fbpx

HEIMSINS FALLEGASTA HEIMILIÐ? KÍKTU Í HEIMSÓKN

HeimiliUppáhalds

Þennan heimilisdraum verðið þið að sjá.

Ég ætla ekkert að spara stóru orðin í dag en þetta er með fallegri heimilum sem ég hef augum litið. Litavalið er stórkostlegt og heimilið er sem konfekt fyrir augun. Eldhúsið er málað í bleikum lit sem er náskyldur Svönubleika litnum mínum og dökkgrænn marmarinn og gyllt blöndunartæki ásamt höldum tóna fullkomlega á móti. Ljósmyndirnar sem prýða veggi heimilisins vekja athygli en flestar eru þær af kynþokkafullum konum sem er áhugavert val.

Öll loft, hurðar og listar eru máluð í sama lit og veggirnir sem gefa heimilinu mikla dýpt, elegans og skapar fallega heild. “Ef þú ætlar að gera eitthvað – farðu þá alla leið” er ráð sem hæfileikaríkur innanhússhönnuður gaf mér einu sinni – og hér hefur svo sannarlega verið farið eftir því ráði.

Heimili þar sem farið var alla leið til að ná fram þessu einstaklega fallega útliti – bravó!

Kíkjum í heimsókn og búðu þig undir að fá vatn í munninn og kitl í magann –

Myndir : Skeppsholmen

Barnaherbergið er málað í mjúkum grágrænum lit og teppalagt gólfið gerir þetta með notalegri barnaherbergjum sem við höfum skoðað saman. Himnasæng yfir rúmið og falleg smáatriði skreyta herbergið.

Ég get horft aftur og aftur yfir þessar dásamlega fallegu myndir – þvílíkur draumur að búa hér. Sjáið allar hugmyndirnar sem heimilið gefur okkur, þetta er sannkölluð perla.

Hvað stendur uppúr hjá ykkur? Er það bleika eldhúsið, dökkmáluð stofan eða spennandi myndaveggirnir. Hjá mér er það öll heildin og hvað litirnir spila ótrúlega vel saman þrátt fyrir að vera svona ólíkir.

Eigið góða helgi kæru lesendur –

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

KLASSÍSK HÖNNUN: SJÖAN EFTIR ARNE JACOBSEN

Skrifa Innlegg