fbpx

LÚXUS HEIMILI MEÐ CHANEL POKA TIL SKRAUTS

Heimili

Þessi hlýlega 90 fermetra íbúð er sérstaklega smart, staðsett í húsi frá árinu 1904 og má sjá að gólfmottur spila hér stórt hlutverk og gera allt svo hlýlegt og svo er það grái liturinn sem teygir sig á milli allra rýma. Útkoman verður að svo mikilli heild þegar veggir, húsgögn, innréttingar og gólfmottur er alltsaman í svipuðum litartónum. Virkilega fágað og fallegt.

Það er viss tíska í dag að halda til haga verslunarpokum frá dýrum lúxusmerkjum og hér skreyta m.a. Chanel pokar stofu og svefnherbergi. Sitt sýnist hverjum! Hrifnari er ég þó af gylltu haldföngunum á öllum innréttingum en þau eru frá margrómaða breska merkinu Buster + Punch (mögulega jafn dýrt og innihald pokanna góðu). Hrikalega smart!

Kíkjum í heimsókn –

Myndir via Nestor

Það kemur mér á óvart hvað ég er hrifin af litunum í svefnherberginu, litapallettan smellur alveg saman með þessum ljósbrúnu veggjum, kremuðum gardínum og gráum höfðargafli. Gylltu smáatriðin gera svo mjög mikið – en eigum við að ræða fataherbergið. Hér gæti ég búið!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

INNBLÁSTUR FYRIR ELDHÚS // FALLEGAR BORÐPLÖTUR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Sigrún Víkings

    21. February 2020

    Þessi íbúð er svo falleg! Ég væri alveg til í langa sturtu undir þessum gyllta sturtuhaus og svo kósý kokteil úti á svölum!
    En er ekki annars komin tími á að það verði hönnuð einhver sniðug lausn á sjónvarpsvandamálinu! TV eru ekki að passa inní svona fallegar stofur…