fbpx

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR SVARTÁHVÍTU

JólÓskalistinn

Ertu í jólagjafaleit? ♡ Það er gaman að gleðja með fallegri gjöf og eins og alltaf þá er það er hugurinn sem gildir. Ég hef undanfarna daga fengið sendar margar fyrirspurnir að sýna jólagjafahugmyndir eins og ég hef gert undanfarin ár og núna tók ég einungis saman hluti sem ég persónulega óska mér, eða vörur sem ég á nú þegar og elska ♡

1. Bókin Myndlist á heimilum, fæst í Eymundsson, Haf store og Epal m.a. 2. Æðislegur HAY sloppur í bleiku, Epal. 3. Steamery ferðagufutæki er snilld, Epal. 4. Ihanna home rúmföt eru alveg dásamleg, fást t.d. hjá Epal og Vogue fyrir heimilið. 5. Perlueyrnalokkar og perluarmband frá ByLovisa eru í miklu uppáhaldi hjá mér. 6. Mjúkir inniskór frá AndreA sem ég nota daglega og elska. 7. Stafabolli frá Royal Copenhagen sem vantar í mitt safn, Kúnígúnd og Epal. 8. Plakat frá Safnbúð Listasafna Reykjavíkur, góð leið til að eignast list á vegginn fyrir lítinn pening. 9. Jólanaglalakk frá Essie er nauðsynlegt. 10. Gordjöss sólgleraugu MiuMiu eru á mínum óskalista, fást hjá ÉgC í Hamraborg. 11. Húðvörur frá Blue Lagoon mæli ég með þar sem húðin mín hefur aldrei verið betri. Allskyns gjafaöskjur, andlitsmaskar og gæðahúðvörur. Blue Lagoon verslanir. 12. Fallega myndskreytt dagatal frá Heiðdísi Helgadóttur. Norðurbakka og í Epal. 13. Perluveski frá minni uppáhalds, AndreA.

1. Royal Copenhagen jólakúla, algjör klassík. Fæst hjá Kúnígúnd og Epal. 2. Hátíðarlokkar frá Hlín Reykdal, allt svo fallegt sem hún gerir. 3. Pale Rose borðlampi frá Louis Poulsen er draumur drauma minna. Epal. 4. Ullarteppi frá uppáhalds Ihanna home í bleikum fallegum lit, dreymir um þetta í stofuna. 5. Vafin peysa sem ég elska að vera í, frá AndreA. 6. Niva glös frá Iittala til að bæta í safnið, þessi eru svo falleg. Ibúðin, Kúnígúnd og Epal. 7. Mæðradagsplattinn í ár, Kúnígúnd. 8. Fallegt úr frá Micheal Kors, fæst í Klukkunni. 9. Íslensk list á vegginn, elska úrvalið hjá Listval og útsaumsverkin eftir Sísí Ingólfs eru uppáhalds. Listval Hverfisgötu. 10. Brass Aalto kertastjakar eru svo falleg nýjung frá Iittala. Fæst í Ibúðinni, Kúnígúnd og Epal. 11. Ultima Thule vasi er algjör klassík. Fæst í Iittala búðinni og Kúnígúnd. 13. Leðurveski/Snyrtiveski frá AndreA, ég nota mitt svona daglega og geymi í snyrtivörur. AndreA. 14. Æðisleg gjafaaskja frá Blue Lagoon Skincare með nokkrum best-seller vörum, kremið, serum og maski. Mæli með!Vonandi koma þessar hugmyndir að góðum notum ♡

Jólakveðja, Svana

60 ÁR AF DEKKUÐU JÓLABORÐI MEÐ ROYAL COPENHAGEN

Skrifa Innlegg