Hahaha, það er mjög fyndið að Vísir hafi skrifað sér grein um ógleymanlega bátsferð sem ég húkkaði mér á tískusýningu Ganni á tískuvikunni. Saga sem verður ekki of oft sögð og því skiljanlegt að blaðamaður hafi metið hana þannig að hún þyrfti sitt pláss.
VÍSIR: Húkkaði sér far með spíttbát á tískusýninguna
Ég vildi alls ekki missa af sýningunni sem var haldin undir berum himni í ljósaskiptunum. Hér að neðan eru mín uppáhalds lúkk úr sýningu GANNI –
Drögum fram kúrekastígvél, minipils og galla á galla – því það er það sem koma skal. Já og rauði liturinn, elska að hann sé að koma svona sterkur inn á næstu misserum.
Stolti Íslendingurinn í mér var með stjörnur í augunum þegar GANNI x 66°Norður gekk pallinn. Þetta er í þriðja sinn sem samstarf milli danska tískurisans við Íslensku sjóklæðagerðina er kynnt. Ég er svo þakklát fyrir það að hafa verið viðstödd í öll skiptin.
Með þessar buxur á heilanum, þarf strax í mitt líf.
Lengra tískuviðtal við Vísi finnur þú svo hér: KÚREKASTÍGVÉL OG CARGO BUXUR ÞAÐ ALLRA HEITASTA
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg