fbpx

VORIÐ ’18 HJÁ H&M HOME

Fyrir heimiliðHönnun

Þó svo að flestir séu með hugann við kvöldið þá er ég með hugann við næsta ár, bæði hvernig ég get gert árið mitt ennþá betra en það sem er að líða en einnig er ég að skoða strauma og stefnur í hönnun og skoða hvað koma skal. Það gladdi mig vissulega þegar ég sá myndir frá H&M home af vorlínunni 2018, og ef ykkur þótti bleikur litur einkenna 2017 bíðið bara… það er enn meira bleikt á leiðinni.

Hér er búið að stilla upp smávörum frá H&M home upp á fallegu heimili en til að enginn ruglingur verði þá eru húsgögnin og lampar vissulega ekki frá H&M.

Stílisering: Lotta Agaton – listrænn stjórnandi : Pella Hedeby – ljósmyndari : Heidi Lerkenfeldt. 

Þvílík fegurð – VÁ!

GUÐDÓMLEGT HEIMILI MALENE BIRGER

Skrifa Innlegg