fbpx

LANGAR ÞIG AÐ MÁLA?

Heimili

Ef þú ert í málningarhugleiðingum þá erum við á sama stað. Ég hef farið fram og tilbaka með litapælingar síðustu daga fyrir herbergið okkar og einmitt núna er búið að mála eina umferð á veggina – 3 litir og ég er með valkvíða hvort ég hafi mögulega valið rétt. Ég kíkti við á instagram síðu sænska Nordsjö í kvöld en þeir eru þekktir fyrir að vera í samstarfi við leiðandi innanhússstílista og bloggara og má því finna þar gott úrval af innblæstri sem hentar okkur sem áhuga höfum á fallegum heimilum.

Litirnir sem ég hafði valið á herbergið okkar var ljós grár á stofu rýmið Soft Paris, Svönubleikt á svefnherbergið, og ljós grænblár á herbergið hans Bjarts, það er vissulega bara komin ein umferð svo vonandi verð ég hrifnari af útkomunni á morgun. Einnig gæti haft áhrif að það er léleg birta í herberginu og engir hlutir til að hægt sé að sjá smá samhengi. Í versta falli þá málum við bara aftur:)

VORIÐ '18 HJÁ H&M HOME

Skrifa Innlegg