálfa mig og myndi örugglega nota þetta líka til að versla nokkrar jólagjafir :)

 485. Sigrún Helga Jóhannsdóttir

  2. December 2015

  Ég elska Hafnarfjörð og elska búðirnar á Strandgötunni! Nota hvert tækifæri til að auglýsa þær við vini og vandamenn :)

 486. Erla Þórðardóttir

  2. December 2015

  Þetta væri alveg frábært. Eignaðist litla prinsessu í október sem á að skíra milli jóla og nýárs, þannig að það væri æðislegt að fá nýtt dress fyrir jólin og skírnina. Langar svo líka að kaupa stafrófsplaggatið hjá heiðdísi til að setja í herbergið hjá litlu dömuni og ekki væri verra að geta keypt sér ný nærföt til að líða aðeins meira sexý eftir meðgönguna ;) síðan verður mamma 60 ára á næsta ári og á sko skilið eitthvað fallegt frá sigga&tímon.

 487. Guðný Sigríður Eiríksdóttir

  2. December 2015

  Váá hvað það væri gaman að eignast þessa fallegu vinninga! :) Drauma jól <3

 488. Àsta

  2. December 2015

  Mikiđ væri yndislegt ađ fà svona dàsamlega gföf rètt fyrir jòlin er bùin ađ liggja ì lungnabolgu ì mànuđ og myndi svo algerlega þiggja dàsamlegar gjafir frà Hafnfirskum verslunum sèrstaklega þar sem Hafnafjørđur er svo fallegur og yndislegur stađur.

 489. Íris Harpa Stefánsdóttir

  2. December 2015

  Vá þetta væri æði – ekki verra að þetta sé allt í Hafnarfirði þá er stutt fyrir mig að skoða allt þetta fallega dót ! <3

 490. Ebba Særun

  2. December 2015

  Væri yndislegt í mínum fallega heimabæ Hafnarfirði

 491. Sunna Ottósdóttir

  2. December 2015

  Ég á það skilið vegna þess að ég hef verið fjarska góð :)

 492. María Kristjánsdóttir

  2. December 2015

  Þetta eru allt svo fallegar verslanir, myndi gleðja mig mikið að vinna!

 493. Hulda Magnúsdóttir

  2. December 2015

  Ég hef aldrei áður unnið í svona leik en mikið væri gaman að vinna þennan glæsilega vinning! :) Allt á þessum lista myndi sko gleðja mitt shopaholic-hjarta sem leyfir sér ekki mikið þessa daga með einn rúmlega eins árs heima :) Myndi alveg pottþétt nota eitthvað af þessu í gjöf fyrir elskulegann kærasta minn sem á afmæli í desember :)
  Ást og friður!

 494. Hafdís Helga

  2. December 2015

  Ég elska hvað eru komnar fallegar búðir í miðbæinn. Verður fallegt að versla þar fyrir jólin og fá sér svo heitt súkkulaði á Pallettunni <3

 495. EvaJónu

  2. December 2015

  Ooooh kemmentið mitt hvarf! Alla vega, mega vinningur ⭐️

 496. Maren Heiða Pétursdóttir

  2. December 2015

  Væri gaman að gera vel við sig í fæðingarorlofinu með þessum glæsilegu vinningum (mögulega myndi ég gefa með mér…;) og strika í leiðinni yfir marga hluti af endalausa óskalistanum :-)

 497. Ólafur Larsen

  2. December 2015

  Yndislega unnusta mín á svo sannarlega skilið þessa yndislegu gjöf hvort sem hún notar hana alla sjálf eða gefur með sér. Hún á skilið upplyftingu er svo dugleg að sinna heimilinu og litlu dóttur okkar þrátt fyrir ýmis áföll í lífi okkar. Gleðileg jól

 498. Sigrún H. Einarsd.

  2. December 2015

  Vá, svakalegur vinningur! Þetta eru svo sjúklega flottar verslanir að það yrði ekki erfitt að finna gersemar í þeim :)

 499. Unnur Borgþórsdóttir

  2. December 2015

  Þetta væri algjör draumur! Myndi koma sér vel í jólagjöfum (aðallega handa sjálfri mér) sér í lagi sem fátækur námsmaður :)

 500. Agla Þórarins

  2. December 2015

  Ég er eiginlega orðlaus þetta eru allt svo fallegar vörur. Ég yrði náttúrulega afskaplega glöð að hafa afsökun fyrir smá “me” time, til að kíkja í Hafnarfjörðinn og Strandgötuna. Mun amk mæta á aðventunni eins og venjulega að upplifa hafnfirska jólastemmningu.

 501. Guðbjörg Júlía Magnúsdóttir

  2. December 2015

  Væri algjör draumur að vinna! Gæti nýtt þetta í jólagjafir handa nánustu og jafnvel gefið mér smá verðlaun eftir allan próflesturinn í desember :)

 502. Ólöf Björk Ólafsdóttir

  2. December 2015

  Væri æðislegt að fá svona pakka fyrir jólin og myndi hjálpa mikið til :)

 503. Nanna Kristín

  2. December 2015

  Það væri æðislegt að geta afgreitt allar jólagjafir í einu bara í þessum fínu búðum í firðinum :)

 504. Aldís Ólöf

  2. December 2015

  Vá ! hvað ég væri mikið til í að eignast svona fallegar vörur í nýja kotið mitt <3 og jú ég myndi eflaust gefa fjölskyldunni fallegt líka (lofa engu samt) :D

 505. Harpa H Gísladóttir

  2. December 2015

  Vá væri algjör draumur að vinna þennan pakka:) væri gaman að kíkja eftir prófin og versla sér eitthvað fallegt :)

 506. Sunna Dís Ólafsdóttir

  2. December 2015

  Ó my god hvað þetta er svakalega flottur leikur !!
  Mig hefur alltaf dreymt um að geta verið prinsessa í einn dag ! Og gæti það svo sannarlega ef heppnin yrði með mér núna

 507. Karen Lísa Hlynsdóttir

  2. December 2015

  Glæsilegar vörur! Þetta myndi koma sér vel fyrir jólainnkaupin :)

 508. Ólafur Larsen

  2. December 2015

  Yndislega unnusta mín á skilið þennan glaðning hvort sem hún notar hann sjálf eða gefur með sér . Hún er svo dugleg að sinna heimilinu og litlu dóttur okkar þrátt fyrir ýmis áföll í lífi okkar. Gleðileg jól

 509. Veronika Ómarsdóttir

  2. December 2015

  VáváJá takk!! myndi bókstaflega hoppa hæð mína af ánægju ef ég fengi svona rausnaralega gjöf!
  Ég er ekki búin að koma heim til Íslands í heilt ár þar sem ég bý í Austurríki og ég sakna þess óendanlega að komast ekki í íslenskar búðir þar sem ég er algjör búðarrápari! Er að læra innanhúshönnun en vandamálið er að í Vín er ekki mikið um skandínavískar hönnunarbúðir, þannig að í hvert skipti sem ég kem heim fæ ég mér eitthvað fallegt fyrir heimilið! Það er svo gott að hafa eitthvað íslenskt í kringum sig þegar maður býr svona í útlöndum, þannig já, ég mundi sko nýta þessi gjafabréf, sem og njóta þeirra, í botn!.. og auðvitað finna eitthvað fallegt handa mömmu minni og systur ;)

  Bestu kveðjur :)

 510. Tanja Ýr Theodórsdóttir

  2. December 2015

  Þetta myndi hreinlega redda desember mánuði

 511. Anna Berglind

  2. December 2015

  Ó ég væri svo til í þetta, er að fara byrja að búa og það væri nú alveg gaman að eiga eitthvað nýtt og fínt :)

 512. margrét mist

  2. December 2015

  já takk ! væri æði að vinna svona fyrir jólin :)!

 513. Nanna Kristín

  2. December 2015

  Það væri nú frábært að geta verslað allar jólagjafirnar bara í þessum fínu búðum í firðinum :)

 514. Sara Dögg

  2. December 2015

  Já takk !

 515. Hlín Ólafsdóttir

  2. December 2015

  Já takk kærlega

 516. Tinna Ósk Þórsdóttir

  2. December 2015

  Vá þetta er enginn smá gjafaleikur!
  Ég er strax með nokkra hluti í huga sem ég myndi gefa í jólagjafir og smá í afmælisgjöf handa sjálfri mér þann 18 des næstkomandi :)

  kv, Tinna

 517. sunna björg guðjónsdóttir

  2. December 2015

  það myndi koma ser vel í jólagjafir eða bara fyrir mig :)
  ekki alveg viss hvað eg myndi gera en myndi nota þetta vel !

 518. Silja Úlfars

  2. December 2015

  omæ ég er svo stolt af miðbæ okkar Hafnfirðinga og þetta eru mínar uppáhalds verslanir. Ég er á hækjum næstu mánuði og svona gjafabréf kæmi sér vel til að klára jólagjafir og vera aðeins góð við mig sjálfa

 519. Kristín B Árnadóttir

  2. December 2015

  Dásamlega fallegar vörur – langar bara svo innilega að gleðja sjálfa mig og aðra í kringum mig. Myndi dreifa gleðinni ;)

 520. Elín Þórðardóttir

  2. December 2015

  Mikið yrði ég yfirkomin af hamingju með þessa dásamlegu gjöf. Ég myndi gleðja sjálfa mig og þá sem mér eru kærastir :-) Alltaf notarlegt að versla í Hafnarfirðinum fagra

 521. Jóhanna Sigurborg

  2. December 2015

  Ó já, þetta væri góður endir á árinu :)

 522. Daníel Gauti

  2. December 2015

  já takk! Það væri frábært að vinna þennan glæsilega vinning. Fara í göngutúr að skoða Hafnarfjörðinn og eyða penge

 523. Bryndís Þóra Guðmundsdóttir

  2. December 2015

  Ég ætla að treysta á að ég detti í jólalukkupottinn og vinni þessa dásamlegu vinninga.

 524. Aþena Björg

  2. December 2015

  Af því að mig vantar svo eitthvað fallegt fyrir heimilið mitt :)

 525. Sandra Ólafsdóttir

  2. December 2015

  Mig langar svo að vinna þetta þar sem mig vantar helling af nýju fínu í íbúðina mína sem ég er ný flutt inn í og einnig hef ég aldrei unnið í einum einasta leik á netinu/samfélagsmiðlum þannig ég treysti á góða karmað að núna sé röðin komin að mér :)

 526. Kristín Rut

  2. December 2015

  Jihh minn eini hvað þetta hljómar guðdómlega! Hafnarfjarðarhjartað mitt myndi missa slag af gleði við að fa að upplifa þennan vinning. Vá hvað það væri yndisleg ganga niður Strandgötuna að stoppa í öllum búðum með gjafabréf meðferðis!:)

 527. Svanhvít Sigurðardóttir

  2. December 2015

  Þarf greinilega að fara að kíkja í miðbæ Hafnarfjarðar – hljómar allt svo næs og kósý :) Þetta gjafabréf myndi gefa mér fullkomið tækifæri til þess :)

 528. Sandra

  2. December 2015

  Dásamlegar gjafir til að gefa vinum :)

 529. krissa Bech

  2. December 2015

  Ég er með verkefna og prófljótu á mjög háu stigi svo það væri snilld að fá svona vinning. Ég verð búin í prófum sjötta árið í röð og ætti þá ætti spennufallið að vera liðið hjá þegar dregið verður! Krossa putta kv. Krissa

 530. Berglind Emilsdóttir

  2. December 2015

  Ó hvað þessi gjafabréf öll myndu gleðja mitt litla hjarta! Takk fyrir að hafa svona skemmtilegan og veglegan gjafaleik svona rétt fyrir jólin :)

 531. Björk

  2. December 2015

  Kæmi sér ótrúlega vel :)

 532. Hafdís Inga Hinriksdóttir

  2. December 2015

  Allar uppáhalds búðirnar mínar í bænum mínum í einum leik, þetta er auðvitað draumur í dós. Það yrði gjörsamlega fullkokmið og kærkomið að vinna í þessum þar sem við fjölskyldan erum að flytja og svona. Það sem ég yrði þakklát og hamingjusöm kona

 533. Eyrún Guðbergsdóttir

  2. December 2015

  Klárlega flottasti jólaleikurinn í ár !!
  Ef ég yrði svo heppin myndi ég nýta þetta i jólagjafir handa mínum nánustu og kanski eitthvað fallegt á heimilið.

 534. Arna Sigurlaug Ragnarsdóttir

  2. December 2015

  Þetta er flottur pakki sem ég væri sko til í.! ❤️
  Elska allar þessar búðir og elska Hafnarfjörðinn líka.

 535. Írena Bylgja Einarsdóttor

  2. December 2015

  Vá hvað þetta myndi gleðja! ❤️❤️❤️

 536. Sigurbjörg Sigurðardóttir Michelsen

  2. December 2015

  Ég er búin að vera mikið veik í vetur og einnig búið að vera mikið að gera þrátt fyrir það. Væri frábært að geta eytt smà pening í mig sjálfa!

 537. Guðlaug

  2. December 2015

  Já takk :) þetta myndi gleðja mitt hjarta að fá þennan fallega glaðning í jólagjöf :) væri ekki leiðinlegt að leifa góðri vinkonu að njóta þess með mér :)

 538. Kristjana Louise

  2. December 2015

  Þetta væri frábært tækifæri fyrir námsmann í fátækari kanntinum til þess að skella sér á smá ‘shopping spree’ í Hafnafirði :)

 539. Íris Telma Ólafsdóttir

  2. December 2015

  Þetta myndi aldeilis gleðja mann í miðjum prófum og koma manni í jólaskapið :)

 540. Hera Brá Gunnarsdóttir

  2. December 2015

  Hafði ekki hugmynd um allar þessar fallegu búðir í Hafnarfirði!
  Væri gaman að gera vel við sig í fæðingarorlofinu :)

 541. Áslaug Theodóra Smáradóttir

  2. December 2015

  Vá hvað þetta er flottur vinningur! Ég ætti að hreppa þennan vinning því ég er búin að vera ótrúlega dugleg, bæði í skólanum, að vinna og að spara. Og það myndi gleðja mitt litla jólahjarta endalaust mikið ef ég myndi vinna :) plús ég elska Svart á Hvítu <3

 542. Erla Sóley Frostadóttir

  2. December 2015

  Ég er með svo mikinn valkvíða að þetta myndi gera jólagjafainnkaupin þægilegri, skemmtilegri og ég myndi enda með flottari gjafir :) Svo held ég að ég stæðist ekki mátið að eyða smá í sjálfa mig, mig langar í allt á þessum myndum!

 543. Marta Eydal

  2. December 2015

  Svo fallegar búðir – Það væri algjör draumur að hreppa þennan vinning :)

 544. Ellen María Guðmundsdóttir

  2. December 2015

  Væri svo ótrúlega til í þessi gjafabréf, bæði til að kaupa mér eitthvað fallegt og jafnvel eitthvað handa móður minni og systur <3

 545. Þórhildur Löve

  2. December 2015

  Já takk kærlega. Þetta myndi gleðja brostið hjarta

 546. Sigrún Ösp

  2. December 2015

  Já takk þetta myndi nú hjálpa mer til við kaup á jólagjöfum í ár og kannski einhvað litið handa sjalfri mer

 547. Viktoría Ómarsdóttir

  2. December 2015

  Vá, hvað það væri æðislegt að vinna svona. Mundi hjálpa mikið með jólagjafakaup :D

 548. Ólöf Eir Jónsdóttir

  2. December 2015

  Ég ætti að vinna því ég er bláfátækur námsmaður og það myndi hjálpa mér ótrúlega í jólagjafakaupum, ég léttist líka um 20 kíló á síðasta ári og það gerði fataskápinn minn mjög tómlegan, vantar þetta gjafabréf!

 549. Sandra Dögg Arnardóttir

  2. December 2015

  Það væri æðislegt :) og kæmi sér mjög vel. Er búin að vera í fæðingarorlofi nánast í 2 ár (stelpu fædda 4 feb 2014 og strák fæddan 4 júlí 2015) þannig ég hef ekki mikið getað leyft mér.

 550. Katla Lovísa Gunnarsdóttir

  2. December 2015

  Það væri æði að vinna og fá að versla í öllum uppáhalds búðunum á fallegu strandgötunni :)

 551. Rannveig Guðmundsdóttir

  2. December 2015

  Já takk! Væri ekki verra að ná að lífga aðeins upp á heimilið áður en að lítil baun kemur í heiminn í janúar. Gæti líka hjálpað stórkoslega við jólagjafakaupin!

 552. Sigríður Esther Steingrímsdóttir

  2. December 2015

  Það væri svo ótrúlega gaman að geta glatt bæði mömmu mína og systur með fallegum vörum úr þessum æðislegu búðum! :D

 553. Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir

  2. December 2015

  Þessi pakki væri draumur í dós! Það eiga að sjálfsögðu allir skilið að vinna þennan pakka, enginn einn frekar en aðrir :) Ég yrði endalaust þakklát fyrir þetta!

 554. Helga Birna

  2. December 2015

  Þetta er ótrúlega flott áminning um það hvað það leynast margar frábærar verslanir í Firðinum fagra og nákvæmlega engin ástæða til að leita langt yfir skammt. Þetta gjafabréf er svo veglegt að ég myndi örugglega ekki vita hvar ég ætti að byrja, en ég veit að mér tækist að gleðja marga með afrakstri allra verslunarferðanna.

 555. Sunna Dögg Sigrúnardóttir

  2. December 2015

  Já takk :) Það væri ekki leiðinlegt að fá eitthvað fallegt svona í desember þegar maður er að drukkna í prófalestri og vinnu!

 556. Berglind Anna Karlsdóttir

  2. December 2015

  Ekkert smá flottar búðir og alltaf gaman að koma í Hafnarfjörðinn. Mér finnst ég eiga þetta skilið af því ég er í prófum fram í miðjan desember og fer svo beint að vinna svo að það gefst ekki mikill tími til þess að versla jólagjafir. Því væri ekki verra að geta verslað þær í rólegheitunum í Hafnarfirðinum, og buddan myndi ekki heldur segja nei við þessu ;)

 557. Heiðrún Inga

  2. December 2015

  Vá já takk! Væri frábært :)

 558. Hafdis kristinardottir

  2. December 2015

  Ég myndi fara með mömmu og tengdamömmu um fjörðinn minn fagra og gleðja þær… Og mig… :)

 559. Íris Gunnarsdóttir

  2. December 2015

  Vá þetta er ekkert smá flott frá svona líka flottum verslunum! Myndi svo sannarlega gleðja mitt hjarta þar sem jólagjafainnkaupin myndu verða aðeins minna stress þar sem ég myndi nýta þetta í að klára þau fyrir vini&fjölskyldu.
  Klárlega flottasti gjafaleikur sem ég hef séð!

 560. Ágústa Birgisd

  2. December 2015

  Þetta er sko alvöru jólagjöf í svo mikið fallegum versluum, verð vonandi jólaheppin :D

 561. María Ben

  2. December 2015

  vá, þetta væri æði í fæðingarorlofinu. Það væri gaman að geta farið í Hafnafjörðinn og keypt fínar jólagjafir fyrir fjölskylduna og vini :)

 562. Andrea Björk Sigurvinsdóttir

  2. December 2015

  Já takk, ekkert smá flott :)

 563. Helga Dögg Sigurðardóttir

  2. December 2015

  Ó hvað ég yrði lukkuleg ef ég myndi vinna þetta.
  Það væri frábært að geta verslað jólagjafir og kaupa eitthvað fallegt handa sjálfri mér, mig hefur t.d. lengi langað í búðina hennar Andreu.

  Vissi ekki af öllum þessum fallegu búðum í yndislega Hafnarfirði.
  Þarf greinilega að fara að gera mér ferð og rölta um ykkar fallega jólabæ.

  Kíki í hana í næstu ferð á höfuðborgarsvæðið (og þá get ég nýtt ferðina og farið í heimsókn til bróður míns sem býr í Hafnarfirði ;) )

 564. Ásdís Thelma F. Torfadóttir

  2. December 2015

  Það myndi verulega gleðja mitt hjarta að fá að dekra við mig ❤️

 565. Sigríður Karlsdóttir

  2. December 2015

  Glæsileg og góð jólagjöf sem myndi nýtast vel. Mér finnst alltaf gaman að rölta niður í miðbæ Hafnarfjarðar í verslunarleiðangur og alveg sérstaklega í desember þegar jólaskreytingarnar eru komnar upp þá gef ég mér oft lengri tíma. Góð stemmning og vel tekið á móti manni. Hafnarfjörður er bærinn minn :) Gleðilega aðventu <3

 566. Ragnheiður Davíðsdóttir

  2. December 2015

  Það myndi gleðja mig mikið að fá svona flottan vinning :) Ps: Svartáhvítu er uppáhalds bloggið mitt ;)

 567. Erla Björt

  2. December 2015

  Væri frábær jólagjöf eftir erfiða önn í mastersnámi, gott að geta klárað jólagjafainnkaupin líka í þessum fallegu búðum :)

 568. Heiða Sigrún Guðmundsdóttir

  2. December 2015

  Væri æðislegt að ná gleðja nákomna aðila með því að deila þessum flotta vinning með þeim

 569. Sóley Davíðsdóttir

  2. December 2015

  Vá hvað þetta er ótrúlega flottur vinningur!
  Það væri ekki leiðinlegt að rölta um Hafnarfjörðinn og geta verslað í svona flottum verslunum :) ❤️

 570. Hjördís Pétursdóttir

  2. December 2015

  Elska þessar búðir. Væri svo frábær jólagjöf

 571. María Björg Þórhallsdóttir

  2. December 2015

  Hæ, ég elska líka Hfj og allar frábæru litlu krúttlegu búðirnar, einn af fallegustu bæjum landsins, jafnvel heimsins ;)

 572. Freyja María Cabrera

  2. December 2015

  VÁ! væri æði að taka hafnafjarðarrölt rétt fyrir jólin, klára síðustu jólagjafirnar og jafnvel kaupa smá fallegt fyrir heimilið með gjafabréfinu :D

 573. Marta Serwatko

  2. December 2015

  ég væri til í svona útskriftargjöf ! :)

 574. Anna Heba

  2. December 2015

  Það væri æðislegt að fá gjafabréf í þessum fallegu verslunum fyrir jólin. Ég er í fæðingarorlofi og myndi dekra sjálfa mig með nokkrum gjöfum, og systur og vinkonur mögulega líka ;)

 575. Dagný Ólafsdóttir

  2. December 2015

  Ég á eflaust alveg jafn mikið skilið að vinna eins og hver annar :) En hins vegar myndi það bæta grámyglulega prófatíð stjarnfræðilega mikið að fá svona magnaðan vinning!

 576. Guðbjörg Una Hallgrímsdóttir

  2. December 2015

  Já þetta myndi hjálpa svo mikið til og létta undir fátækum námsmanni við jólagjafa innkaupin :D

 577. Elísabet Ósk Stefánsdóttir

  2. December 2015

  Já takk þetta væri svo æðislegt! Allt svo fallegt

 578. Elín Vala Arnórsdóttir

  2. December 2015

  Já takk glæsilegt, myndi svo sannarlega vera þakklát og ánægð með svona stórglæsilegan vinning :)

 579. Sandra Lind Jónsdóttir

  2. December 2015

  Svo lengi sem ég man eftir mér hef ég verið í prófum í desember og hef því ekki fengið að njóta þessa yndislega tíma eins mikið og mig hefur langað til. Í ár er síðasta skiptið (í einhvern tíma allavega) sem ég þarf að taka próf í desember þar sem ég klára háskólanámið mitt í vor. Fjölskyldan mín á hrós skilið fyrir að þola mig öll þessi ár því ég er ekki sú skemmtilegasta þegar ég er í prófum og stressið að fara með mig. Ég myndi því vilja gleðja þau með einhverju fallegu úr þessum æðislegu búðum og þakka þeim fyrir að hjálpa mér í gegnum námið ;) <3

  • Linda María Kristmanns

   2. December 2015

   Já takk.:) Þetta ár hefur verið virkilega erfitt og yrði ég rosa þakklátt fyrir þennan vinning :)

 580. Esther Ýr Kjartansdóttir

  2. December 2015

  Ég hef tekið þátt í svo mörgum svona leikjum og ég hef aldrei unnið neitt svo það myndi gleðja mig mikið að vera svo heppin allavega einu sinni og fá að vinna :D

 581. Elísabeth Malmberg Arnarsdóttir

  2. December 2015

  Ég er Akureyringur en ólst upp í Hafnarfirði fyrstu 12 árin svo ég heimsæki ættingja og vini þegar ég get. Elskuleg tengdamóðir mín er flutt í Hafnarfjörðinn líka svo það er nóg um að vera þar :) Ég get eiginlega ekki lýst með orðum hversu ánægð og þakklát ég yrði að vinna þennan risavinning. Er íþróttafræðingur að mennt en hef verið veik í rúm 2 ár eftir meðgöngu. Eignaðist fullkomna stelpu sem gerir lífið svo mikið betra og skemmtilegra en vegna veikindanna hef ég verið óvinnufær – og get ekki sagt að það hafi verið auðvelt eða gleðji neitt sérstaklega. Vegna þess að ég hef þurft að vera mikið heimafyrir, spratt upp nýtt áhugamál sem ég hef verið að dunda mér við og er einmitt það að gera og græja litlu sætu íbúðina okkar, elska fallega hluti og muni sem gefa heimilinu líf og hlýju. Þessi vinningur gæti því ekki komið sér betur og nú er bara að krossa fingur og tær :)

 582. Birna Karen

  2. December 2015

  Væri alveg frábært að vinna þetta gjafabréf þar sem ég er að fara flytja úr 45 fermetrum í tæplega 100 og gæti sko klárlega notað gjafabréfið í að kaupa eitthvað fallegt inn á nýja heimilið :)

 583. Kamilla María Sveinsdóttir

  2. December 2015

  Væri æðislegt að vinna svona flott og myndi gleðja mig mikið þar sem ég myndi deila vinningnum með elsku mömmu minni þar sem allar þessar búðir eru í miklu uppáhaldi hjá henni!

 584. Vigdís Arna Helgadóttir

  2. December 2015

  Væri bara æðislegt að vinna svona flottan vinning, er einstæð með 8 mánaða gamla stelpu er atvinnulaus þannig jólin verða svoldið strembin hjá okkur þannig þetta væri nýtt í jólagjafakaup og væri ekki amarlegt að gefa sjálfri mér eitthvað fallegt líka í jólagjöf :)

 585. Andrea Stefánsdóttir

  2. December 2015

  ég hef aldrei unnið neitt í svona leikjum og því vona ég að röðin sé komin að mér. Væri ekki slæmt að fá svona glaðning rétt fyrir jól

 586. Márus Arnarson

  2. December 2015

  Vá hvað ég væri til í þetta fyrir mína ástkæru eiginkonu Evu Björk Jónudóttur sem elskar allt sem kemur frá Hafnarfirði :)

 587. Inga Rut Helgadóttir

  2. December 2015

  Já takk, vantar svo mikið af dóti í minn skáp og ekki er það þá verra að geta splæst í fínar jólagjafir svona einu sinni :D

 588. Marella Steinsdóttir

  2. December 2015

  Er í ferli á Art Medica, hormónarnir eru á fullu og andlega hliðin hefur verið betri! Þessi vinningur mundi aldeilis hressa mann við :)

 589. Steinunn Dagný Ingvarsdóttir

  2. December 2015

  Af því ég er búin að vera svo dugleg ;)

 590. Sandra Karen Bjarnadóttir

  2. December 2015

  Er akkurat loksins búin í skólanum 18.des og væri æðislegt að fá þennan vinning eftir allt streðið á þessari önn og geta rölt um fallegan Hafnarfjarðarbæ, keypt jólagjafir og kannski mögulega eitthvað handa sjálfri mér þar sem ég á nú alltaf afmæli í þessum jólaprófum og held aldrei neitt uppá það ;)

 591. Guðrún Halla Þorvarðardóttir

  2. December 2015

  Já takk! Væri ekki verra að losna við jólagjafastressið þar sem að það er nógu mikill spenningur á heimilinu að bíða eftir prinsessuna sem er væntanleg eftir 4 vikur <3 :)

 592. Ingibjörg Sæunn Jónsdóttir

  2. December 2015

  Já takk, væri ótrúlega gaman að vinna þetta og geta glatt aðra með mér og átt góða stund í leiðinni í fallega firðinum :)

 593. Arndís ýr Hafþórsdóttir

  2. December 2015

  Vá hvað ég væri til í þennan fáranlega flotta vinning, svo flottar búðir í hafnarfriðinum. Væri gaman að geta nýtt það í gjafir handa folkinu mínu og svo sma fyrir mann sjalfan!

 594. Ármey Óskarsdóttir

  2. December 2015

  Já takk væri sko til í eitthvað fallegt

 595. Gunnhildur

  2. December 2015

  Ég á þetta nú kannski ekki skilið, hef engja hetjudáð unnið nýlega sem bendir til þess, en ég væri vel að vinningnum komin og yrði afskaplega glöð. Ég myndi deila honum með mömmu minni sem er annálaður fagurkeri, og minn besti félagi þegar kemur að mátunarklefum – þar lætur hún slagara eins og “Jesús nei”, og “þú ert eins og vel pakkað hangilæri í þessu” flakka en svo horfir hún líka á mig með stjörnur í augum og segir oftar en ella “Jú, þetta kaupir þú – og ef þú ekki kaupir það þá kaupi ég það fyrir þig”. Hver vill ekki fara í leiðangur með svona stórstjörnu!

 596. Marta Eiriksdóttir

  2. December 2015

  Vá hvað þetta er æðislegur vinningur. Ég get ekki sagt að ég eigi meira skilið að vinna en annar. Ég reyni að vera þakklát fyrir öllu því sem ég á nú þegar í lífinu en þessi vinningur myndi gleðja mig og mína óendanlega mikið :) Ég seldi draumaíbúðina mína í sumar sem ég keypti 2011. Hún reyndist vera stórgölluð og eyddi ég hverjum einasta eyri í að gera hana íbúðarhæfa. Ég tók þá erfiðu ákvörðun að selja hana og byrja á uppá nýtt með hreinan skjöld. Í dag bý ég í leiguíbúð í hlíðunum með dóttur minni og kærasta mínum og finn það að það er alltaf hægt að eignast nýjan draum. Það sem skiptir mestu máli er að skapa heimili og umfram allt að vera þakklát fyrir fólkið sem skapar það með manni <3 Þessi glæsilegi vinningur myndi hjálpa mér að auðga það. Gleðileg jól :)

  • Ágústa Íris

   4. December 2015

   Ef ég vinn þetta, má ég fá mömmu þína lánaða?

 597. Linda Sæberg

  2. December 2015

  ´ó guð – allar þessar fallegu verslanir með allar þessar fallegu vörur.
  þrátt fyrir að lifa minimalisku lífi og vilja hafa jólagjafir minimalískar finnst mér samt nauðsynlegt að gleðja og gefa frá mér eitthvað fallegt. desember er uppáhalds tíminn minn og fallegasti mánuðurinn og mér finnst svo gaman að gleðja fólkið mitt með einhverju fallegu. svo myndi ég leyfa mér kannski eitthvað smá fallegt handa sjálfri mér i jólagjöf frá mér til mín :)

 598. Linda Hrönn Hermannsdóttir

  2. December 2015

  Já takk það væri æði eftir að hafa ekkert annað gert en læra undir próf og gera lokaverkefni! Þetta myndi lífga upp á hversdagsleikann!;*

 599. Rósa Gréta Ívarsdóttir

  2. December 2015

  Ég mun bjóða mömmu með mér í smá shopping spree ef ég dett í lukkupottinn :)

 600. Emma Viktorsdóttir

  2. December 2015

  Ég myndi segja að ég ætti þetta skilið, afhverju? Jú, því ég er yfirleitt sú sem bíð öllum allt með mér, geri allt fyrir alla og gef meira en ég þigg. Mér myndi finnast svo frábært að vinna og auðvitað myndi ég halda áfram að vera eins og ég er og deila með mér gleðinni. Hvort sem það eru vinir, vandamenn eða einhverjir sem eiga minna.

 601. Guðlaug

  2. December 2015

  Væri æðislegt ad fá tennan vinning til ad deila med systrum mínum og mömmu <3

 602. Hrafnhildur Blöndahl

  2. December 2015

  Það væri nú gaman að dekra einu sinni við sjálfan sig :) Við hjónin leyfum okkur ekki mikið svo þetta kæmi sér vel!

 603. Hafdís Helgadóttir

  2. December 2015

  Já ég væri sko til í að fá eithvað fallegt :)

 604. Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir

  2. December 2015

  Mikið vona ég að jólaheppnin verði með mér í þetta skiptið! Dásamlegar búðir þarna í Hafnarfirði.
  Gleðileg jól :)
  Kv. Sigrún Ösp

 605. Kristín Hrund

  2. December 2015

  Vá vá! Það væri alveg yndislegt að hreppa þennan vinning – allt svo fallegt og myndi sóma sér svo vel á nýja heimilinu mínu :)

 606. Anna Borg

  2. December 2015

  Væri gaman að fá svona fallega gjöf

 607. Elisabet Ásmundsdóttir2

  2. December 2015

  Þetta væri sko jólagjöf jólagjafanna :)

 608. Andrea Pétursdóttir

  2. December 2015

  Það væri draumur að geta gefið aðeins “auka” þessi jólin – margir sem ég vill gleðja :)
  Takk fyrir frábæra síðu og skemmtilegan leik :)

 609. Fanney Steingrímsdóttir

  2. December 2015

  Úú já takk! Ég gæti notað þetta til að kaupa jólagjafir og eitthvað fallegt handa sjálfri mér! Ég hef ekki getað leyft mér mikið í fæðingarorlofinu :)

 610. Íris Björk Grant

  2. December 2015

  Ég væri svo sannarlega til í þessa flottu jólagjöf eftir prófatörnina! Myndi aldeilis geta keypt eitthvað fallegt handa mér og mínum nánustu :)

 611. Hildur Þórisdóttir

  2. December 2015

  Ég á bara ekki til orð yfir hvað það er mikið af fallegum verslunum í Hafnafirði. Það yrði yndislegt að vinna þennan glæsilega vinning & geta deilt honum með þeim sem mér þykir vænst um

 612. Alexandra Björk Guðmundsdóttir

  2. December 2015

  Vá þetta er ekkert smá flott!! Ég væri svo mikið til í að vinna þennan frábæra vinning af því ég mundi þá fara og kaupa fallegar jólagjafir t.d. fyrir mömmu og pabba <3 Og kannski myndi ég síðan sjálf velja mér jóladressið frá Andreu :D

 613. Alma Pálmadóttir

  2. December 2015

  Guð hvað ég væri til í þetta! Eftir ég ákvað að verða fullorðin og flytja frá Hótel mömmu (er reyndar löngu orðin fullorðin, en þegar maður er í námi er bara lang best að vera hjá mömmu sín) þá hef ég ekki efni á að kaupa mér neitt fallegt!!

  Mikið langar mér að kaupa eitthvað fallegt handa mér, kæró og fyrir heimilið!

  Jólakveðja, Alma P

 614. Linda Sif Leifsdóttir

  2. December 2015

  OOO Já TAKK !! þetta væri svo æðislegt ! Fá einhvað fallegt inn á heimilið og getað dressað sig upp svona vel og skartað sig upp ofl. !! :)
  Mér finnst ég eiga þetta skilið þar sem það er alveg kominn tími á að endurnýja margt og ég vel alltaf að setja minn fataskáp í seinasta sætið af öllum fataskápum fjölskyldunnar ! :/ :)

 615. Birgitta Laxdal Birgisdottir

  2. December 2015

  Það væri algjör snilld að fá svona veglega og flotta jólagjöf frá ykkur.
  Mig langar svo að skreyta heimilið mitt með eitthvað af þessum fallegu vörum og dekra aðeins við sjálfa mig :) Því ég á það skilið!

  Bestu jólakveðjur,
  Birgitta Laxdal Birgisdóttir

 616. Andrea Edda Guðlaugsdóttir

  2. December 2015

  Mig langar að gleðja mömmu mína :) Gef henni verðlaunin ef ég vinn.

 617. Særún

  2. December 2015

  Væri sko til í þetta! Tilvalið til að kaupa fallegar gjafir fyrir fjölskylduna!

 618. Heiða Hrönn Hrannarsdóttir

  2. December 2015

  Þetta er frábær gjöf! Nú verður maður að rölta um miðbæ Hafnarfjarðar, hann er lika svo flottur :) ég þyrfti að vanda valið vel því það er svo margt Sem mig langar til að kaupa :)

 619. Ingibjörg Íris Þorvaldsdóttir

  2. December 2015

  Vá það kæmi sér svo vel að vinna, er nýflutt að heiman og því ófáir hlutir á óskalistanum.

 620. Linda Sif Leifsdóttir

  2. December 2015

  oooo Já TAKK !
  Þetta kæmi sér einstaklega vel og myndi gleðja mig mjög mikið :D

 621. Lára Óskarsdóttir

  2. December 2015

  Hversu gaman að versla smá í elsku Hafnarfirði :) ég er allavega búin að vera missa mig yfir nýju teppunum hjá Andreu

 622. Snjólaug Gunnarsdóyyir

  2. December 2015

  Ó hvað það væri dásamlegt að shæna sjálfan sig og heimilið svona rétt fyrir jólin ;)

 623. Sigrún Hafsteinsdóttir

  2. December 2015

  Já takk, allt glæsilegar verslanir sem er vel hægt að eyða fullt af pening í :)

 624. Bettý Ragnarsdóttir

  2. December 2015

  Vá þetta væri æðislegt og gefur manni frábært tækifæri til að rölta um hafnarfjörð og styrkja verslun í heimabyggð í leiðinni…

 625. Hanna María Gylfadóttir

  2. December 2015

  Okei mest spennandi leikur sem ég hef séð á netinu!! Við litla fjölskyldan vorum að fjárfesta í okkar fyrstu Íbúð og það myndi aldeilis hjálpa til við að gera hana hlýlega og fallega yrði ég svo heppin að vinna.
  Ps. Ég elska bloggið þitt. Þú ert svo sönn og samkvæm sjálfri þér. Takk fyrir skemmtilegan lestur í gegnum árin :)

 626. Valgerdur Haraldsdottir

  2. December 2015

  Þetta mundi aldeilis gleðja litla námsmannahjartað í prófalestri desembermánaðar og hjálpa til við jólainnkaupin <3

 627. Ásta Björk Guðnadóttir

  2. December 2015

  Að vera nýbúin að gera upp hús og að vera í 25% fæðingarorlofi (fæðingarorlof nr 2 á jafn mörgum árum) fer ekki vel saman. Sérstaklega þegar fyrri búslóð allt í einu passaði engan vegin inní nýju fínu hillurnar og því eru þær frekar tómlegar. Og svo auðvitað vantar mig alveg að endurnýja fataskápinn svona þar sem óléttufötin virka ekki lengur ;)

 628. Snjólaug Gunnarsdóttir

  2. December 2015

  Ó hvað þaað væri dásamlegt að shæna sjálfan sig og heimilið svolítið upp fyrir jólin! ;)

 629. Linda Sigurjónsdóttir

  2. December 2015

  Allt geiðveikar búðir <3 gæti heldur betur klárað allar jólagjafir fyirir þessi gjafabréf :)

 630. Freydís Dögg

  2. December 2015

  Allt rosa fallegar búðir og ég mundi dreifa vinningnum dálítið á mína nánustu. Byrja á að senda ma í HB búðina og gæti svo gefið tveimur bestu vinkonunum extra fallegar afmælisgjafir :)

 631. Hildur Lovísa Hlynsdóttir

  2. December 2015

  ég get nú ekki sagt hvers vegna ég ætti að hreppa þennan vinning frekar en einhver annar. Væri þó svakalega ánægð ef það skildi gerast, allt svo æðislegar og flottar búðir. :)

 632. Ingibjörg Viktoría

  2. December 2015

  Það væri algjör snilld að fá svona gjafabréf sérstaklega í ljósi þess að ég fer bráðlega að flytja í eigin íbúð og gæti nýtt það til að kaupa eitthvað fallegt í búið :)

 633. Thelma Rut Káradóttir

  2. December 2015

  Væri algjört æði, væri örugglega ekki lengi að finna mér eitthvað í þessum flottu búðum :)

 634. Telma Karen Finnsdóttir

  2. December 2015

  Æj þetta myndi gleðja mig svo, svo er þetta tilvalin tími til að versla í fyrst sinn í þessari fallegu götu!

 635. Anna Rakel Aðalsteinsdóttir

  2. December 2015

  Ó já takk :) Maður myndi nú gera sér ferð í fjörðinn fyrir þessar dásemdir :)

 636. Sunniva Gjerde

  2. December 2015

  Eina ástæðan sem mér dettur í hug er að ég hef aldrei unnið neitt, og ef ég mætti velja einhvern leik til að vinna væri það þessi. Ég er alltaf að skoða svart á hvítu, en svo týmir maður aldrei. Búin að vera að spara og spara fyrir íbúð, og við keyptum loksins. Væri svoooo mega þakklát ef ég gæti tekið svona fallegt skraut með mér í nýju íbúðina :D

  Þúsund fyrirfram þakkir :D <33

 637. Eva Morales

  2. December 2015

  myndi gleðja mig og mína

 638. Kolbrún Eva Sigurjónsdóttir

  2. December 2015

  Þetta væri æðisleg jóla- og afmælisgjöf (afmæli á jóladag)! Hefur lengi langað í bæði hverfið mitt upp á vegg sem og petit people frá Heiðdísi fyrir ungana mína. Dýri er líka æðislegur og öll pyropet kertin! Ohh, það væri nú hægt að finna eitthvað fallegt í öllum þessum búðum, örugglega erfitt að velja. Mikið er ég spennt ! :)

 639. Ragnhildur Leósdóttir

  2. December 2015

  Ég er búin að vera ástfangin af hönnun Andrea frá því að ég sá hana fyrst. Ég elska að labba Standgötuna og kíkja inn í þessar verslanir og skoða vörurnar sem þær hafa upp á að bjóða, get ekki beðið eftir jólaröltinu þar eftir prófatörn!

  Top 3 sætin á óskalistanum mínum þessi jól eru einmitt úr verslun Andreu. Væri svo innilega ánægð ef að ég myndi vinna í leiknum :) Gæti einnig gefið með mér þar sem móðir mín og systir eru með svipaðan smekk og ég.

  Jólakveðja,
  Ragnhildur <3

 640. Hanna Einarsdóttir

  2. December 2015

  veit ekki hvar ég á að byrja, en mig langar rosa rosa rosa rosa mikið í þennan vinning :)

 641. Jenný Sif Ólafsdóttir

  2. December 2015

  Þetta væri himnesk afmælisgjöf! (á afmæli í dag) :)

 642. Kristín Erna Hrafnsdóttir

  2. December 2015

  Það væri ekki amalegt að geta trítað sig aðeins fyrir jólin! Ástæða? þarf einhverja ástæðu?? Annars bara jólin, stóra fertugs, fæðingartrít og svo væri bara alveg ótrúlega gaman að gera jólainnkaupin heima í firðinum í ár :)

 643. Líf Steinunn Lárusdóttir

  2. December 2015

  Af því að þá yrði ég hamingjusamasta og heppnasta kona í heimi

 644. María Ósk Guðbrandsdóttir

  2. December 2015

  Ég a þetta kanski ekkert meira skilið en einhver annar

 645. Hildur Þórisdóttir

  2. December 2015

  Það myndi gleðja mig & þá sem ég ann heitast óendanlega mikið að hreppa svona glæsilegan vinning

 646. Birna

  2. December 2015

  ég færi létt með að eyða þessu

 647. Jenný Mirra

  2. December 2015

  Það væri sko alls ekki leiðinlegt að klára prófin og fagna próflokum með 120þ króna gjafabréfi!

 648. Svava Björk Hölludóttir

  2. December 2015

  já takk! þetta myndi gleðja alveg frábærlega yfir jólin :D

 649. Guðrún Anna

  2. December 2015

  Væri dásamlegt að dressa sig upp i í fæðingarorlofinu þar sem staðalbúnaðurinn er joggarinn og maskari til hátíðarbrigða í vetrarríkinu;)

 650. Tinna Björk Gunnarsdóttir

  2. December 2015

  Á von á mínu fyrsta barni – settur dagur er kominn og farinn og mikil bið og facebook viðvera þess vegna. Líka ljóst að desember og jólin verða allt öðruvísi en venjulega – lítið sem ekkert búðarráp o.þ.h. og öll athyglin á nýja fjölskyldumeðlimnum. Vegna þessa væri voða gaman að fá svona glaðning fyrir okkur fullorðnu :)

 651. Jórunn Dagbjört

  2. December 2015

  Væri geggjað að vinna þennan stóra vinning ! Finnst Andrea ótrúlega töff hönnun !
  Væri einu sinni gaman að vinna i einhverju svona

 652. Linda Björk Sævarsdóttir

  2. December 2015

  Ég tek nú ekki oft þátt í svona leikjum en í þessum bara verð ég að taka þátt – elska þessar búðir og það væri frábært að vinna nú eitthvað! ;)

 653. Katrin lind johannesdottir

  2. December 2015

  Já takk þetta mundi koma mér svo vel þar sem ég er ný búin að eignast barn og vantar svo mikið jólaföt sm passa og líka bara einhvað fínarí til punta

 654. Já takk svo margt fallegt til að fegra heimilið og okkur sjálf. Kemur mér á óvart hvað margt er í Firðinum fagra <3

 655. Nína Jónsdóttir

  2. December 2015

  Væri til í þetta til að gleðja fólkið mitt með fallegum gjöfum :D

 656. Sandra Mjöll Tómasdóttir

  2. December 2015

  Yrði dásamlegt að versla jólagjafir þarna og einnig að punta heimilið ásamt sjálfri mér

 657. Ásta Eiríksdóttir

  2. December 2015

  Það væri yndislegt að hreppa þennan glæsilega vinning og geta boðið ömmu og mömmu í stelpuleiðangur í fallega firðinum okkar. Jólin snúast jú um að njóta saman- er það ekki??

 658. Kristín Gunnarsdóttir

  2. December 2015

  Ómæ ómæ hvað þessi vinningur gæti komið sér vel. Jólagjafir fyrir mína nánustu yrði ekkert mál! Stefnir aftur á móti í að þær verði smá mál þar sem maður er í fæðingarorlofi (það þekkja eflaust margir) og það er ekki mikið eftir af krónum. Gleðileg jól allir :)

 659. Þóra Sif Guðmundsdóttir

  2. December 2015

  Þessi vinningur myndi koma sér einstaklega vel! Væri gaman að geta gefið fjölskyldunni almennilegar jólagjafir í ár :) Er sjálf rótgróinn Hafnfirðingur og reyni að versla sem mest í heimabænum mínum.

 660. Ásta Ólafsdóttir

  2. December 2015

  Það væri æði að fá þennan glæsilega glaðning svona rétt fyrir jól :)

 661. Helena Guðrún Guðmundsdóttir

  2. December 2015

  Drottinn minn hvað þetta myndi gleðja mitt litla hjarta heil ósköp!! Þvílík gleði og hamingja sem það yrði að geta jafnvel fengið e-ð fallegt á sjálfa sig, og jafnvel nýtt þetta í jólagjafir, og geta glatt þá aðra í kringum sig svona mikið líka! :D :D
  Ég á þetta ekkert meira skilið en hver annar hérna inni; það væri alveg jafn gaman fyrir alla að fá þetta, og ég er eiginlega bara frekar mikið spennt að sjá hver fær svona fallega og veglega gjöf! En mikið asskoti sem það væri skemmtilegt að vinna þetta, ég get ekki lofað því að ég myndi ekki grenja úr gleði! ;D

 662. Ásta Margrét Eiríksdóttir

  2. December 2015

  Ooo já takk!
  Það væri yndislegt að fá að taka mömmu og ömmu með í stelpuleiðangur í firðinum okkar fagra. Takk fyrir að bjóða upp á þennan skemmtilega leik!

 663. Helen Lilja Helgadóttir

  2. December 2015

  Vá það væri svo gaman að vinna :) ekki verra þar sem ég á engan pening, búin að vera í fæðingarorlofi og væri SVO GAMAN að geta keypt fallegar vörur og gera heimilið meira kózý og fallegra.. OG ekki verra að geta keypt fallegar jólagjafir handa mínu nánustu :) Gleðileg jól <3

 664. Helga Salóme Ingimarsdóttir

  2. December 2015

  Æðislegar allar þessar búðir, það styttist í stórafmæli hjá mér í byrjun næsta árs og mikið væri nú gaman að geta gefið sjálfri sér eitthvað fallegt í tilefni þess :)

 665. Elísabeth Malmberg Arnarsdóttir

  2. December 2015

  Það sem ég gjörsamlega finn ekki kommentið mitt þá þori ég ekki annað en að gera það aftur. Ég var búin að skrifa heilan helling en í stuttu máli yrði ég svo glöð og þakklát með þennan risavinning að það er varla hægt að lýsa því með orðum! :)

 666. Halla

  2. December 2015

  það meikar bara sense að ég vinni ;)

 667. Jóhanna Fylkisdóttir

  2. December 2015

  Æðislegar verslanir,,Mig langar svo í eitthvað fallegt :)

 668. Katrí

  2. December 2015

  Væri svo til í þetta, ég á stórafmæli í desember og þetta væri vel þegið

 669. Bjarkey Heiðarsdóttir

  2. December 2015

  Ég held ég myndi fara létt yfirum, og þegar því væri lokið myndi ég njóta þess í botn að kíkja á Strandgötuna í jólabúning og finna eitthvað fallegt fyrir jólin :)

 670. Svava Gretarsdóttir

  2. December 2015

  Fullkomið fyrir mig og mína nánustu svona fyrir jólin

 671. Kristrún Vala

  2. December 2015

  Margar uppáhalds búðirnar mínar, myndi gleðja mitt litla jólahjarta virkilega mikið :)

 672. Guðrún Ásdísardóttir

  2. December 2015

  Væri rosalega til í þetta, myndi auðvelda þennan mánuð svo mikið :)

 673. Katrín Lára Garðarsdóttir

  2. December 2015

  Ótrúlega fallegar búðir, væri svo gaman að vinna gjafabréf í þær!

 674. Guðbjörg Lilja Gylfadóttir

  2. December 2015

  Já, takk. Held að ég eigi eftir að nýta þessa gjöf vel. Hef aldrei verslað í Hafnarfirði svo það væri fullkomið tækifæri að hreppa gjafabréfið :)

 675. Anna-Gréta Engels

  2. December 2015

  já takk.væri flott að koma i hafnarfjörð og versla þar :)

 676. Steinunn Anna Eiríksdóttir

  2. December 2015

  Virkilega veglegur vinningur og ég myndi sko vera í skýjunum ef hann yrði minn :)

 677. Elma Dögg Birgisdóttir

  2. December 2015

  Já takk væri æði að fá smá gjöf eftir prófin úr þessum flottu búðum

 678. Helga Margrét Gunnarsdóttir

  2. December 2015

  Vá þvílíkt glæsilegur vinningur, ég myndi hoppa af kæti. Myndi heldur betur lífga upp á desember hjá mér :)

 679. Halla Valey Valmundardóttir

  2. December 2015

  Ég yrði ofbodslega þakklát og glöð ef heppnin yrði með mer að þessu sinni, ekkert smá veglegir vinningar

 680. Dagrún Ása Ólafsdóttir

  2. December 2015

  Æðislegur vinningur, myndi tryllast úr gleði :)

 681. Gunnhildur Emilsdóttir

  2. December 2015

  Vá það yrði ekki slæmt að vinna þennan vinning

 682. Þórdís Halldórsdóttir

  2. December 2015

  Ja ég hefði þá ástæðu til að hundskast af stað af norðulandinu og skoða Hafnarfjörðinn og kíkja á vinkonu í leiðinni ì kaffi (er búin að vera á leiðinni þangað í nokkur ár en er ekki farin ennþá) :)

 683. Hjördís Ýr

  2. December 2015

  Vává þessar búðir eru allar geggjaðar. Ekki skrítið að maður geri sér ferð í Hafnafjörðinn af og til þótt maður búi lengst uppá Vatnsenda :)

 684. Svanhildur Jónsdóttir

  2. December 2015

  Jiii VÁ

 685. Erla Sighvatsdóttir

  2. December 2015

  Allt í þessum verslunum er svo æðislegt! ég væri meira en til í að deila þeim með vinkonum mínum og fjölskyldu ef að ég myndi vinna þessi glæsilegu gjafabréf!! :D myndi líka hjálpa með jólagjafir þar sem eg er háskólanemi erlendis og er að koma heim bara 2 dögum fyrir jól! :)

 686. Ester Ósk G. Waage

  2. December 2015

  Það sem ég myndi fá sjokk að vinna þenna huges vinning. Síðan myndi ég njóta þess að versla nýja hluti fyrir litla heimilið mitt og eð fallegt í jólapakka handa vinum :D

 687. Silvía Rut

  2. December 2015

  Það væri svo gaman.
  Alls konar fínt til að innrétta herbergið fyrir litlu, sexý nærföt til að gleðja karlinn og kjóll handa mér :)
  Þetta er allur pakkinn!

 688. Elínborg Kristjánsdóttir

  2. December 2015

  Já takk, væri dásamlegt svona rétt fyrir jólin :)