fbpx

STÍLLINN “HEIMA” HJÁ CAMILLU PIHL

Fyrir heimiliðHönnunSkrifstofa

Camilla Pihl er einn vinsælasti bloggarinn og tískufyrirmynd í Noregi og fyrir utan það að vera með sína eigin húðvörulínu er hún þessa dagana á fullu að vinna í því að koma á fót sínu eigin fatamerki. Alvöru kjarnakvendi hér á ferð en þekktust er hún þó fyrir sinn óaðfinnanlega stíl sem hefur skapað henni svona stórt nafn. Ég datt niður á þessar fallegu myndir sem teknar eru af skrifstofunni hennar í samstarfi við norsku verslunina Oslo Deco, það er hálf erfitt að trúa að þetta sé skrifstofan hennar en ekki heimilið, en aðspurð sagðist hún hafa viljað skapa hálfgert heimili fyrir sig og starfsfólk sitt til að líða sem best í vinnunni – eðlilega.

Skrifstofan er skreytt dýrindis hönnunarvörum og fallegum mublum, þar má nefna Slit speglaborð frá HAY, IC gólflampa frá Flos, Taccia lampa drauma minna frá Flos og svo má nefna marmara eldhúsborðið sem er með því allra fallegasta. Kíkjum í heimsókn.

– Sjáðu fleiri myndir og lestu viðtalið hjá Oslo Deco –

Ég fylgist mest með Camillu Pihl á Instagram – þið getið fylgst með henni með því að smella hér. Rétt upp hönd sem gæti hugsað sér svona skrifstofu? ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

HEIMSINS FALLEGUSTU GARDÍNURNAR KOMNAR UPP

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnarsdóttir

    6. March 2019

    Vá elska þetta. Og frábær hugmynd að búa til skrifstofu sem gefur þér “heima” tilfinninguna.

  2. Hildur Sif

    6. March 2019

    Mikið er þetta fallegt heimili!