fbpx

HIÐ FULLKOMNA HEIMILI?

Heimili

Þvílíkt augnakonfekt sem þetta glæsilega heimili í Stokkhólmi er. Stíllinn er léttur og elegant og teygir grái liturinn anga sína í öll rými heimilisins, í innréttingar, veggi, gardínur og jafnvel húsgögn og útkoman er svona glæsileg. Innbúið er ekki af verri endanum og hönnunarklassík að finna í hverju horni. Barnaherbergin eru dásamleg og sjáið hvað það kemur vel út að mála hillur í sama lit og veggin – þó ég sé 100% fylgjandi þess að hafa fleiri liti. Það er mikil ró yfir þessu heimili og eflaust líður húsráðendum nokkuð vel með sína lágstemmdu litapallettu en falleg er hún ♡

Myndir :  brspec.se

Hvernig lýst ykkur á þetta heimili? Alveg fullkomið eða mögulega of litlaust? Ég er hrifnust af eldhúsinu og svefnherberginu sem mér finnst algjör draumur í dós. Og það má þó ekki gleyma fallegu J39 stólum Børge Mogensen sem prýða eldhúsið og eru eflaust á óskalistum hjá mörgum ykkar….

Ég renni aftur og aftur yfir þessar myndir og finn alltaf eitthvað nýtt sem heillar, ég er alveg viss um að þetta heimili eigi eftir að færa ykkur innblástur.

LANGAR ÞIG AÐ MÁLA?

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Katrín Ýr Magnúsdóttir

    17. January 2018

    Mjög fallegt heimili! Elska þessa litapallettu! Veistu hvaðan stóllinn í stofunni er? ☺️

  2. Erla Fanney

    22. January 2018

    Fallegt en fullkomið… ??? kannski fyrir einhvern