fbpx

MEÐ GYLLTAN KRANA & NÓG AF PLÖNTUM

Eldhús

Í framhaldi af síðustu færslu þar sem ég tók saman fínerí fyrir eldhúsið þá er tilvalið að deila myndum af þessu hrikalega fallega eldhúsi með ykkur. Þegar að um svona litla íbúð er að ræða eða 57fm eins og þessi og með eldhúsið inni í stofu nánast þá er fallegt að sleppa efri skápunum og hafa í stað þess litla skrauthillu og leyfa nokkrum fallegum áhöldum og plöntum að njóta sín sem punt. Plönturnar og kryddjurtirnar gefa eldhúsinu mikið líf og gyllti kraninn setur að sjálfsögðu punktinn yfir i-ið.

305183_karl_gustavsgatan_11b-12.jpg-965045418-rszww1170-80 305183_karl_gustavsgatan_11b-14.jpg-986665898-rszww1170-80 305183-Karl-Gustavsgatan-11B-15-1024x683 305183-Karl-Gustavsgatan-11B-20 huvudbild.jpg-939736442-rszww1170-80

Fyrir áhugasama þá má sjá fleiri myndir af íbúðinni hjá sænsku fasteignasölunni Bjurfors, sjá hér. 

Innréttingarnar eru afskaplega einfaldar með flotuðum toppi og fallegum höldum sem gera mikið fyrir lúkkið, minna mig dálítið á þessar frá Superfronts. Ég er að fíla alla þessa gylltu detaila í eldhúsinu, lampinn, kraninn, sláin og krókarnir gefa því smá “klassa” ef við slettum smá. Ég þarf að gera aðra tilraun við að halda kryddjurtum á lífi í eldhúsinu mínu, það er algjör lúxus að geta teygt sig í ferskar jurtir en mikið sem ég á erfitt með að halda öllu sem er grænt á lífi, það er mér nánast ómögulegt.
Ég vona að þetta fína eldhús gefa góðar hugmyndir! Þangað til næst:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

ELDHÚSDRAUMUR

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Ellen

    4. April 2016

    Veistu hvernig lýsingin frá Tom dixon ljósunum hér að ofan er? Er bara að spá hvort hún sé nógu góð til að nota það sem eldhús/borðstofuborð

    • Svart á Hvítu

      4. April 2016

      Það er mild lýsingin frá þessu ljósi og þarf helst að hafa aðra ljósgjafa með að mínu mati. Finnst svipað með copper shade sem er núna yfir stofuborðinu mínu, en var með það yfir borðstofu og þótti það ekki nóg. Er núna með PH yfir eldhús/borðstofuborðinu og er sáttari með lýsinguna af því:) Þetta er þó afskaplega pretty og virkar vel finnst mér eins og þarna yfir eyjunni meira sem punt.
      Mbk.Svana

      • Ellen

        7. April 2016

        Takk fyrir svarið :)