***UPPFÆRT*** Búið er að draga úr leiknum.
Mér líður smá eins og jólasveininum eftir frábært símtal þar sem ég tilkynnti henni Birnu Sigurbjartsdóttur að hún hafi unnið 120.000 kr. gjafabréfið í bestu verslunum Hafnarfjarðar. Það er svo sannarlega mikið skemmtilegra að gefa en að þiggja og ég gæti hugsað mér að eiga svona símtöl alla daga:)
Ég vil þakka ykkur fyrir alveg ótrúlega þátttöku og ef ég gæti þá hefðu allir fengið vinning.
Gleðilega hátíð, og takk fyrir lesturinn!
Jólakveðja, Svana
Hvernig væri nú að taka mjög vel á móti desembermánuði, uppáhaldsmánuðinum á árinu með góðum gjafaleik. Það virðist vera orðinn órjúfanlegur partur af aðventunni að halda einhverskonar jólaleik og mikið sem ég er hrifin af þeirri jólahefð, það er jú sælla að gefa en að þiggja og það erum við líklega flest sammála um. Í þetta skiptið á einn heppinn lesandi von á því að næla sér í 120.000 kr. gjafabréf í fallegustu verslunum Hafnarfjarðar.
Þið ykkar sem hafið fylgst með mér í nokkurn tíma hér á blogginu hafið mjög líklega heyrt mig tala oftar en einu sinni um fagra fjörðinn minn, ég er nefnilega mjög stoltur Hafnfirðingur og nýti hvert tækifæri til að dásama bæinn minn. Þegar ég ákvað að halda aftur svona stóran gjafaleik í anda þess sem ég hélt í fyrra þar sem hægt var að næla sér í 100.000 kr. gjafabréf kom ekkert annað til greina en að varpa ljósi á þær frábæru verslanir sem eru hér við Strandgötuna í hjarta Hafnarfjarðar. Mig langar í leiðinni til að minna ykkur á það hversu mikilvægt það er að versla líka í sínum heimabæ, hvar sem að þú býrð þó svo að það séu bara nokkrar af gjöfunum sem við setjum undir tréð, það er nefnilega undir okkur komið hvort að mannlíf blómstri í bænum okkar.
Þessar fallegu verslanir sem um ræðir gefa hver 20.000 kr. gjafabréf sem hægt er að nota til að versla inn allar jólagjafirnar og að sjálfsögðu sitthvað á sjálfan sig. Ég tók saman brot af vöruúrvali hverrar verslunar til að þið getið byrjað að leyfa ykkur að dreyma um 120.000 kr. gjafabréfið…
ANDREA BOUTIQUE
Andrea Magnúsdóttir er einn færasti fatahönnuður landsins og fallega verslunin hennar á Strandgötunni trekkir að fólk frá öllum bæjarfélögum. Í verslun sinni AndreA Boutique selur hún fatahönnun sína í bland við gott úrval af fylgihlutum og skarti og núna nýlega bættist við heimilislína sem inniheldur einstaka leðurpúða og ullarteppi. Hér getur þú alveg pottþétt geta fundið jóladressið í ár! Hægt er að fylgjast með Andreu Boutique á facebook, hér.
HB-BÚÐIN
HB-búðin er sérsverslun með undirfatnað og er ein rótgrónasta verslun Hafnarfjarðar, hún er einn af þessum földu demöntum en þarna inni má finna ótrúlega vönduð og falleg nærföt, aðhaldsfatnað og náttföt í mörgum stærðum. Hjá þeim keypti ég minn fyrsta alvöru brjósthaldara sem unglingur og það er varla til sú hafnfirska kona sem hefur ekki verslað þarna. Það kæmi sér nú afar vel að eignast ný nærföt og náttföt til að lenda ekki í jólakettinum í ár. Hægt er að fylgjast með HB-búðinni á facebook, hér.
HEIÐDÍS HELGADÓTTIR – ART PRINTS
Heiðdís Helgadóttir er teiknisnillingur með meiru en þið ættuð flest að kannast við nokkur verk hennar enda hafa þau slegið rækilega í gegn undanfarið og það er hreinlega erfitt að heillast ekki af fallegum fígúrum og einstökum stíl hennar. Í stúdíóinu á Strandgötunni er hægt að versla allar hennar teikningar og ég get lofað ykkur því að það geta allir fundið hjá henni teikningu við sitt hæfi. Hægt er að fylgjast með Heiðdísi teiknisnilla á facebook, hér.
LITLA HÖNNUNARBÚÐIN
Litla Hönnunarbúðin hlýtur að vera minnsta hönnunarverslun á landinu en í þessu pínulitla húsi við Strandgötuna má finna ótrúlega skemmtilegt úrval af fallegum hönnunarvörum. Sigga Magga sem rekur verslunina hannar sumar vörurnar sjálf en ásamt þeim má finna valdar vörur úr ýmsum áttum til að prýða heimilið og margar hverjar sem ég hef hvergi annarsstaðar rekist á sem gerir þessu verslun svo ótrúlega skemmtilega. Hægt er að fylgjast með Litlu Hönnunarbúðinni á facebook, hér.
SIGGA & TIMO
Siggu & Timo þarf vart að kynna en þau hjónin hafa rekið gullsmíðaverkstæði og verslun sína í hjarta Hafnarfjarðar í fjölda ára. Það er varla til sá hafnfirðingur sem á ekki skart frá þeim en þeim hefur tekist eftir öll þessi ár í bransanum að haldast mjög fersk og koma reglulega með nýjar og fallegar línur. Einn af mínum uppáhaldsskartgripum frá þeim er hálsmen sem ég fékk í sængurgjöf með áletruninni mamma á einni hliðinni og fótspori ásamt nafni sonar míns á hinni hliðinni en þau nota lazervél sem getur grafið í skartgripi fótspor og fingraför. Hægt er að fylgjast með Siggu & Timo á facebook, hér.
ÚTGERÐIN
Nýjasta viðbótin við frábæru verslunarflóruna í bænum er Útgerðin sem opnaði fyrr í haust. Þar má finna gott úrval af allskonar fíneríi þá helst fyrir heimilið þó svo að þarna fáist líka falleg íslensk fatahönnun. Ég gladdist sérstaklega yfir því að fá ástsæla vörumerkið House Doctor í fjörðinn fagra og jólalakkrísinn frá Lakrids by Johan Bülow en eins og þið sjáið á myndinni hér að ofan fæst þarna líka jólaskraut ársins, það er jólakertið Dýri eftir Þórunni Árnadóttur ásamt röndóttum jólakúlum. Hægt er að fylgjast með Útgerðinni á facebook, hér.
Ég hvet ykkur eindregið til að kynna ykkur þessar fallegu verslanir og kíkja við í miðbæinn en fyrir utan verslanirnar hér að ofan eru margar aðrar verslanir ásamt frábærum kaffihúsum, veitingarstöðum, bíó, verslunarmiðstöð og listasafni allt í göngufjarlægð. Jólaþorpið er einnig opið allar helgar fram að jólum og og hægt er að fara í hestvagnaverð svo það er tilvalið að gera sér glaðan dag og skella sér í bæjarferð með vinkonunum eða fjölskyldunni í Hafnarfjörðinn.
***
Þá eru það mikilvægu upplýsingarnar:
Til að komast í pottinn þá þarft þú að:
1. Deila þessari færslu.
2. Smella á like-hnappinn á facebook síðu Svart á hvítu ef þú ert ekki nú þegar búin/n að því.
3. Skilja eftir athugasemd með nafni og segja mér afhverju þú átt að hreppa vinninginn, má vera lítil athugasemd! Þó eiga allir jafnan möguleika á því að vinna, þetta gerir bara leikinn örlítið líflegri en að fara í gegnum nokkur þúsund athugasemdir sem segja “já takk”:)
Dregið verður út einn stálheppinn vinningshafi föstudaginn 18.desember sem hlýtur þetta glæsilega gjafabréf.
Með jólakveðju, Svana
***UPPFÆRT*** Búið er að draga úr leiknum.
Skrifa Innlegg