fbpx

ÞETTA ER ÍSLANDI Í DAG

Við nutum þeirrar lukku að fá að segja frá góðgerðaverkefni okkar, Konur Eru Konum Bestar, í Íslandi í dag í gærkvöldi. Verkefnið hefur örugglega ekki farið fram hjá ykkur sem fylgist með Trendnet eða mér á samfélagsmiðlum. Við finnum svo sannarlega fyrir samstöðunni úr öllum áttum og erum svo þakklátar fyrir það – við erum greinilega ekki bara fimm í þessu klappliði sem við viljum mynda með verkefninu.

Takk Eva fyrir að gefa þér tíma til að spjalla við okkur.

Þetta er Ísland í dag:

Fleiri þakkir til þeirra sem hafa sýnt verkefni okkar áhuga.
Takk @Fréttablaðið
Takk @Mannlíf
Takk @Vísir
Takk @Brennslan á FM957
… og fleiri miðlar. Takk líka til ykkar elsku lesendur. Mikið hlökkum við til að opna dyrnar og vera næs við náungann á Norðurbakka í Hafnafirði í kvöld – verslun AndreA.

Mætið snemma ef þið getið og tryggið ykkur þannig geggjaðan bol fyrir góðan málstað. Fyrstu 100 fá virkilega veglega gjafapoka, heitt á könnunni frá Sjöstrand, drykkir frá Ölgerðinni og allmenn gleði við völd.

Verslaðu bolinn: HÉR ef hann verður ennþá til eftir viðburðinn okkar.

Konur Eru Konum Bestar í Hafnarfirði: 17:00
Konur Eru Konum Bestar á netinu: 20:00

Hlakka til að hitta ykkur!

x,-EG-.

KONUR ERU KONUM BESTAR VOL3

Skrifa Innlegg