Þetta hönnunarverkefni er ein mesta áskorun sem ég hef tekist á við. Það er ekki oft á ferlinum sem manni býðst tækifæri til að vinna með þeim bestu á sínu sviði en ég tengi við hugmyndafræði IKEA og er sammála því að góð hönnun eigi að skila sér til fjöldans.
-Virgil Abloh
Þegar ég verð spennt fyrir einhverju þá verð ég mjög spennt og þannig líður mér yfir þessu samstarfi.
Það er kannski asnalegt að segja það – en mér þykir alltaf ótrúlega vænt um hluti sem ég eignast úr svona samstörfum. Ég á IKEA x HAY borðstofuborð sem ég kann einhven veginn betur að meta en aðrar IKEA vörur sem ég á. Ég á H&M x BALMAIN kápu sem mér þykir vænna um en margar aðrar H&M flíkur. Ég á COKE LIGHT x JEAN PAUL GAULTIER flösku – já þið lásuð rétt, á hana enn.
Ég semsagt kann ótrúlega vel að meta svona samstörf og þetta hjá IKEA vekur svo sannarlega áhuga minn. Við Íslendingar eigum líka smá í verkefninu, en það var hin hæfileikaríka Ellen Lofts sem stíliseraði myndatökuna fyrir línuna (ég skrifaði um það HÉR).
Virgil Abloh hefur skotist ótrúlega hratt uppá stjörnuhimininn í þessum bransa á stuttum tíma. Hann er gífurlega hæfileikaríkur og fjölhæfur listamaður. Það er því mjög áhugavert að heyra hans hlið og sýn á þetta samstarf og hönnun og list almennt. Ég hvet ykkur til að lesa alla leið….
VIÐTAL VIÐ VIRGIL ABLOH:
…….
Hvað finnst þér um samstarfið?
Þetta hönnunarverkefni er ein mesta áskorun sem ég hef tekist á við. Það er ekki oft á ferlinum sem manni býðst tækifæri til að vinna með þeim bestu á sínu sviði en ég tengi við hugmyndafræði IKEA og er sammála því að góð hönnun eigi að skila sér til fjöldans.
Þitt sérsvið er einhvers staðar á milli hámenningar- og götulistar. Hvað gerist þegar þessar stefnur mætast?
Ég tel að mismunandi listahreyfingar hafi með tímanum fært okkur á þann stað sem við erum á í dag þar sem listmenning er ekki lengur bundin við ákveðinn samfélagshóp. Listin nær bæði til fólks sem veit mikið um hana og þeirra sem eru að kynnast henni.
Hvað skiptir þig mestu í listsköpuninni?
Það sem skiptir mig mestu í listum og hönnun er að hluturinn sem ég skapa komi til með að þjóna einhverju hlutverki. Ég vill að hann fullnægi þörf, hvort sem hún er listræn eða hagnýt eðlis, en það er þá sem mér finnst ég hafa skilað einhverju af mér.
Hvernig getur ungt fólk gert sitt fyrsta heimili að sínu?
Línunni er ætlað að spegla yngri kynslóð. Það er misjafnt eftir fólki hvaða hlutir eru nauðsynlegir en kjarni línunnar er að gæða venjulega hluti listrænu eðli. Eins og þegar þú setur listaverk upp á vegg þá er sömuleiðis hægt að bæta list við hluti eins og stóla, borð eða teppi. Alveg frá upphafi lagði ég mikla áherslu á það.
Hvernig myndir þú lýsa fyrsta heimilinu þínu?
Það var útpælt og mjög tómlegt. Ég áttaði mig á því að til að gera íbúð að heimili þarf einhvern ákveðinn eiginleika sem ekki er hægt að útskýra. Það snýst um meira en bara stól eða útlit hans og aðra nytsamlega hluti. Það snýst um að skapa eitthvað með karakter, rými sem ber með sér að þar eigi einhver heima. Það er aðaláskorunin.
Hvernig útvegaðir þú þér húsgögn þegar þú fórst fyrst að búa?
Ég hafði augun opin fyrir bæði notuðum og nýjum húsgögnum. Það tekur þó talsverðan tíma að koma sér upp búslóð, það er ekki auðvelt að finna hluti sem þú vilt að búa með.
xx,-EG-.
Skrifa Innlegg