fbpx

ÞRÖNGT MEGA SÁTTIR BÚA

Heimili

Lítil heimili eru vissulega að öðlast nýja merkingu fyrir mér um þessar mundir en þó flokkast þetta heimili svo sannarlega sem lítið heimili. Stofu og eldhúsi er komið smekklega fyrir í sama rými þó með óhefðbundinni uppsetningu eins og sjá má, en fólk reddar sér þannig er það nú bara. Ég gæti líklega gert sér flokk hér á blogginu fyrir smærri heimili og kafið ofan í það þema á næstu vikum, en vegna flutninga hjá okkur yfir í 20 fm þá er þetta mér mjög hugleikið viðfangsefni…

 

Litirnir eru fallegir, og ég elska hvað það kemur vel út að mála hillur í sömu litum og veggir heimilisins eins og sjá má á ganginum. Var ég búin að segja ykkur frá fallega litnum í nýja barnaherberginu … jiminn er svo spennt að ná að mynda hann í réttri birtu svo að liturinn skili sér, svona ljós græn grár og algjört bjútí.

Næstu dagar verða undirlagðir af flutningum hjá mér en það erfiðasta við þetta verkefni er líklega að flokka allt og koma fyrir í geymslu. Ég get ekki sagt að þetta sé mér mjög léttvægt verkefni en ég sé fram á bjartari tíma í febrúar ó hvað ég get ekki beðið.

HEIMA HJÁ EIGENDUM SÆNSKA GRANIT

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Ágústa Jónasdóttir

    23. January 2018

    Sæl

    Algjör bjútí þessi litla sæta íbúð.
    Ekki veistu hvað þessi yndislegi grængrái litur heitir?
    Er að leita að hinum fullkomna lit fyrir svefnherbergið mitt.

    kær kveðja
    Ágústa

    • Svart á Hvítu

      1. February 2018

      Er ekki með nafnið á honum… því myndirnar eru eitthvað unnar og því er liturinn eflaust ólíkur í raunveruleikanum. Ef þú skoðar myndina þar sem horft er úr stofu inn í svefnherbergi þar er liturinn miklu grænni:)
      Mæli með að senda myndina á Sérefni og fá hugmyndir frá þeim:)

      Mbk.Svana